Veiðimaðurinn - 01.12.1950, Síða 33

Veiðimaðurinn - 01.12.1950, Síða 33
S.: „Þú verður að halda við hann . ..“ ].: „Þú verður að gefa honum eftir . . .“ inu niðurundan bænum. Þegar við vor- um nýkomnir upp úr bátnum bar þar að hjónin á Núpum. Þeir Sæmundur og Jón tóku þau tali og kynntu mig fyrir þeim, en tóku fram um leið, að þeir væru aðeins með tvær stengur og hvaða stöðu ég gegndi í ferðinni. Að svo búnu héldu hjónin leiðar sinnar, en veiði- mennirnir fóru að búa sig undir átökin við laxinn. Skiptu þeir nú með sér veiðisvæðinu, en bentu mér jafnframt á stað, hæfilega langt frá árbakkanum, þar sem ég skyldi sitja unz þeir þyrftu á mér að halda. Fóru þeir nú nokkrar umferð- ir, hvor um sitt svæði, án þess að fiskur liti við flugum þeirra, hvaða tegundir sem þeir reyndu. Höfðu þeir þá staða- skipti, en allt fór á sömu leið. Allt í einu tók ég eftir því, að Sæmundur gerði hlé á köstunum og horfði á Jón, eins og hann væri að virða fyrir sér einhverja nýbreytni í háttum hans. Eftir stundar- korn segir hann: „Nú hvað er þetta, Jón, þú ert bara farinn að kasta eins og maður!“ Aldrei þessu vant hafði Jón ekki svar á reiðum höndum. Sæmundur segir þá að þetta sé þýðingarlaust, og muni hann nú hvíla sig um stund og hugsa ráð sitt. Jón vafði þá upp á hjól- ið, leit til veðurs, gaut óhýru auga til ár- innar og labbaði síðan áleiðis til Sæ- mundar, en rétti mér stöngina um leið og hann gekk framhjá mér. Sæmund- ur kallar þá til hans: „Ertu orð- inn vitlaus maður! Ætlarðu að sleppa stönginni í hendurnar á honum?“ Jón VF.IDIMAÐURINN 31

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.