Veiðimaðurinn - 01.12.1943, Blaðsíða 14
En hvað um Ármótakvörnina, spyrj-
um vér?
„Hún er rétt ofan við ármót Stóru-
og Litlu-Þverár“.
Báðir eru þeir félagar sammála um
það, að lax standi þar lítið við, en að
oft geti fengizt þar góð veiði, þegar
„fiskur“ sé í göngu.
En nú virðast þeir sækja í sig veðr-
ið, eins og þá langi til að segja frá ein-
hverju stóru; einhverju, sem sannar-
lega verðskuldi að um það sé talað.
Jú, jú! Það er Klapparfljótið sem
næst verður á vegi okkar.
„Þessi hylúr er einhver allra bezti
veiðistaðurinn í allri Þverá, og bregzt
aldrei.
Nafn sitt dregur hann af klöpp
norðanverðu við ána, sem teygir sig út
í hylinn. Þarna er mikil náttúrufegurð,
kjarr og skógur að norðanverðu en dá-
samelg fjallasýn til suðurs og austurs.
Einkirm er straumfall hylsins ákjósan-
legt fyrir flugu, segir Hallgrímur, en
Magnús heldur því fram, að líka „megi“
veiða þar á maðk. Báðir eru þó sam-
mála um, að þetta sé „Paradís“ Neðri-
árinnar.
Klapparfljótið hafði breytzt nokkuð
síðastliðið vor, sem álitið er af fróðum
mönnum að sé til hins verra, en samt
sem áður reyndist hylurinn góður og
stöðugur veiðistaður 1 sumar.
Það mun yfirJeitt reynast svo, að
fremur vænn lax fáist úr Klapparfljót-
inu.
Næst komum við að Þórunnarhyl, en
á milli Klapparfljótsins og hans er
smá-strengur, sem Mjóstrengur nefn-
ist; lítt veiðandi nema þegar „lágt“ er
í ánni.
Þórunnarhylur er gríðar stór og
mikill hylur, sem þótti afar góður
veiðistaður áður fyrr. Hann er jafn
veiðandi að sunnan- og norðanverðu ár-
innar. Lítið mun hafa aflazt úr hylnum
undanfarin ár en þó nokkuð misjafnt.
Hylurinn er talinn mjög ákjósanlegt
riðsvæði.
Þá tekur við alllangt veiðistaðalaust
svæði árinnar, en næst komum við að
Drangshyl. Þetta er fremur lítill hylur
um sig en afar djúpur. Talinn er hann
fremur lélegur veiðistaður.
Mjög skammt frá Drangshyl og
beint niður af Arnbjargarlæk er Gellir,
sem um tíma var álitinn einn allra
bezti veiðihylurinn í allri Þverá frá
upptökum til óss. Breytti hann sér svo-
lítið í vor til batnaðar og veiddist því
betur í honum í sumar en undanfarin
ár.
Réttarkvörn er næsti veiðistaður,
sem við komum að. Hylurinn er und-
ir háu bergi sunnan megin árinnar og
er því betra að veiða hylinn að norð-
anverðu. Girðingarstrengur er nokkru
neðar og gefur hann oft góða sjóbirt-
ingsveiði.
Nú nálgumst við veiðimannahúsin að
Melshúsum. Rétt fyir ofan þau er Hús-
kvörnin og þvínæst Steinahylur, beint
niður af Melshúsum, og þótti hann
löngum ágætur veiðistaður. Hann er
fremur grunnur efst, en dýpkar með-
fram bergi austan megin árinnar.
Steinahylur hefur ekki reynzt sem
skyldi undanfarin ár.
Síðan má heita að veiðistaðalaust sé
í ánni þar til komið er að Lundahyl.
Hann er gríðar mikill hylur undir
brúnni, þar sem farið er yfir Þverá.
Má oft sjá af brúnni lax í gríðar
mikilli mergð í hylnum, enda reynist
han tíðum mjög fengsæll veiðistaður.
Klappir skaga fram í hylinn víða en á
milli þeirra er sand- og malarbotn. Á-
kjósanlegt „laxaland“. — Einhver allra
12