Bændablaðið - 06.10.2022, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 06.10.2022, Blaðsíða 21
Inni legar hamingjuóskir með Landbúnaðarsýninguna 2022 Afsláttarkóðinn MEME veit i r afs látt á hjólbörum með loft lausum dekkjum og hitablásurum í vefverslun al lan október á vpal lar. is Vinnupal lar • Smiðsbúð 10 • s . 7879933 • vpal lar. is • vpal lar@vpal lar. is Á Landbúnaðarsýningunni kynna Eldhústöfrar fjölnota matvinnslu- og eldavél, Thermomix, sem vinnur á við 24 hefðbundin eldhústæki og áhöld og léttir undir allri elda- mennsku. Thermomix m.a. saxar, malar, hakkar, þeytir, hrærir, blandar, hnoðar, maukar, steikir, sýður, gufusýður, hægeldar, gerjar og vigtar. Það er hagkvæmara og næringarríkara að elda heima frá grunni úr hráefnum sem maður velur sjálfur og með Thermomix þarf ekki lengur að standa yfir pott- unum og hræra og allt umstang og uppvask verður minna. Thermomix er framleitt af þýska fyrirtækinu Vorwerk sem á sér langa sögu við framleiðslu og hönnun hágæða heimilistækja. Thermomix kom fyrst á markað árið 1971 en hefur verið mikið þróuð í áranna rás. Vélin sem nú er í boði er mjög fullkomin, með nettengingu, stafrænum skjá og íslensku stjórnborði. Skref í átt að sjálfbærara eldhúsi Með Thermomix er hægt að taka skref í átt að sjálfbærara eldhúsi þar sem Thermomix hefur notkunarmöguleika 24 hefð- bundinna heimilistækja eins og áður sagði og því alger óþarfi að kaupa mörg smátæki í eldhúsið. Thermomix er m.a. vigt, blandari, töfrasproti, hrærivél, þeytari, hakkavél, hnoðari, barnamauks- vél, ketill, eggjasuðutæki, hrís- grjónapottur, gufusuðupottur og hægeldunarpottur. Bilanatíðni er mjög lág og 50 ára reynsla komin á þessa mögnuðu græju. Í Thermomix er hægt að elda á mörgum hæðum þar sem hægt er að elda t.d. súpu, kartöflur og annað grænmeti og fisk, allt á sama tíma. Thermomix er mjög öflug í allri vinnslu en tekur ekki til sín mikið rafmagn. Innbyggðar uppskriftir, skref fyrir skref leiðbeiningar á staf- rænum skjá og vikumatseðill sparar dýrmætan tíma. Við hjá Thermomix trúum því að það bæti almennar neysluvenjur að eiga gæðatíma við matseld og á matmálstímum. Með því að elda allt frá grunni og tileinka okkur góðar neysluvenjur getum við forðast að kaupa of mikið og henda mat. Það er svo auðvitað alger snilld að gera t.d. súpur og pottrétti í Thermomix úr slöppu grænmeti eða vörum á síðasta séns. Hægt er að fá innblástur fyrir fjölbreyttum hráefnum í uppskriftabankanum Cookidoo sem fylgir vélinni. Með því að kaupa grunnhráefni og elda allt frá grunni getum við t.d. dregið til muna úr innkaupum á tilbúnum vörum í plastumbúðum. Öll þessi litlu grænu skref eru mikilvæg. Næring og hollusta í fyrirrúmi Það er góð tilfinning að elda mat frá grunni og vita nákvæmlega hvað í honum er. Allar Thermo- mix uppskriftir eldast á kjörhita á kjörtíma með nákvæmri hita- og tímastillingu svo næringar- efni hráefnanna sem valin eru halda sér mjög vel. Eldamennskan með Thermomix einfaldar öll innkaup sem er ekki síst þægi- legt þar sem lengra er að fara í búð, eins og víða er raunin á landsbyggðinni. Fyrir þá sem vilja eða þurfa að vera á sérstöku mataræði, vegna óþols eða ofnæmis, forðast glúten, kolvetni o.s.frv. er mikil hjálp í uppskrifta- bankanum því hægt er að kalla uppskriftir fram eftir áhugasviði og þörfum. Thermomix er fyrir alla. Eldhústöfrar ehf. verða með bás á Landbúnaðarsýningunni í Laugar- dalshöll og hlökkum við mikið til að kynna Thermomix fyrir gestum sýningarinnar. Sjón er sögu ríkari! Einnig erum við með kynningar- fulltrúa víða um land sem aðstoða við uppsetningu og fyrstu skrefin með Thermomix. Þangað til bendum við áhugasömum á að skoða vefsíðuna eldhustofrar.is, uppskriftabankann cookidoo.internatioal, Facebook-síðu okkar Thermomix á Íslandi eða @thermomixiceland á Instagram. Eldað frá grunni á einfaldan hátt með Thermomix Björgvin Páll og fjölskylda nota Thermomix við eldamennskuna. Berglind og Rebekka taka vel á móti þér í Thermomix-básnum á Landbúnaðar- sýningunni

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.