Vesturland

Árgangur

Vesturland - 01.12.1986, Blaðsíða 16

Vesturland - 01.12.1986, Blaðsíða 16
16 Stjómmálastarfi imnu er ekki lokið! \ Samtal við Hildigunni Lóu Högnadóttur um einkamál og stjómmál, fjöl- skylduna og flokkinn, framboð (og eftirspum) tíl Alþingis. Og um skattana. Það er miðvikudagur sautjándi desember. Morg- unninn er grámuskulegur og það rignir á ísafirði. Klakinn er aldrei hálli en í rigningu. Leiðin liggur upp á Seijalandsveg tíu. Ég ætla að heimsækja Hildigunni Lóu Högnadóttur og eiga við hana dálítið samtal fyrir jólablað Vesturlands. Svolítið um æviþráðinn og helstu störf. Um fjölskylduna og félagsmálin. Og kannski fleira. En áður ætla ég að segja nokkur deili á henni. Hildigunnur Lóa er fædd í Reykjavík árið 1949. Þó er hún vestfirsk í báðar ættir. Faðir hennar, Högni Torfason fréttamaður, er ættaður úr Strandasýslu. Guðbjörg H. Guðbjartsdóttir móðir hennar er fædd í Kollsvík utan við örlygshöfn, og að mestu alin upp á Patreksfirði. Hildigunnur Lóa er því vissulega vestfirsk, þó að hún hafi skroppið suður til að fæðast og alast upp. Þegar hún var á öðru ári, fór faðir hennar til starfa í Kaupmannahöfn. Þar var heimili hennar á þriðja ár, og í bernsku var danskan henni eins töm og móður- málið. Að Danmerkurdvölinni lokinni ólst Hildigunnur að mestu leyti upp í Kópavoginum. Foreldrar hennar voru þar á meðal frumbyggja bæjarins fyrir þrjátíu árum, og Högni starfaði á fréttastofu ríkisútvarpsins. En leiðin iá vestur á ísafjörð, þegar Hildigunnur var um fermingu. Nokkrum árum síðar fann hún þar mannsefnið sitt. Heimili var stofnað, hús reist, börn fædd í heiminn og alin upp. Eins og gengur. Eiginmaður Hildigunnar Lóu er Hans Georg Bær- ingsson málarameistari. Þau eiga þrjú börn, sem heita Hilmar Þór, fris og Halldór Högni. Hildigunnur hefur unnið mikið að félagsmálum. Einkum á tveimur sviðum. Annars vegar hefur hún látið til sín taka málefni fatiaðra og þroskaheftra. Nú er hún formaður Styrkt- arfélags vangefinna á Vestfjörðum og hefur starfað lengi í því félagi. Einnig á hún sæti í svæðisstjórn um málefni fatlaðra á Vestfjörðum. Og á liðnum árum hefur Hiidigunnur verið Bræðratunguheimilinu betri en enginn. Hins vegar hefur hún löngum tekið drjúgan þátt í félagsstarfi Sjálfstæðisflokksins. Núna situr hún m.a. í bæði fulltrúaráði og kjördæmisráði flokksins á Vestfjörðum. Það liggur í hlutarins eðli, að tómstundir á Hildi- gunnur bæði fáar og strjálar. En samt kemst hún einhvern veginn yfir að lesa ótrúlega mikið. Hún hefur safnað frímerkjum í þrjátíu ár. Garðrækt er henni hugleikin. Og hún er loksins byrjuð eins konar öld- ungadeildarnám í tónlist. En ég bið Hildigunni Lóu fyrst að segja frá ástæð- um þess að foreldrar hennar fluttust vestur á ísafjörð og frá störfum föður hennar hér ffyrir vestan. — Pabbi réðst hingað sem er- indreki Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum. Pólitíkin var þá (eins og kannski stundum enn) nokkuð róstusöm, og m.a. af þeim ástæðum var hann ráðinn til að vinna að málefnum flokksins í kjördæminu. Starfi hans fylgdu mikil ferðalög. Hann annaðist ritstjórn Vestur- lands og annað sem tilheyrði flokksstarfinu. ÁTTI HEIMA f SJÁLF- STÆÐISHÚSINU — Hvar áttuð þið heima á þess- um tíma? — Heimilið var á efstu hæð í Hafnarstræti 12, Sjálfstæðis- húsinu. Þar var mjög gest- kvæmt. Lífið þar var pólitík. Eins og samgöngurnar voru þá, var algengt að dvöl manna yrði löng. Það munar ótrúlega miklu á samgöngunum núna og þegar ég kom hingað fyrir tuttugu og þremur árum. — Hvernig fannst þér að fly.jast hingað? — I Kópavogi átti ég mjög góða skólafélaga og vini. Þaðan á ég góðar minningar. Þess vegna var erfitt að rjúfa þau tengsl og flytjast vestur. Samt held ég að Á fundi í Sjálfstæðishúsinu á Isafirði. ég hafi aðlagast mjög fljótt. Svo fór ég suður á vorin eftir skóla til að vinna í apótekinu í Kópa- vogi. Ég var svo heppin að fá vinnu þar þegar ég var 14 ára. LENGI í APÓTEKUM — Hvað tók svo við hérna þegar þú hættir að sœkja sumarvinnu suður? — Árin mín í apótekum urðu nú nokkuð mörg. Ætli þau hafi ekki orðið tíu, meira og minna, bæði fyrir sunnan og vestan. Ég lærði reyndar nokkuð til þeirra verka. Veturinn þegar ég varð nítján ára fór ég suður í skóla. Ég fór að afla mér starfsréttinda í apó- teki. Þetta var eins vetrar nám við háskólann og svaraði til þess sem er nú nám lyfjatækna. Þá var ég búin að vinna um tíma í apótekinu á ísafirði hjá Ásgeiri heitnum Ásgeirssyni. Hann hvatti mig til að fara í þetta. BOLUNGARVÍKURÁRIN Síðan bauðst mér starf, sem var mjög skemmtilegt og marg- ar minningar eru bundnar við. Það var hjá Ólafi Halldórssyni héraðslækni í Bolungarvík. Þá sáu héraðslæknar sjálfir um lyfjaafgreiðslu. Ólafur setti mig í að taka við apótekinu hjá sér. Ég keyrði á milli alla daga þegar fært var, og lenti oft í ýmsu á Óshlíðinni. Á vetrum gisti ég ósjaldan á heimili Ólafs og konu hans. Þau voru mér afar góð og hlý. Viðhorf Ólafs voru að ýmsu leyti mjög sérstök. Hann kenndi mér margt um lífið og tilveruna. Nú gæti ég ekki hugsað mér að keyra daglega milli ísafjarð- ar og Bolungarvíkur. Jafnvel þótt vegurinn sé nú orðinn allt annar en þá. Reyndar munaði minnstu að ég færi eitt sinn fram af, rétt hjá krossinum. Ég lenti þar í árekstri við mjólkur- bíl og bíllinn minn fór hálfur út af. Ég vissi að ég yrði að herða mig upp og halda áfram að keyra hlíðina, svo að ég fór heim hálfgrátandi á klesstum bílnum. Svo ók ég mina leið næsta dag eins og venjulega. — Hvernig kunnirðu við þig í Bolungarvík að öðru leyti? — Þar eignaðist ég marga vini og tengdist bænum sterkum böndum. Ekki spillti að afi minn, Torfi Halldórsson skip- stjóri, gerði út frá Bolungarvík á sínum yngri árum. Afi og amma bjuggu þar, en voru svo á ísa- firði í nokkur ár áður en þau fluttust suður um 1930. Pabbi er fæddur hér. Margt af eldra fólkinu í Bolungarvík mundi eftir afa mínum og ömmu. Ég minnist Bolungarvíkurár- anna sem sérstaks og góðs reynslutíma. Það var ótrúlegt tækifæri sem ég fékk til að spreyta mig við að koma upp apótekinu hjá Ólafi. Stofnuðuð þið Georg ekki heimili um þetta leyti? — Við trúlofuðum okkur árið 1968 og fórum að búa. Þá flutt- ist ég úr Hafnarstrætinu. En þá um veturinn var ég fyrir sunnan í skólanum. Við gengum svo í hjónaband árið 1970, og ég hætti að vinna í Bolungarvík þá í árslokin. BASLIÐ BYRJAR Þá hefst nýtt skeið í lifi okkar Georgs. Snemma árs 1971 eignast ég fyrsta barnið, og við förum að basla við að koma þaki yfir höfuðið. Árin á undan voru alveg ómetanleg, árin sem við vorum ein, áður en kom að kafla barneigna og húsbygg- ingar á lífsbrautinni. Þetta voru að vissu leyti ár frelsis, og þau eiga sérstæðan sess í minning- unni. Svo byrjaði baslið. Eins og hjá svo mörgu ungu fólki. Við áttum ekkert. Nema bjartsýni og hendurnar til að vinna með. Með það vegarnesti réðumst við í að byggja þetta hús. Fljótlega eftir barnsburðinn þurfti ég að fara að vinna aftur. Lífið gekk út á húsið og brauðstritið. Þetta var erfitt. Við byggðum mjög hratt, en þetta gekk einhvern veginn, enda þótt Georg væri líka í iðnnámi á meðan. Ég fór að vinna á ritsímanum og seinna gekk ég næturvaktir á loftskeytastöðinni. Ég vildi prófa eitthvað nýtt. Með hverju nýju starfi lærist eitthvað nýtt. Mér fannst góð reynsla að vera á símanum. En til þess að geta klárað húsið fór Georg til sjós að loknu iðnnáminu. Hann hafði reynd- ar verið á sjó áður. Þetta var í árdaga skuttogaranna á ísafirði. Georg fór á Guðbjörgina og var á henni í tvö ár. Á þeim tíma komumst við út úr mestu erfið- leikunum vegna húsbyggingar- innar. Á þessum árum voru tekjur sjómanna vissulega um- talsverðar. NEITAÐI AÐ VERA SJÓ- MANNSKONA Síðan var Georg eina vertíð með rækjubát ásamt bróður sínum. En mér féll ekkert allt of vel að vera sjómannskona, get ég sagt þér. — En veistu þá hvernig manni þínum fellur þessi mikla vinna þín utan heimilis í pólitík? Minnir hún ekki eitthvað á sjó- mennsku? — Já, ég veit hvað honum finnst. Hann hefur alltaf stutt mig í því sem ég er að gera. Annars hefði þetta aldrei geng- ið upp. Hann veit líka vel hvað um er að ræða, því að hann tekur mikinn þátt í pólitísku starfi sjálfur. Hann er ekki neinn aumingja Georg út af pólitísku vafstri mínu. — Og ekki varstu nú heldur sjó- mannskona til frambúðar. — Nei. Árið 1974 var annað bamið á leiðinni. Ég var harðá- kveðin í því að ég vildi ekki vera sjómannskona lengur. Ég neit- aði að ala bömin upp ein, eins og þessar konur verða að gera. Ég held líka að Georg hafi verið búinn að fá nóg af sjónum í bili, þó að hann sé mikill sjómaður í sér. Og síðan varð til hugmynd- in að stofna fyrirtæki og fara að vinna í sinni iðn. PENSILLINN Pensillinn er stofnaður árið 1975. Þeir voru í fyrstu tveir saman um fyrirtækið, Georg og Davíð Höskuldsson. Þá voru

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.