Vesturland

Árgangur

Vesturland - 01.12.1986, Blaðsíða 28

Vesturland - 01.12.1986, Blaðsíða 28
28 Pll Jarðgöng við Leirvík sem tengja byggðina þar við hinn kunna stað Götu. Þau eru 2,2 km löng og tvíbreið og upplýst. Takið eftir ferjuhöfninni sem er þarna fremst á myndinni. Hún var gerð úr efni því sem myndaðist við jarðgangna- gerðina. veg sem liggur inn hlíðina fyrir innan Leirvík og inní Fugla- fjörð en sá vegur er orðinn var- hugaverður fyrir þungaflutn- inga sem hafa aukist mikið á þessari leið. Gröfturinn úr þessum jarð- göngum var notaður til þess að byggja nýja ferjuhöfn í Leirvík og sést þar greinilegaa hversu mikið efni kemur úr slíkum jarðgöngum. Frá Leirvík er farið með nýrri og glæsilegri bílferju til Klakksvíkur sem er næststærsti bær Færeyja og er á eyju sem heitir Borðey. Áfram var ekið og er komið var út fyrir bæinn í Klakksvík komum við að jarðgöngum sem liggja til Árnafjarðar og eftir 100 til 200 metar akstur er komið að öðrum jarðgöngum sem liggja frá Ámafirði og yfir í Hvannasund og er þar farið yfir brúað sund yfir á Viðey. Þessi tvö jarðgöng eru samtals um 3.800 mtr. löng. Þarna fengum við að sjá að- stæður sem eru mjög svipaðar og hér, það er leiðin frá Tungu- dal í Botnsdal og frá Botnsdal í Breiðadal. Síðar þennan dag skoðuðum við jarðgöng í byggingu. Þau eru á eyju rétt fyrir norðan Klakksvík sem heitir Kúney og liggja jarðgöngin þvert í gegn- um eyjuna um 3.055 m. og koma munu byggð hinu megin á eyjunni þar sem búa um 60 manns í akvegasamband, en á Kúney búa um 130 manns. Þessi framkvæmd með vega- lagningu, brú yfir sundið er á- ætlað að kosti um 200 milljónir danskra króna, eða um 1,1 milljarða íslenskra króna. Fyrir vestan Kúney er eyja sem heitir Kalsey. Þar eru um 150 íbúar og til þess að þessi eyja fari ekki í eyði hafa þeir á síðustu árum byggð fimm jarð- göng á eyjunni sem eru samtals 5.426 m. löng og tengja saman allar byggðirnar á eyjunni, en út í hana verður að fara á bát. Með í þessari ferð voru Tómas Arebo þingmaður og verkfræðingur frá landsverk- fræðingi og sögðu þeir frá því helsta sem fyrir augun bar í þessari skoðunarferð. Þegar hugað er að jarð- gangagerð í Færeyjum verðum við að gera okkur grein fyrir því sem er öðruvísi þar heldur en hér heima. Vegalengdir milli þéttbýlis- kjama eru yfirleitt stuttar og vegakerfið á öllum eyjunum er aðeins um 450 km samtals, en til samanburðar má geta þess að vegakerfið hér á Vestfjörðum einum er talið vera um 1.300 km. og eru það stofn- og þjóð- brautir fyrir utan sýsluvegi sem eru nokkur hundruð kílómetrt- ar hér á Vestfjörðum. Þeir eru mjög landlitlir og leggja mikla áherslu á að halda öllum byggilegum stöðum í byggð og til framleiðslu á mjólk og öðrum landbúnaðarafurð- um, en á síðustu árum hafa þeir í fyrsta sinn verið sjálfum sér nógir með landbúnaðarafurðir. Eins og fram hefur komið hafa Færeyingar verið að byggja jarðgöng frá um 1960 og til skamms tíma hafa það verið danskir verktakar sem hafa tekið þessar framkvæmdir að sér. Vinnu við tvenn fyrstu jarðgöngin var stjómað af i's- lenskum verkfræðingi. Síðustu árin hafa Færeyjingar sjálfir séð um allar framkvæmdir og segj- ast munu gera það framvegis. I Færeyjum eru nú til tveir borvagnar og eru þeir að kaupa þann þriðja, sem verður mun fullkomnari en þeir sem til eru fyrir. Borvagnarnir eru mikil verk- færi sem geta borað með allt að fjórum borum í einu og eru borstangirnar 3 til 4,5 metra langar. Nýr borvagn kostar um 26 milljónir króna fyrir utan að- flutningsgjöld, samkvæmt því er okkur var sagt í Færeyjum. Þar sem við skoðuðum bygg- ingu jarðganganna í Kúney, var okkur tjáð að þar ynni um 20 manns. Það er unnið fimm daga vikunnar á tveimur 10 tíma vöktum. Á borvagninum vinna fjórir menn og eru 3—4 sprengingar á hvorri vakt. Til að hreinsa út úr göngunum eru notaðir fjórir vörubílar og eitt ámoksturstæki og eru sömu mennirnir á vörubílunum og vinna á borvagninum. Afköst eru um 50 til 70 metr- ar á viku og eru unnar um 45—46 vikur á ári þannig að með einu borgengi væri hægt að bora 2.500 til 3.000 metra á ári. Samkvæmt þeim upplýsingum sem okkur voru gefnar er kostnaður við fullgerð jarðgöng um 100 milljónir króna á hvern kílómetra en af því fer um 60% í sprengingar. Eftir að hafa þakkað gest- gjöfum okkar í Færeyjum fyrir velheppnaða heimsókn, kvödd- um við Færeyjar að sinni og á miðvikudag var flogið heim aftur. Það var tilkomumikil sjón að koma upp að suðaustur- landinu í heiðskíru veðri oggeta virt fyrir sér stóran hluta af landinu meðan flogið var yfir það. Eftir þesa ferð er mér ljósari nauðsyn þess að hafist verði nú þegar handa um jarðgangagerð hér á Vestfjörðum. Er þar efst á blaði jarðgöng frá Tungudal í Botnsdal í Súg- andafirði sem yrðu um 4,2 km. og yrðu í 110—140 m hæð yfir sjó og síðan jarðgöng frá Botni yfir í Breiðadal í Önundarfirði sem yrðu um 4,8 km að lengd. Myndu þessi jarðgöng gjör- breyta allri búsetu á þessu svæði og jafnvel geta snúið við þeirri neikvæðu byggðaþróun og fólksfækkun sem hér hefur átt sér stað á undanförnum árum. Til þess að þetta geti orðið að veruleika, þarf að fara þess á leit við Alþingi að á næstu 10 árum verði veittar árlega 250 milljónir króna til jarðganga- gerðar, sem verði viðbót við vegafé. Rétt er að benda á að vegafé er nú 'h milljarði minna á ári en áætlað var í langtímaáætlun um vegagerð. Ef helmingur þessarar fjár- hæðar fengist til jarðganga- gerðar væri hægt að gera 5 — 6 jarðgöng á næstu 10 árum. Og með sama framkvæmda- hraða mætti ljúka jarðganga- gerð hér á landi á fyrsta áratug næstu aldar. Óskum starfsfólki okkar og viðskiptavinum gleðilegra jóla, árs og friðar, og þökkum jafnframt samstarf og viðskipti á líðandi ári. RÍKISSKIP NUTIMA FLUTNINGAR Óskum starfsfólki okkar og viðskiptavinum gleðilegra jóla, árs og friðar, og þökkum samstarf og viðskipti á líðandi ári. TOEKNI Sindragötu 10 ísafirði Höfðabakka 9 Reykjavík Bolungarvíkur- kaupstaður sendir bestu óskir um gleðilega jóla- og nýárshátíð og þakkar árið, sem er að líða. Bæjarstjórinn í Bolungarvík.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.