Veiðimaðurinn - 01.12.1950, Side 15
fram af kappi og fullri einurð við hvern,
sem í hlut dtti, og hikaði aldrei við að
benda á það, sem honum þótti aflaga fara
í stjórnarfari eða bæjarmálefnum, hvort
sem flokksmaður eða andstæðingur áttu
þar sök á.
Þó var Sigbjörn vinmargur og vin-
sæll maður, bví ljóst var að hér fór dreng-
ur góður og heill í huga.
Við fráfall Sigbjörns Ármann höf-
um við stangveiðimennirnir misst einn
af okkar beztu og traustustu forustu-
mönnum. Með ævistarfi sínu í þágu
stangveiðimálanna hefur hann reizt sér
óbrotgjarnan minnisvarða. Hann verður
áreiðanlega minnisstæður þeim fjölda
manna, sem kynni höfðu af honum, en
við vinirnir söknum hans, og þeir mest.
sem þekktu hann bezt.
M. J. Br.
ófarin á þeirri braut, en væri þó lengri
ef Sigbjörns hefði ekki notið við. — Því
var hann líka samherji okkar, þó að
hann keppti við okkur um umráðin yfir
veiðiánum. Hann var harður í horn að
taka, enda kappfullur mjög, en ávallt
drengilegur. Það er eftirsjón að slíkum
keppinaut sem hann var.
Við þökkum hinum látna heiðurs-
manni starf hans og brennandi áhuga,
en fyrst og fremst fordæmi hans, það, að
leitast við að skila hverri á, sem hann
kom nærri, betri en hún var þegar hann
tók við henni.
Sigbjörn var víkingur í íslenzkum
veiðimálum. Málefnisins vegna skulum
við vona, að hann hafi ekki verið „síð-
asti víkingurinn."
Gunnar J. Möller.
★
Mér þykir hlýða að láta fylgja þessum
minningarorðum um Sigbjörn heitinn
Ármann nokkur kveðju- og þakkarorð
frá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur. Við
lát hans á félagið á bak að sjá framsýnum
brautryðjanda, harðvítugum keppinaut
og traustum samherja.
Brautryðjandi var hann, því að hann
vísaði veginn til að gera íslenzkar veiði-
ár að því hnossi, sem þær geta orðið bæði
eigendum þeirra og þeim, sem veiði-
íþróttina stunda — veg ræktunar og auk-
innar veiðimenningar. Enn er löng leið
Amerískt veiðimannablað skýrði frá því fyrir
nokkru síðan, að talið sé, að veiðar með gerviflugu
hafi byrjað á þriðju öld, því að þá hafi Makedón-
íumenn veitt sérstakan, dröfnóttan fisk, sem auð-
sýnilega hafi verið silungur, f ánni Astraeus, á
gervibeitu, sem btiin hafi verið til tir ull og fjöðr-
um.
Ennfremur skýrði blaðið frá því, að fyrsta bók-
in um fluguveiðar hafi verið rituð af konu að nafni
frú Juliana Berners, á 15. öld, og f henni vísi
hún til annarra fiskibóka. Sé þvf auðsætt, að bæk-
ur um þetta efni hafi verið til fyrir hennar tíma.
(jL&ilecj' jól!
Bemhard Petersen. Ásgeir Ólafsson, Vonarstræti 12.
Veiðimaðurinn
13