Vesturland

Árgangur

Vesturland - 01.12.1986, Blaðsíða 17

Vesturland - 01.12.1986, Blaðsíða 17
17 Fjölskyldan á Seljalandsvegi 10 á ísafirði. börnin orðin tvö. Ég var það sem kallað er heimavinnandi húsmóðir með tvö böm. Við stofnun Pensilsins var ég milli bama og rétti strákunum hjálp- arhönd í byrjun, og einhvern veginn fór það svo, að ég er bú- in að vinna við fyrirtækið alla tíð síðan. Davíð fór út úr fyrir- tækinu árið 1980 og síðan hefur þetta verið einkarekstur okkar Georgs. Ég hefði aldrei unnið við þetta svona lengi, nema af því að mér finnst það skemmtilegt. Þetta er fjölbreytt og þarna kynnist maður mörgu fólki. Ég vil helst ekki vinna annað en það sem ég hef ánægju af. Ég sagði við Georg að ég skyldi vinna þarna með honum í smá- tíma, og ef mér leiddist, þá myndi ég hætta og fara að gera eitthvað annað. Hann veit það. HARÐASTI HÚSBÓNDINN — Ertu kannski svolítiö ákveðin og stjórnsöm? — 1 eðli mínu er ég mjög stjómsöm. Ég vil stjórna mínum hlutum sjálf, bæði heima og heiman. Ég veit að það yrðu mikil viðbrigði ef ég færi aftur að vinna hjá öðrum. Sá sem vinnur hjá sjálfum sér kynnist harðasta húsbóndanum. Það er vissulega auðveldara að láta aðra hugsa fyrir sig og segja sér fyrir verkum. — Ertu hörð við sjálfa þig? — Ég hef alla tíð verið vinnu- þjarkur. Ég er starfsöm og er aíltaf að. Við hjónin höfum alla tíð unnið mjög mikið. Það hefur farið mikill tími í að byggja fyr- irtækið upp og reka það. Þetta hefur ekki verið neinn níu-til- fimm vinnutími. Mér líkar vel að vinna undir pressu. Þannig vinn ég best. í starfi mínu í Penslinum sá ég fljótt, að fagleg þekking mín á málningarvörum og öðru slíku var af skomum skammti, jafnvel þótt Georg væri óþreyt- andi að uppfræða mig. Þess vegna fór ég suður á námskeið í þessum fræðum, enda er það mikilsvert að þeir sem starfa við sérhæfðar vörur séu sjálfir sér- hæfðir og viti hvað þeir eru að gera. ÞINGHÓLL — Eigið þið ekki líka skemmti- staðinn Þinghól? — Nei, ekki nema að litlu leyti. Um reksturinn er hlutafélag í eigu tengdaforeldra minna og bama þeirra, stofnað árið 1985. Það kom svo af sjálfu sér, að þeir sem eru búsettir hér á staðnum sinna þessu mest. Margar helgar fóru í vinnu inni í Þinghól, eftir fulla vinnu í Penslinum. Það er hreint ekki eftirsóknarvert. Þá er hætt við því að lítið verði úr móðurhlut- verkinu. — Yngsta barnið ykkar er öðru vísi en hin. Er Halldór Högni ekki orðinn tíu ára? STRAUMHVÖRF í LÍFINU — Jú. Það urðu straumhvörf í lífi okkar árið 1976, þegar við eignuðumst Halldór Högna. Fötlun hans var mikið áfall. Það var ekki fyrr en á sjötta mánuði, sem sá grunur varð að vissu, að eitthvað væri að drengnum meira en bara seinþroski. Rannsókn syðra leiddi ekkert annað í ljós en að hann væri heilaskaddaður af ókunnum á- stæðum. Upp úr þessu hófust miklar suðurferðir og rann- sóknir. í þessum efnum eru ekki aðrir kostir en að duga eða drepast. Við lærðum fljótt að enginn réttir manni neitt upp í hendurnar. Fyrir Halldór höf- um við orðið að berjast fyrir öllum þeim réttindum sem eru sjálfsögð fyrir hin börnin. í þeirri baráttu hef ég ekki dregið af mér, enda lít ég svo á að hún sé ekki bara fyrir hann. Ég lít svo á, að þessi barátta sé líka í þágu annarra olnbogabarna og komi þeim til góða. Reyndin hefur líka orðið sú. Þessi mál voru nánast ó- plægður akur á Vestfjörðum á fyrstu árum Halldórs. Þeim hafði ekki verið sinnt hér að neinu leyti. Öll frávik frá eðli- legum þroska voru umsvifa- laust afgreidd suður. HÉR VILDUM VIÐ BÚA Á- FRAM Við þetta sættum við okkur ekki, því að hér vildum við búa áfram. Við ákváðum að leggja í baráttuna og fá eitthvað af þjónustunni hingað vestur. Strax og ég fór að taka á þessum málum, þegar Halldór var kominn um þriggja ára ald- ur, fór ég að reyna að koma honum út á meðal annarra, áð- ur enn hann yrði of háður mér. Bæjaryfirvöld tóku mér og við- leitni minni mjög vel, og dreng- urinn minn var fyrsta þroska- hefta bamið sem fór hér inn í leikskóla. Styrktarfélag vangefinna á Vestfjörðum var stofnað árið 1976. Það er árið 1979 sem ég fer að starfa í því. í gegnum það félag hafa aðstandendur þroskaheftra fyrst og fremst háð baráttu sína. Á þessum tíu árum hafa viðhorfin í þjóðfélaginu til fatlaðra og þroskaheftra vissu- lega breyst mikið, og við höfum notið góðs af því. Þeir sem hafa ekki persónulega reynslu af þessum málum skilja annars oft lítið hvað verið er að tala um. Það er ekki hægt að lýsa fyrir öðru fólki því sálarstríði, sem fylgir þessari baráttu. Einhver hefur sagt, að þá fyrst hrikti í máttarviðum hjónabandsins, þegar erfiðleikar af þessu tagi koma upp. Annað hvort brestur það eða styrkist. í okkar tilviki hefur hjónabandið orðið sterk- ara þegar á hefur reynt. Enginn veit það nema sá sem reynir, hvernig það er að eiga vangefið barn. Það er lífs- reynsla sem gefur manni aðra hluti og suma ríkulegri en þegar börn með eðlilegan þroska eiga í hlut. Sumir halda að þetta sé eintómur kross. Það er mikill misskilningur. LENGI VIÐLOÐANDI FLOKKSSTARFIÐ — Hvað er langt síðan þú fórst að taka þátt í pólitísku starfi? — Það má segja að ég hafi verið virk í þágu Sjálfstæðisflokksins frá fjórtán ára aldri. Fyrst vann ég ýmislegt við blaðið Vestur- land og við happdrættið, ég var sendill í kosningum, og svo framvegis. Ég er búin að fara í gegnum þetta allt. Ég gekk ung i Sjálfstæðiskvennafélagið og þar hef ég starfað mest. — Ertu mjögpólitísk? — Ég er alin upp í mjög póli- tísku umhverfi. Mér var kennt það snemma, að sá sem starfaði í pólitík væri að vinna fyrir heildina en ekki sjálfan sig. Honum bæri því að setja hags- muni heildarinnar ofar eigin hag. Spurningunni hlýt ég að svara játandi. Ég er mjög póli- tísk. STARFIÐ Á ÍSAFIRÐI — Er flokksstarfið blómlegt hér á ísafirði? — Starfið í Sjálfstæðiskvenna- félaginu hefur verið mjög gott. Það verður ekki annað sagt en við höfum unnið mjög vel. Ég veit ekki betur en félag okkar kvennanna sé það eina af fjór- um félögum Sjálfstæðisflokks- ins á ísafirði sem starfar bæði vel og skipulega og heldur reglulega fundi. PRÓFKJÖRIÐ — Nú bauðstu þig fram í próf- kjörinu í haust, og lentir þar í fimmta sœti. Hver voru tildrög framboðsins? Hvernig gekk þetta allt fyrir sig? Og hvernig líkuðu þér úrslitin? — Fyrst var það nefnt við mig fyrir um hálfu öðru ári, að ég gæfi kost á mér til framboðs til Alþingis. Ég hugleiddi þetta annað slagið, en gleymdi því á milli. Síðan var farið að leggja nokkuð mikið að mér í sumar, en það var ekki fyrr en nokkr- um dögum áður en framboðs- frestur rann út, sem ég gerði upp hug minn. Áð taka þátt í svona prófkjöri er sérstæð reynsla. Það er reynsla sem ég vildi ekki hafa misst af. I upphafi tók ég þá stefnu, að fara um allt kjör- dæmið og hitta fólk. Mér fannst það rétt og eðlilegt að kynna mig fyrir fólkinu sem ég vildi að kysi mig. FERÐ UM VESTFIRÐI Þetta var langt og ánægjulegt ferðalag um alla Vestfirði. Ég byrjaði innst í Hrútafirðinum og fór um Strandir, og síðan um Djúpið heim aftur til Isafjarðar. Eftir það lá leiðin suður um firðina og svo austur á bóginn, og ferðinni lauk í Reykhóla- sveit. Mér fannst mjög gaman í þessari ferð. Til dæmis er það minnisstætt þegar ókunnugir menn sögðu við mig með undr- unarsvip: Ert þú hún? Það virt- ist sæta nokkurri furðu að sjá með eigin augum þessa einu konu sem gaf kost á sér í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins. Ég varð margs vísari í þessari ferð. Ég hefði ekki viljað missa af henni fyrir nokkurn mun. Þarna fékk ég góða yfirsýn yfir málefni fjórðungsins, og ég vonaðist til þess að þetta yrði bara upphaf nánari kynna. Hvar sem ég kom var tekið ákaflega vel á móti mér. Ég er mjög þakklát fólkinu fyrir mót- tökurnar og fyrir þann hlýhug sem mætti mér. Ég er mjög þakklát öllum þeim sem studdu mig í þessari baráttu. S JÁLFSTÆÐISM AÐUR — KONA Þegar ég hélt af stað út í þessa kosningabaráttu, gerði ég það fyrst og fremst sem Sjálfstæðis- maður og sem einstaklingur, en ekki sem fulltrúi neins sérstaks hóps. En um það er lauk, þá var búið að gera mér það rækilega ljóst að ég væri fyrst og fremst kona, að ég væri fyrst og fremst samnefnari fyrir minnihlutahóp í vestfirskri pólitík. Við konur erum það vissulega. Tilgangur prófkjörsins var að kjósa í fjögur efstu sætin á framboðslista Sjálfstæðis- flokksins. Með því að gefa kost á mér í prófkjörinu var ég þess vegna að gefa kost á mér í eitt- hvert þeirra. Ég kvaðst ekki Framhald á bls. 24 Gleðileg jól! Farsœlt nýtt ár! Kjördæmisráð S j álfstæðisflokksins

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.