Veiðimaðurinn - 01.12.1950, Side 26
Ng bóU á ensUu
um íslenzluw veíðíúr.
Nýlega kom út á vegum Feiðasktáf-
stofu ríkisins bók eftir R. N. Stewart hers-
höfðingja, sem dvalið hefur hér á sumr-
um t ið laxveiðar öðru hvoru síðan 1912.
Hann er reyndur og margfróður veiði-
maður, hefur ferðazt um mörg lönd Ev-
rópu og Ameríku og \ eitt víða. Á íslandi
segist liann hafa veitt í seytján ám, en
auk þess veit hann skil á mörgum öðr-
um ám og vötnum. I.engst hefur hann
veitt í Hrútafjarðará, enda liaft hana á
leigu um nokkurra ára skeið.
Þetta er þriðja bókin, sem Stewert
liershöfðingi hefur ritað um lax- og
silungsveiðar. Hin fyrsta heitir „Casting
Around" og önnur „Experiment in
Angling and some Essays". Stór hluti
hinnar síðarnefndu er um ísland og veru
höfundarins hér. Ekki virðist honum þó
hafa þótt nóg að gert, því nú hefur hann
ritað 12 arka hók, eingöngu um ísland,
sem hann einhversstaðar nefnir „Paradís
veiðimannsins". Bók ]>essa hefur hann
tileinkað „hinum mörgu íslenzku haend-
um og veiðimönnum, sem átt hafa sinn
mikla þátt í að gera dvöl útlendra veiði-
manna hér ánægjulega."
Kristján F.inarsson framkv.stjóri ritar
formála að bókinni. Hún er prýdd mörg-
um myndum. prentuð á ágætan pappír,
og frágangur allur injög vandaður. Um
efni bókarinnar er það að segja, að hún
er yfirleitt skemmtilega rituð og hlýhug-
ur höfundar til lands og þjóðar er auð-
sær. Lýsingarnar á veiðiánum eru yfir-
leitt góðar, þótt ýmsir hafi sennilega
eitthvað við sumar þeirra að athuga, en
annaðhvort hefur atliyglisgáfa höfundar
eitthvað sljógvast á síðari árum eða hann
liefur ekki gætt þess, að breyta köflum,
sem hann kann að liafa ritað fyrir all-
löngu, um íslenzka háttu og veiðimenn-
ingu, því sumt af því, sem hann segir um
það, mundi hafa verið sanni nær árið
1930 heldur en 1950. Sem dærni má nefna
það sem hann segir (á bls. 40) um óþrifn-
að og hirðuleysi utanhúss á íslenzkum
sveitabæjum, og ekki verður endursagt
hér. Ég vil ekki rengja hann um, að hann
hafi séð þetta einhverntíma, á einhverj-
um stað, og þá líklega fvrir mörgum ár-
um, en því fer víðs fjarri, að það sé rétt
lýsing nú á umgengni og fegurðarþroska
íslenzks veitafólks vfirleitt.
f kaflanum um íslenzka veiðimenn,
sem líka er einn þeirra, er betur hefði átt
við fyrir 20 árum, segir hann t. d. (á bls.
148), að íslendingar noti yfirleitt aldrei
ífæru, telji hana gersamlega óþarft á-
hald, sem stórskemmi fiskinn. Afleið-
ingin sé svo sú, að komi þeir að veiði-
stað þar sem fiski verði ekki landað með
öðrum hætti, gangi þeir framhjá honum
og lofi laxinum að eiga sigl Ég geri ráð
24
VZIDIMABURINP