Veiðimaðurinn - 01.12.1943, Blaðsíða 8

Veiðimaðurinn - 01.12.1943, Blaðsíða 8
,,Hann er a' í Efra-Potti. eingöngu á maðkinn, og nota því mið- ur ekki annað agn, að slæma honum út í straumamótinn. Hann fær þá allt- af einn eða tvo laxa. Spölkorn neðan við Aquarium sam- einast Krókavatnsá Þverá og eykur hún vatnsmagnið að mun. En lax geng- ur ekki í Krókavatnsá. Rétt neðan við ármótin er Sigurhylur, sem ekki ber nafn með rentu. Við förum hér hægt, vegurinn er vondur og varasamur og því berta „að hafa fætur fyrir sér og fara gætilega“. Það er líka ástæðulaust að flýta sér um of, því að hér eru pollar í ánni víða, sem lax getur legið í. Þegar við komum í hæðarsporðinn vestan við Aquarium og sjáum hvar Lambá og Þverá mætast, vill Brúnn beygja upp með Lambá. Það eru elli- mörk á klárnum að hann skuli láta sér detta í hug að við rennum í Lamb- árfoss, þegar einhverjir beztu veiðistað- irnir í Þverá eru á næstu grösum. Nú leggjum við yfir ána rétt ofan við ármótin, því að undir háa bakkanum að norðan, spölkorn neðar, eru tveir strengir, sem oftast gefa lax fyrri hluta sumars begar lónbúinn er í göngu. Strengir þessir eru nefndir eftir vel- þekktum veiðimönnum í Þverá, sá efri 6 heitir M. A. eif hinn neðri G. G. Kipp- korn neðar er farið af baki og áð við Efri-Rauðabergshyl, enda er nú klukk- an orðin 10 og matarlystin geysileg. Þér finnst ef til vill nöfnin á veiði- stöðunum all einkermileg. Ég er ekk- ert undrandi á því. En sannleikurinn er sá, að margur veiðimaðurinn, bæði frónskur og útlenzkur, hefur við Þverá dvalið og veiðistaðirnir sumir borið minjar þeirra í nafnfesti sinni. Aðrir eiga aldagömul nöfn, sem eiga rót sína að rekja langt að baki þess tíma, er stangaveiði tók að tíðkast í íslenzkum ám og vötnum. Morgunverðinn snæðum við í ró og næði og Brúnn gamli kemur og heimt- ar „sinn skammt“, rúgbrauðsneið og sykurmola. Og svo snúum við okkur að ánni aftur. Vatnsmagnið er nú orðið að mun meira en í Aquarium eftir að hinar tvær fyrrgreindu ár hafa sameinazt Þverá. Ain fellur í allþungum hvítfreyðandi streng fram í hylinn og ýrist upp um bergið sunnanmegin árinnar. Þetta er fallegur veiðistaður og laxinn á það til að taka um allan hylinn. Þó virðist yf- irleitt reynslan vera sú að ofarlega í hyljunum og strengjunum taki „silfri“ bezt. Það má heita að kafli árinnar milli Efri- og Neðri-Rauðabergshylja sé sam- fellt veiðisvæði, hylur við hyl og strengur við streng. Helztir eru Smala- strengur, Mið-Rauðabergshylur, Bykkja og Neðri-Rauðabergshylur, en einlæg- ir strengir á milli þeirra allra. Smala- strengur er tvískiptur, fallegur flugu- staður og frægur fyrir feikna veiði sem brezkur veiðimaður fékk þar morgun einn. Miðrauðabergshylur er ekki eins fallegur, enda ekki jafn fengsæll.

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.