Veiðimaðurinn - 01.12.1943, Blaðsíða 4

Veiðimaðurinn - 01.12.1943, Blaðsíða 4
/. V. HAFSTEIN: STÓRA-ÞVERÁ Þverárljóð Lax um Þverá þeytist þýtur byljagöng. Drengir kampakátir kyrja gleði-söng. Með maðk og flugu fríða og fallega veiðistöng gaman er að vera á Víghól vorkvöldin löng. Veiðin tekst þér varla 'i vatnsleysi og yl, því laxinn tœpast tekur er titrar geislaspil. Betra er því að bíða unz breytir eitthvað til; Og þá skulum við reyna að renna í Rauðabergshyl. Lax á bakka liggur, leik er hætt um sinn. Fanst þér ekki fengsæll og fallegur strengurinn? Yrir ögn úr skýjum og úði vætir kinn. Nú er gott að vera á Víghól vinurinn minn. J. V. HAFSTEIN. — (Kjarrardalsá) Stóra-Þverá í Borgarfirði er ein- hver lengsta laxveiðiá á íslandi. Mað- ur gæti látið sér detta í hug, að nafn- gift hennar væri af þeim rótum runn- in, því að ekki er hægt að segja að vatnsmagninu „sé fyrir að fara“. Ann- ars er hún á herforingjaráðskortinu nefnd Kjarrardalsá, og þykja allar lík- ur, umhverfi og annað, benda til þess, að það sé hið rétta nafn árinnar. Hún á upptök sín í vötnunum á Tví- dægru og rennur í Hvítá rétt við Hamraenda. Eins og áður var gefið í skyn, er Þverá fremur vatnslítil og því mjög auðvelt að veiða hylji hennar og strengi Það er reyndar ekkert, sem er leynd- ardómsfult við Þverá, nema eitt — að vísu verulegt atriði — en það er, hve fádæma fiskisæld er í ánni. Og það er nú orðin staðreynd, að Þverá sé einhver allra mesta veiðiá landsins, og er þá ekki „í kot vísað“, því að margar eru þær góðar. Hún er líka eftirsótt og mik- ið til hennar lagt. Ég hygg að það, sem mestu veldur í þessum efnum, sé einkum tvennt: engar fyrirstöður eru í ánni, hvorki fossar né fallþungar flúðir og hryggn- ingarskilyrðin eru með afbrigðum góð. Svo er líka vert að minnast þess, að um margra ára skeið var hún leigð er- lendum veiðimönnum, sem níddust ekki á hyljunum frá morgni til kvölds með maðk, heldur stunduðu veiðina 2

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.