Veiðimaðurinn - 01.12.1943, Blaðsíða 3

Veiðimaðurinn - 01.12.1943, Blaðsíða 3
NR. 4 VEIÐIMAÐURINN MÁLGAGN LAX- OG SILUNGSVEIÐIMANNA Á ISLANDI Ritstjóri: Jakob Hafstein, lögJrœÓingur, Tjarnargötu 10 A. Sími 5948, Box 1034 Afgreiðsla: Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonat Útgefandi: Bókoútgáfa Guójóns O. GuÓjonssonar Prentað í Víkingsprent h.f. 1943 Hallveigarstíg 6A - Sími 4169 \S)umari& 1943 er nú li&ið og laxveiðimennirnir búnir að leggja sinni. Margir eiga eflaust Ijúfar endurminningar um veiðiscelt sumar. ,,niður vopnin* að þessu Aðrir munu minnast hins En ,,aftur kemur v°r * daV‘, og þá getur svo farið, að veiðidísin leiði annan sér við hönd, en hún gerði áður. Eitt er þó víst, að hvernig sem „vertiðin* hefur gefizt hinum einstöku siangveiðimönnum í sumar er leið, þá munu þeir allir horfa fram í tímann og hlak.ka hl þess, er ,,sólin hœkkar sinn gang“ og ,,sindrar á sœgengna laxa“. Veiðimaðurinn heilsar ykkur öllum eftir sumarið og óskor ykkur til hamingju með árangur veiðinnar, hvort heldur hann var ,,stór“ eða ,,smár“. Eins og sjá má, er Veiðimaðurinn að þessu sinni sérstakjega að fe/nna fyrir ykkur hinar frœgu Borgarfjarðarár, þó að ekki hafi unnizt rúm til að rœða þœr allar i þessu hefti. En auk þess reynir hann og að afla sér fróðleiks um aðrar ár, sem til ávinnings og ánœgju mœtti verða veiðimönnum öllum. Það er eitt atriði, sem Veiðimaðurinn vill sérstaklega vekja athygli á, en það eru Veiði- bœkurnar. Komið hefur á daginn við söfnun fróðleiks og upplýsinga um laxveiðina í sumar, að víðast- hvar er vanrœkt algerlega að halda skrár eða veiðibœkur við árnar sem skyldi. Heimildir þœr og fróðleikur, sem veiðibœkurnar eiga að geyma, er ómetanlegur fjársjóður i rannsóknum um göngu laxins og háttu hans. Það er út af fyrir sig gott að vita, hve margir laxar hafa veiðzt í viðkomandi veiðiá yfir sumartímann. En það er alls ekjki nóg. Taka þorf greinilega fram ^yn laxanna, sem veiðast, þyngd, á hvaða beitu laxinn er veiddur, veiðistað, nafn veiðimanns, tímann, hvenœr veitt er og veðurfar. Því sárara er að vita til þess, að vanrœksla skuli eiga sér stað i þessum efnum, þegar vitað er, að landslög mœla svo fyrir, að slíkar skýrslur skuli fœrðar, og þar að auki er þetta svo að segja engin fyrirhöfn fyrir veiðimanninn. Þetta verður að gerbreytast i framtíðinni. Veiðimaðurinn vill hér með bera fram eftirfarandi: Veiðimálanefnd láti útbúa sérstakar veiðibœkur, sem skyldugt sé að hafa við hverja veiðiá og fœra nákvœmlega. Ber sérhverjum þeim, er hlut á að máli um rekstur ákveðinnar veiðiár að snúa sér til Veiðimálanefndar, og geti hann þar fengið veiðibók, sem hann síðan er skyldur að afhenda Veiðimálanefnd til varðveizlu vetrarlangt og til endanlegrar geymslu, þegar bt5fcin er þrotin, og fái hann þá aðra nýja i staðinn. — Með þessu œtti að vera tryggt að allur sá fróðleikur fengist, sem óskað er efir varðandi þœr ár landsins, þar sem laxveiði er stunduð, og jafnframt er séð fyrir því, að hann sé saman kominn á einn stað ákveðinn tíma ársins. Veiðimaðurinn vœntir þess, að mál þetta verði tekið til gaumgœfilegrar meðferðar, og hanrt er sannfœrður um það, að giftusamleg lausn þess getur engum orðið nema til góðs eins og mikillar ánœgju. RITSTJ.

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.