Bændablaðið - 06.10.2022, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 06.10.2022, Blaðsíða 1
Kæru gestir. Það er okkur sem stöndum að sýningunni Íslenskur landbúnaður 2022 sönn ánægja að bjóða ykkur velkomin. Landbúnaðarsýningin sem haldin var í Höllinni 2018 sló öll aðsóknarmet. Þangað streymdi fólk alls staðar að af landinu sem sannar að íslenskur landbúnaður á djúpar rætur í þjóðarsálinni. Og eitt er víst að íslenskur landbúnaður nýtur enn meiri stuðnings meðal þjóðarinnar á tímum þar sem geisa plágur og stríð. Það er ekki aðeins að hér séu framleiddar landbúnaðarafurðir sem eru lausar við mengun úr jarðvegi og óhóflegar sýklavarnir heldur er það mikilsvert öryggisins vegna að hafa öflugan innlendan landbúnað. Undirritaður er handviss um að sýningin í ár mun vekja mikla athygli og gagnast landbúnaðinum á ýmsa vegu. Landbúnaður spannar allt landið og er afar mikilvægur í samfélaginu. Sjálfur held ég að greinin muni eflast í framtíðinni því að ungt fólk sækir í fjölbreytnina. Íslenskur landbúnaður er síður en svo einhæfur og getur byggt á sínu góða orðspori sem felst í hreinum og hollum framleiðsluvörum. Þá ber að hafa í huga að stöðugt opnast nýir markaðir fyrir heilnæmar landbúnaðarvörur. Neytandinn er betur upplýstur um innihald og uppruna matvöru í krafti alnetsins. Sá fróðleikur styrkir íslenskan landbúnað. Sýningin Íslenskur landbúnaður 2022 endurspeglar íslenskan landbúnað dagsins. Þar verður mikið af stórum og litlum tækjum bæði á úti- og innisvæði. Þarna verða allir helstu vélasalar landsins og þjónustufyrirtæki landbúnaðarins. Þá eru fyrirtæki sem tengjast ferðaþjónustu og húsbyggingum ýmiss konar áberandi. Rekstrarvörur verða kynntar og ekki síst framleiðsla bænda. Matvæla- og afurðafyrirtæki kynna einnig sínar fjölbreyttu og gómsætu afurðir svo fátt eitt sé nefnt. Að lokum er við hæfi að minna á að bændur eru vörslumenn landsins. Við eigum stórt og á margan hátt ósnert land. Slík gæði fara ekki fram hjá erlendum aðilum er búa við aðkrepptar byggðir og mengun hvers kyns. Þegar horft er til landsins okkar góða þá koma upp í hugann kveðjuorð Gunnars á Hlíðarenda í Gunnarshólma: Sá eg ei fyrr svo fagran jarðargróða, fénaður dreifir sér um græna haga, við bleikan akur rósin blikar rjóða. Hér vil ég una ævi minnar daga Alla sem guð mér sendir. Frá útisvæði Landbúnaðarsýningarinnar á Selfossi árið 1978. Mynd / Héraðsskjalasafn Árnesinga Sýningarskrá Stórsýning í Laugardalshöllinni Ólafur M. Jóhannesson, framkvæmdastjóri sýningarinnar Íslenskur landbúnaður 2022. 2022

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.