Veiðimaðurinn - 01.12.1943, Blaðsíða 17

Veiðimaðurinn - 01.12.1943, Blaðsíða 17
ÞÓRARINN SVEINSSON, lœknir: Um Norðurá í Borgarfirði i. Frá upptökum að Króksfossi. í lægðinni milli Holtavörðuheiðar og Snjóf jallanna, sem svo eru almennt köll- uð, upp á afrétti uppsveitar Borgarf jarð- ar, er lítið stöðuvatn, er Holtavörðuvatn nefnist. Allmargir lækir, stórir og smá- ir, falla í það, einkanlega ofan úr hlíð- um Snjófjallanna, en úr því fellur um mýrlendi djúpur lækur. Lækur þessi er upphaf Norðurár í Borgarfirði og má um hann segja, að „mjór er mikils vísir“. Eins og fyrr greinir fellur lækurinn, — þvi að vart er hægt að veita honum árheiti að svo komnu, — um mýrlendi, en brátt kemur hann í grýttan farveg og fær til viðbótar fleiri og fleiri smá- sem hafði slegið niður á vatnið í rokinu. Áður en Gullárlaxinn gat áttað sig, þaut félagi hans sem örskot upp úr hylnum og greip hinn lostæta bita. Gullárlaxinn hafði séð hættuna, en ekki nógu snemma. Hann hafði oft varn- að henni að grípa flugurnar, því of marga kynbræður sína hafði hann séð grátt leikna sakir slíkrar ógætni. Þetta var aðeins stutt glíma. Eftir stundarfjórðung var ,,hún“ horfin, dregin gapandi og hálfdauð upp úr hylnum. Á jólaföstu fór einmana, grindhoraður lax út úr ósnum á Gullá. Hann var dökkur og ljótur, dapureyg- ur og hriggur. Heuin hvarf vonsvikinn og þreyttur út í hið saltbláa sævardjúp. L. M. læki ofan úr Snjófjöllum og Sæluhúss- heiðinni og smáseytlur úr Holtavörðu- heiðinni. Verður því strax um talsvert vatnsmagn að ræða, svo að Norðurár- heitið verður bráðlega að veitast að verð- leikum. Þegar niður hjá svonefndum Heiðar- sporði kemur, en hann myndast af Norð- urá að norðvestan og Austurá, sem fell- ur í Norðurá, að suðaustan, fær Norðurá talsverða vatnsaukningu: Að vestan Búr- fellsá hina fremri, en Austurá að aust- anverðu. Búrfellsá er mjög lítil á, en Austurá getur orðið talsvert vatnsmik- il. í henni e'r hár foss, Austurárfoss, skammt frá áramótunum og er hann ekki laxgengur. Allmiklu neðar fellur Búrfellsá neðri að vestanverðu í Norðurá, og er lítið vatnsfall. Hjá Fornahvammi rennur Hvassá að vestan í Norðurá og er allmikil á, sem oft var ferðamönnum illur farartálmi. Hún er skammt fiskgeng, því nokkurn spöl uppi í gljúfrunum fyrir ofan Forna- hvamm er mjög hár foss í ánni, er hindr- ar fiskgöngu til fulls. Miklu neðar, skammt fyrir fratnan Sveinatungu, kemur Hellisá að austan í straumkasti í Norðurá. Hún er allmikil á og hefur oft á haustum verið „Þránd- ur í götu“, þegar safnið er rekið tú retta úr afréttalandinu. Áin á upptók rín í Gíslavatni, sem er talsvert silungsvatn í lægð austanvert við svonefndar Hf-llis- tungur. Norðurá er nú orðin allvatnsmikil, þegar hér er komið sögu, og mjög vel

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.