Veiðimaðurinn - 01.12.1950, Síða 22

Veiðimaðurinn - 01.12.1950, Síða 22
straumlitlum streng, langt úti í ánni. Viðureignin var mjög æsandi, því að mér var ómögulegt að varna því, að línan þvældist utan í klettabeltin áður en ég næði fiskinum nógu nálægt mér. Eg vav að vissu leyti ansi hróðugur, m. a. vegna þess, að nokkrir Norðmenn lágu í sól- baði uppi á bakkanum og horfðu á mig. Ég hætti mér því dálítið lengra út, rak staf Englendingsins fast niður milli stórra steina og rakti niður svo mikið af línunni, að ég næði með kastinu út í miðjan strenginn, þar sem veiðivonin var mest. Og viti menn, það tók hjá mér tveggja-pundari í fyrsta kasti. En sagan er ekki öll — urriðinn strik- aði undan straumnum, svo að línan varð strax laus við klettana, sem hún hafði fezt á áður, og ég náði fiskinum fyrir- hafnarlítið niður á móts við þar sem ég stóð. Ég vissi að ég mátti ekki halda við hann þar og reyna að fikra mig til hans, svo ég fór að smá-draga þennan ólma urriða uppá móti stríðum straumn- um. Ég hef leikið þennan leik áður og hann hefur misheppnazt. Ég treysti á veiðarfærin, sem öll voru ný, auk þess sem ég vissi að vel stóð í honum. Það, sem hér þurfti með var þolinmæði — og ég uppskar launin. Ég leit sem snöggvast til Norðmannanna á árbakk- anum og sá að þeir voru staðnir upp og höfðu engu minni áhuga fyrir viður- eigninni en ég sjálfur. Það var því ekki laust við að ég væri dálítið hreykinn þegar ég renndi háfnum undir þennan fallega tveggja punda fisk. Ég, meira að segja, hálf snéri mér við — til þess að þeir gætu dáðst ennþá betur að mér — um leið og ég lyfti fiskinum upp úr vatninu. En þá rann hann út um gat á háfnum! Háfurinn var eini hluturinn í öllum útbúnaði mínum, sem ég hafði ekki keypt nýjan fyrir Noregsferðina. Ég hafði látið gera við hann í Frakklandi og fékk nú að kenna á því. í ákafanum sleppti ég stafnum, sem ég studdist við, steig eitt skref áfrarn. til þess að reyna að grípa fiskinn með hönd- unum, en sökk þá niður í holuna rnilli stóru steinanna. Og á sömu stundu lögð- urn við allir af stað, fiskurinn, háfurinn og ég, í Bjarmalandsferð okkar til At- lantshafsins. Það flaug eins og elding gegn um huga minn, að í vasa mínum voru 100 pund í ferðaávísunum, sem ég hafði fengið hjá útgefanda mínum, sem fyrirframgreiðslu upp í bók mína um Suður-Ameríku. Vatnið myndi afmá undirskrift mína. Ég buslaði því upp að klettarifi, fann að ég botnaði og að fisk- urinn var á ennþá. Ég býst við að Norðmennirnir hafi haldið að ég væri brjálaður. Ég hélt nefnilega áfram að fást við fiskinn, með línuna gegnum gatið á háfnum — og nú var urriðinn orðinn svo uppgefinn, að ég gat blátt áfram vafið netinu utan um hann. Því næst kraflaði ég mig upp að bakkanum. Norðmennirnir, sem höfðu brugðið við til þess að bjarga mér, sáu Gísli J. Johnsen. og gott nýtt ár. 20 Veiðimadurinn

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.