Veiðimaðurinn - 01.12.1950, Síða 13

Veiðimaðurinn - 01.12.1950, Síða 13
ir að konurnar gefa karlmönnunum ekki eftir, ef þær fara út í veiðiskap- inn, og má í því sambandi minna á, að það var kona, frú Soffía Sigurjónsdótt- ir, sem veiddi bikarlaxinn 1949. Laxar á flugu. Þá hefur til gamans verið athugað í nokkrum veiðibókunum, hve marg- ir fiskar veiddust á flugu. Laxá i Aðaldal: Af 1043 löxum veiddust 316 á flugu. Norðurá: Af 622 veiddust 239 á flugu. Bugða: Af 116 veiddust 54 á flugu. Laxá i Kjós: Af 682 veiddust 236 á flugu. Miðjarðará: Af 612 löxum voru aðeins 102 á flugu. Elliðaárnar: Af 960 voru 536 veiddir á flugu. Eins og sjá má af framangreindum tölum, skipar fluguveiðin ekki þann sess, sem henni ber, hjá íslenzkum veiði- mönnum ennþá. Sem kunnugt er, má ekki veiða á annað en flugu í efri-hluta Elliðaánna. Árangurinn er sá, að meira en helming- ur af allri veiðinni í þeirri á er á flugu. og er þó veiðin þar hlutfallslega eins mikil og annarstaðar. Það er t. d. mjög illa á haldið, að í Norðurá skuli ekki nema rúmur þriðj- ungur veiðinnar vera á flugu, eins á- gæt fluguá og hún er. Sama er að segja um Laxá í Aðaldal. í Miðfjarðará er aðeins i/6 hluti á flugu. Það mætti vel hugsa sér að veiðimennirnir þar hefðu gripið til hennar í vandræðum — hafi orðið uppiskroppa með maðk, eða því- umlíkt! Ef ísl. veiðimenning á að verða sambæri- leg við það, sem er hjá öðrum þjóðum verður þetta að breytast. Það er enginn vafi á því, að fiskurinn tekur fluguna engu síður en maðkinn á miklu fleiri stöðum en margir halda. Og menn verða að láta sér skiljast það, að sportveiði er jluguveiði. Að lokum skal þess getið, að fram- anritaðar skýrslur eru frá skrifstofu veiðimálastjóra, og kann blaðið Einari Hannessyni, starfsmanni þar, beztu þakkir fyrir lipurð hans og hjálp í þessu efni. Hann: (upp úr svefninum) „Þetta er sú lag- legasta, sem ég hef krækt í ennþá. Sérðu hvað hún er stinn og bústin. Hún Dóra ætti að sjá hana, þá er ég viss um að hún mundi skilja mig.“ Dóra: „Mig langar hvorki til að sjá hana né skilja þig, og vaknaðul" Hann: (hrekkur upp). „Af hverju varstu að vekja mig, góða mín? Mig var að dreyma að ég var að enda við að Ianda fallegustu hrygnu, sem ég hef nokkrum tíma séð.“ Dóra: „Ó þetta var svo ægilegt ,eins og þú sagðir það, að ég gat ekki þolað það, þó að það væri bara draumur." GUEÐILEG JOL! og gott nýtt ár. -•* Verzl. B. H. Bjamason. VvrniMAmrRTNN 11

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.