Vesturland

Árgangur

Vesturland - 01.12.1986, Blaðsíða 24

Vesturland - 01.12.1986, Blaðsíða 24
24 JÓN F. EINARSSON BYGGINGARVÖRUVERSLUN, BOLUNGAVÍK Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. í byggingarvörudeildinni er eins og ávallt mikið úrval byggingarefna. Nýkomið plötuefni: Rásaður krossviður - masonit plasthúðaðar kantlímdar spónarplötur, mjög hentugt hilluefni, einnig rakaheldar spónaplötur plasthúðaðar tilvalið til klæðninga á gripa og fiskverkunar hús. Vekjum sérstaka athygli á gólfparketi sem við eigum nú á lager á sérstaklega góðu verði. í húsgagnadeildinni bjóðum við mikið úrval af húsgögnum í allar vistarverur hússins. Sjón er sögu ríkari Höfum fengið aftur hinn vinsæla tvíbreiða svefnsófa frá DOMINO. Hefurðu kynnt þér hin vinsælu og ódýru TVILUM húsgögn Stjómmálastarfi mínu er ekki lokið! Samtal við Hildigunni Lóu . . . Framhald af bls. 17. sækjast eftir tveimur efstu sæt- unum. Ekki var ég heldur að bjóða mig fram til að sækjast eftir einhverjum sætum sem ekki var kosið um. Þess vegna var aðeins um sæti nr. þrjú og fjögur að ræða af minni hálfu. NIÐURSTAÐAN Útkoma prófkjörsins varð sú, að kosning var bindandi í þrjú efstu sætin, en ekki í það fjórða. Ég ákvað því að gera kröfu til þess. Niðurstaða mín gat naumast orðið önnur, þegar ég hugleiddi hag flokksins og stöðu hans á Vestfjörðum í væntanlegum kosningum, og þegar ég hugleiddi hag kvenna á Vestfjörðum og stöðu þeirra í pólitík. Ég vildi einfaldlega að það yrði kona í fjórða sætinu. Þannig hefði listinn orðið sterkari í komandi kosningum en hann er nú. Sumir virðast eiga erfitt með að skilja þá sem setja sér prins- ipp. Sumir virðast eiga erfitt með að skilja, að ég skyldi ekki bara vera sæl og glöð að fá að vera í fimmta sætinu. Þeir virð- ast eiga erfitt með að skilja það, að undansláttur frá hagsmun- um flokksins og vestfirskra kvenna kom ekki til greina af minni hálfu. Ég tók ekki þátt í þessari baráttu til þess eins að lána nafnið mitt í áhrifalaust sæti á listanum. BIRTING SKATTSKRÁRINN- AR — Nokkru fyrir prófkjörið birt- ist í blaði hér á ísafirði álagn- ingarskrá um opinber gjöld. Þessi birting var nokkuð umtöl- uð, og ýmsir sem þóttu bera lítii gjöld lentu milli tannanna á fólki. Mér er kunnugt um að þið hjón urðuð fyrir aðkasti og ó- þægindum af þessu tilefni. Telur þú að þetta hafi haft einhver áhrif á niðurstöðuna í prófkjörinu? — Já, þetta hafði tvímælalaust áhrif. Þessar umræður um skatta fólks urðu vissulega ekki framboði mínu til stuðnings. Þær voru yfirleitt neikvæðar og byggðar á algerri vanþekkingu á því sem verið var að tala um. Það er reyndar varla rétt að kalla þetta umræður. Þetta var einfaldlega á plani kjaftasagna og rógburðar. KVIKINDISHÁTTUR Sem dæmi má nefna, að í fyrrnefndu blaði var látið að því liggja, að með framboði mínu væri ég að leita eftir skárra lífs- viðurværi. Kvikindisháttur af þessu taginu fannst mér nokkuð áberandi hér á ísafirði. Að öðru leyti ræði ég ekki skatta mína í blöðum. Ég skulda almenningi ekki neinar útlist- anir í fjölmiðlum á skattamál- um mínum. — Það er greinilegt að þú ert óánœgð með hlut þinn og hlut kvenna í prófkjöri og á fram- boðslista Sjálfstœðisflokksins. STÓR GLÆSILEG JÓLAKORT MEÐ MYNDASTÆRÐ 13x18 CM, KR. 60,- PR. STK. M/UMSLAGI (LÁGMARKSPÖNTUN 5 STK.) JOLAKORT EFT|R JM FILMUM VENJULEG KORT 9x13 CM, KR 25,- PR. KORT M/UMSLAGI (LÁGMARKSPÖNTUN 10 STK.) AFGREIÐSLUTÍMI 1 TIL 2 DAGAR. TVOFOLD GLÆSILEG KORT MEÐ 9X13 CM MYND KR. 30,- PR. KORT M/UMSLAGI TILBÚIÐ SAMDÆGURS EF KOMIÐ ER FYRIR HÁDEGI. AÐRIR MÓTTÖKUSTAOIR: BÓKAVERSLUN JÓNASAR TÓMASSONAR, HAFNARSTRÆTI 2 BRAUÐGERÐIN, FLATEYRI • K.l. SUÐAVIK ÖLÍUFÉLAG ÚTVEGSMANNA, HAFNARHÚSINU SUÐURVER, SUÐUREYRI • EDINBORG, BlLDUDAL EINAR GUÐFINNSSON H F , HÚSGAGNADEILD, BOLUNGARVÍK VERSLUN GUNNARS SIGURÐSSONAR, ÞINGEYRI. LEO LITMYNDIR, HRAÐFRAMKÖLLUN, HAFNARSTRÆTI 7 (VIÐ HLIÐINA Á HAMRABQRG) FRAMKÖLLUN HLUTUR KVENNA . .. — Það er vissulega rétt. En ég veit að hlutur okkar kvenna í pólitíkinni á eftir að verða miklu stærri en hann er núna. Allir flokkar vilja reyndar fá konur til að vinna fyrir sig, en þeir vilja ekki hleypa okkur of langt. Við verðum að hafa miklu meira fyrir pólitísku lífi okkar en karlarnir. Þess vegna taldi ég lítilþægni gagnvart körlunum ekki vera málstað okkar til framdráttar. Þess vegna taldi ég það ekki hags- munum okkar til góðs að nokk- ur kona tæki í mál að þiggja fimmta sæti listans í stað þess fjórða. . . . OG ÍSFIRÐINGA Og ég er ekki bara óánægð með hlut kvenna á listanum. Ég er líka óánægð með hlut ísfirð- inga. Til ósamheldni og ósam- lyndis þeirra sjálfra má rekja það, að ekki er ísfirsk kona í fjórða sætinu. ÞÁTTTAKA í KVENNA- FRAMBOÐI? — Er það rétt, að þú sért að hugleiða að taka þátt í sérstöku kven nafram boði? — Nei, því fer fjarri. Það hafa verið á kreiki einhverjar sögu- sagnir um að ég sé að yfirgefa flokkinn, eða ætli að taka þátt í einhverju kvennaframboði. Þetta er úr lausu lofti gripið. Ég er Sjálfstæðismaður og hef allt- af verið það. Ég veit ekki hvað hefði átt að breyta því núna. Ég ætla að halda áfram að vinna innan Sjálfstæðisflokks- ins. Ég mun taka þátt í komandi kosningabaráttu og styðja framboðslista flokksins af heil- um hug. KOMATÍMAR ... Enn er ég ung og hef tímann fyrir mér. Næstu fjögur árin ætla ég að vinna ennþá betur en ég hef gert til þessa. Stjórn- málastarfi mínu er ekki lokið. HÞM

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.