Veiðimaðurinn - 01.12.1950, Blaðsíða 41

Veiðimaðurinn - 01.12.1950, Blaðsíða 41
Að lokum mótmælir bréfritarinn ,,öllum ásökunum finu veiðimannanna þess efnis, að við sveitaveiðimennirnir séum svo miklir skussar og lagabrjótar i veiðimennskunni, að okkur sé varla heimilt að stunda hana.“ ★ Jæja, Úlfur minn. Ég hef nú birt hér allt, sem máli skiptir í bréfi yðar og engu breytt, nema stafsetningunni á stöku stað og nokkrum greinarmerkjum. Mér skilst að þér séuð sveitaveiðimað- ur. En þér eruð mjög ólíkur þeim veiði- mönnum, sem ég hef kynnzt, bæði til sjávar og sveita. Vilduð þér nú ekki hug- leiða eftirfarandi atriði um jólin?. 1. Ef þeir eru réttnefndir slæpingjar, sem veiða lax og silung á stöng, eru þeir það þá ekki jafnt, hvort sem þeir eiga heima í kaupstöðum eða sveitum? 2. Haldið þér að kaupstaðar--„slæp- ingjunum“ veiti af að vera úti í heil- næmu sveitalofti þennan hálfan mánuð eða þrjár vikur, sem þeir flestir fá í sumarleyfi? Og hafið þér nokkra trú á þeim sem kaupamönnum?! 3. Eru það ekki veiðifélögin í sveitun- um, sem selja árnar á leigu, og eru ekki sumir þessir sveitaveiðimenn, sem þér talið um, meðlimir í þeim? 4. Er það ekki nokkuð sterkt að orði kveðið, að strangir eftirlitsmenn séu við allar ár? En finnst yður það nokkuð at- hugavert, þó að leigutakar ánna hafi eftirlitsmenn við þær; og er endilega víst að því eftirliti sé eingöngu beint gegn ykkur? 5. Er það ekki yðar eigin hugarburð- ur, að kaupstaðabúar telji sveitaveiði- menn „skussa og lögbrjóta"? Ég hef aldrei heyrt neitt í þá átt. Snjöllustu veiðimenn, sem ég þekki, eru búsettir í sveitum. Ég hef aldrei séð eða heyrt orð- ið „sveitafýla" fyrr en ég las það í bréfi yðar, og sé einhver „fýla“ í sveitunum, þá er hún vafalaust ekki minni í kaup- stöðunum, og það skyldi nú ekki vera, að það væri m. a. hún, sem við erum að forðast þegar við leggjum leið okkar út í sveitirnar til þess að veiða. Reynsla mín af samkomulagi og samskiptum veiðimanna og sveitafólksins er á þá lund, að á betra verður ekki kosið. Ég hef aldrei orðið þess var, að við værum sveitafólkinu óvelkomnir gestir, og í mörgum tilfellum er þar um trausta, gagnkvæma vináttu að ræða. Ég held því, að þér séuð hjáróma rödd, og að sveitafólkið yfirleitt muni kunna yður litlar þakkir fyrir bréfið. En ég er viss um að þér hugsið og ritið allt öðru- vísi þegar þér eruð búinn að þvo yður, og það gerið þér vafalaust fyrir jólin. GLEÐILEG JÓL! Ritstj. FORSÍÐUMYNDIN er frá Laxá i Kjós. Veiðimaðurinn er Þórhallur Árnason, fulltrúi. Veiðimaðurinn 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.