Veiðimaðurinn - 01.12.1943, Blaðsíða 37

Veiðimaðurinn - 01.12.1943, Blaðsíða 37
Minkaplágan Minkarnir, þessi grimmu gráu nag- dýr, virðast fagna miklu fylgi í sölum Alþingis. Menn eru kannske út af fyr- ir sig ekki mjög hissa á því. Hin prúða sveit, er fyllir sali þingsins, er búin að gera menn svo oft hissa, að menn eru nú orðið jafnvel hættir að verða hissa. Villiminkar hafa sést við ótal marg- ar ár og fiskivötn hér á landi, og það er ástæða til að ætla að plágan útbreið- ist, rétt eins og þegar tala Alþingis- manna var aukin, en ekki endurbætt. Bændur, sem hlunnindi eiga að ám og fiskivötnum, fagna ekki minkaplág- unni. Þeir fyrirlíta mörðinn gráa. Stangveiðimenn skilja hættuna, sem af merðinum stafar. Þess vegna fagna þeir áliti Arna Friðrikssonar fiskifræð- ings, sem hann sendi landbúnaðarnefnd Alþingis, eftir ósk nefndarinnar sjálfr- ar, þar sem hann lagði til að minkun- um yrði útrýmt og minkaeldi bannað. En allt kom fyrir ekki. Framsýni Péturs Ottesens, þing- manns Borgfirðinga, varð að lúta fyrir skammsýni meirihluta neðrideildar Alþingis. Frumvarp hans um bann gegn minkaeldi var fellt — það var drepið — mörðurinn látinn lifa. Framtíðin sker úr um skaðræði mink- anna við ár og vötn á íslandi. Reynsla annars staðar og fróðleikur sérfróðra manna benda til þess, að lax og silung- ur hafi nú eignazt ærin óvin í vatna- löndum sínum, þar sem minkurinn er. En þessir silfurfögru og sporðhvötu lónbúar vita bara ekki, til allrar óham- ingju, að versti óvinurinn situr mak- indalega í eikarstólum Alþingis. Stœrsti laxinn, sumarið 1943 Heimir Sigurðsson í Garði í Aðaldal veiddi 34 punda hæng í Stefánskvörn í Laxá í Suðurþing. hinn 30. júlí á Black Doctor 4/0. Laxinn var nýrunn- inn. Stærsti laxinn sumaríð 1943. Spurningar Veiðimanninn langar til að leggja eftirfarandi spurningar fyrir lesendur sína, og vonast til þess að fá svörin sem allra fyrst, en niðurstöður af þeim verða birtar í vorhefti Veiðimannsins. 1. Hver álítið þér að sé skemmtileg- asta laxveiðiá landsins? 2. Hver álítið þér að sé bezta lax- veiðiá landsins? 3. Hver er eftirlætis flugan yðar? Veiðimanninum væri kærkomið, ef lesendur hans vildu senda honum skemmtilegar sög- ur, um einstaka veiðiviðburði, sem færu vel til birtingar á „Flugnasíðunni“. — VEIÐIMAÐURINN óskar lesendum sínum gleðilegra jóla og farsœls komandi árs. 35

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.