Veiðimaðurinn - 01.12.1943, Blaðsíða 22

Veiðimaðurinn - 01.12.1943, Blaðsíða 22
Laxfoss. verður lítil aukning á vatnsmagni fyrr en kemur mjög neðarlega. Þar fellur Gljúfurá fyrir neðan Sólheimatungu í Norðurá. Hún er talsvert vatnsfall og hefur upptök sín í Langavatni. Tals- verð laxveiði er í henni og virðist fara vaxandi. Þar sem Gljúfurá fellur í Norðurá er einnig afrennsli úr svo- nefndu Hópi í sama ós. Hópið er gott silungsvatn. Telja má, að bezta stangaveiðisvæð- ið í Norðurá hefjist við Laxfoss og rétt neðan við hann. Þar eru allstaðar möguleikar á að „verða var“. Laxfoss er sviphreinn foss, ef svo mætti að orði kveða. Áin fellur þar í þrem kvíslum fram af bergsávalabrún. Nyrszta- og miðkvíslin bera aðalvatns- magnið en syðsta kvíslin er lítil. Auð- velt er að vaða yfir Norðurá á foss- brúninni, þegar vatnsmagn er ekki því meira. Klettar þeir, er greina fossinn í kvíslar, eru aðeins smá stapar. Neðan við Laxfoss eru aðallega þrjú ker og eru tvö þeirra í norðurkvíslinni en það þriðja í miðkvíslinni. Nyrzta kerið er all stórt og síðan 1930 hefir það borið nafnið Drottningarhylur en var venjulega kallað Laxfossker áður. Hlaut það nafnið við það, að Alexandrína drottning veiddi þar nokkra silunga. í miklum flóðum er oft krökt af laxi í þessu keri og stekkur hann þá alveg fast við land upp í fossinn en kemst venjulegast skammt, því að fossinn er þar mjög brattur. Djúp rás er sunnanvert í norður- kvísl fossins og fellur vatnsflaumur þar í fallegri lóðrétti bunu, ca. 1,5—2 metra hárri, ofan í næsta ker, sem er mjótt en djúpt og langt. Enda stekkur laxinn þar tvímælalaust fegurstu stökk, sem sjást við Laxfoss. En við- námið er ekkert uppi í rásinni og fær laxinn því ekki staðizt straumkastið um leið og hann skellur upp 1 rásina og sópast jafnharðan niður aftur. Sunnan við bergið, sem almennt er kallað Hausinn, er djúpt ker, svonefnt Nikulásarker. Það stendur undir öllu straumkasti miðkvíslarinnar. Nikulás- arker er annálaður netaveiðistaður frá gamalli tíð og er eign Stafholtskirkju. Eftir að laxveiðilöggjöfin nýja kom til sögunnar, hefur netaveiði lagzt þar al- gerlega niður. Laxfoss var líka sprengd- ur ofanvert við þetta ker og hefur það sennilega bætt nokkuð laxgönguna ofar í Norðurá, þótt mér sé nær að halda, að gagnið sé minna en skyldi. Meginstraumfallið úr Nikulásarkeri og miðkerinu fellur saman á flúðun- um fyrir neðan. En afrennslið úr Drottningarhyl myndar sérstakan streng niður með klöppinni að norðan- verðu og ofan 1 Gaflhyl, er tekur við fyrir neðan. Vatnaskil eru þó ekki á milli þessara strengja. í þessum strengj- um veiðist oft vel. Lax, sem hefur þreytt sig á fossinum, lætur berast til baka ofan í strengina og stundum al- veg ofan í Gaflhyl. Gaflhylur er mjög djúpur hylur, sem lokast að ofan af þverhníptum hamra- brúnum, sem eru neðan við áðurnefnd ker. Að sunnan er sendin eyri, sem 20

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.