Veiðimaðurinn - 01.12.1950, Síða 16
Landssamband íslenzkra
stangaveiðimanna stofnað.
Tildrögin að stofnun þessa sambands
voru þau, að Stangaveiðifélag Akraness
skrifaði stjórn Stangaveiðifélags Reykja-
víkur fyrri hluta ársins 1948 og benti á
nauðsyn þess.að félög stangaveiðimanna
stofnuðu með sér landssamtök.
Hinn 22. október 1948 var svo efnt til
fundar til þess að ræða stofnun væntan-
legs sambands, og var undirbúningsnefnd
þá kosin. í henni áttu sæti: Sæmundur
Stefánsson, F.gill Sigurðsson, Pálmar ís-
son, Sigbjörn ÁÁrmann og Þorgils Ing-
varsson. Nefndin aflaði sér ýmissa gagna
og naut í því ágætrar aðstoðar veiðimála-
stjóra. Leitaðist hún við að finna grund-
völl að lögum, sem öll félög stangxæiði-
manna, bæði fjölmenn og fámenn, gætu
sætt sig við. og studdist hún þar að
nokkru leyti við erlendar fyrirmyndir.
Hinn 11. maí 1949 var síðan aftur hald-
inn fundur að Hótel Borg, og lagði
nefndin þá fram niðurstöður sínar.
Urðu allmiklar umræður á fundinum,
en honum lauk með því, að nefndinni
var falið að starfa áfram og semja upp-
kast að lögum fyrir væntanlegt Lands-
samband íslenzkra stangveiðimanna og
boða síðan til stofnfundar er hún hefði
lokið störfum. Hinn 17. apríl 1950 sendi
hún bréf ásamt lagauppkastinu til allra
félaga og einstaklinga, sem líklegt var
talið að mundu vilja ganga í samband-
ið og boðaði jafnframt til stofnfundar
h. 27. maí 1950.
Sá fundur var haldinn að Hótel Borg
h. tiltekna dag og mættu þar fulltrúar frá
flestum félögunum, auk allmargra ein-
staklinga. Langar umræður urðu þar
um lagauppkastið og var því breytt
nokkuð, en undirbúningsnefndinni síð-
an enn falið að starfa áfram og boða til
framhaldsstofnfundar, er gengi endanlega
frá lögum sambandsins. og skyldu þá
hin væntanlegu sambandsfélög senda
fulltrúa á þann fund, samkvæmt ákvæð-
um lagafrumvarpsins, eins og nú hafði
verið frá því gengið.
Framhaldsaðalfundurinn var síðan
haldinn h. 29. okt. s.l. að Hótel Borg.
í byrjun íundarins tilkynnti fundar-
stjórinn (Sæm. Stef.) að áður en frum-
varpið yrði tekið fyrir til afgreiðslu,
14
Veiðimadurinn