Bændablaðið - 06.10.2022, Page 6

Bændablaðið - 06.10.2022, Page 6
 KYNNINGAR Bæ nd as am tö ki n Bændasamtök Íslands eru rótgróin samtök sem eiga rætur sínar að rekja allt aftur til ársins 1837. Alltaf hefur meginmarkmið samtakanna verið að bæta hag og kjör bænda og standa vörð um innlenda matvælaframleiðslu auk þess að vinna að framförum og hagsæld í landbúnaði. Bændasamtökin í núverandi mynd urðu til við sameiningu búgreinafélaga og Bændasamtakanna sumarið 2021 og standa bændur eftir sameinaðir í sterkari samtökum. Víðs vegar um land starfa búnaðar- sambönd sem og samtökin Beint frá býli, VOR og Félag ungra bænda og eru þau öll aðili að Bændasamtökunum. Hlutverk Bændasamtakanna er þannig orðið yfirgripsmeira en áður þó grunngildin standi enn óhögguð, að standa vörð um hagsmuni bænda og tryggja framboð innlendra matvæla. Höfuðstöðvar BÍ eru í Borgartúni 25, 4. hæð, í Reykjavík. Þá eiga og reka samtökin Nautastöðina á Hesti og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. Hjá Bændasamtökunum starfa nú um þrjátíu manns, fjölbreyttur hópur með ólíka reynslu og bakgrunn. Stjórn BÍ samanstendur af sjö bændum en formaður Bændasamtakanna er Gunnar Þorgeirsson og framkvæmdastjóri er Vigdís Häsler. Þau eru talsmenn samtakanna og koma fram fyrir þeirra hönd. Starfssemin greinist niður í fjóra meginþætti: • Samtökin beita sér fyrir bættum kjörum bænda á öllum sviðum. • Samtökin annast leiðbeiningaþjónustu og sinna faglegri fræðslu í þágu landbúnaðarins. • Samtökin annast útgáfustarfsemi og miðlun upplýsinga sem varða bændur og hagsmuni þeirra. • Samtökin annast ýmis verkefni fyrir ríkisvaldið og aðra aðila sem tengjast hagsmunum bænda og landbúnaði, veita umsögn um lagafrumvörp sem snerta landbúnaðinn og sinna öðrum verkefnum er varða hag bænda. Einnig gæta Bændasamtök Íslands að hagsmunum bændastéttarinnar og sameina bændur um að: 1. Móta stefnu í málefnum bænda og landbúnaðarins í heild. 2. Vera málsvari bændastéttarinnar gagnvart ríkisvaldinu og öðrum aðilum þjóðfélagsins sem stéttin hefur samskipti við. 3. Beita sér fyrir nýmælum í löggjöf og breytingum á eldri lögum er horfa til framfara og snerta bændastéttina og landbúnaðinn. 4. Fylgjast grannt með afkomu bænda og rekstrarskilyrðum landbúnaðarins og kappkosta með því að tryggja þeim lífskjör í samræmi við aðrar stéttir þjóðfélagsins. 5. Annast samningagerð af hálfu bænda, t.d. um framleiðslustjórn, verðlagningu búvara og kjör starfsfólks í landbúnaði. 6. Koma fram fyrir hönd íslenskra bænda gagnvart hliðstæðum samtökum erlendis og annast samskipti við þau eftir því sem ástæða þykir og tilefni gefast til. Bændasamtök Íslands Borgartúni 25, 4. hæð - 105 Reykjavík s. 563 0300, bondi@bondi.is www.bondi.is Bændasamtök Íslands bjóða gesti Landbúnaðarsýningarinnar velkomna á bás samtakanna í Laugardalshöllinni 14.–16. október 2022. Ko le fn isb rú in Bindingin kolefnis fer fram með orku sólarinnar og vatni, þ.e. ljóstillífun. Afurð ljóstillífunar er súrefni og kolefnisbinding í formi plöntuvaxtar. Tré eru stærstu lífverur á landi sem ljóstillífa. Aukin skógrækt á skóglausu landi hefur ýmiss konar annan ávinning en eingöngu kolefnisbindingu. Skógrækt er skref að sjálfbærni. Með skógrækt má einnig styðja við fæðuöryggi og matvælaframleiðslu, byggð sveita og heilnæmi þjóðar. Kolefnisbrúin vill bjarta framtíð bændur fyrir íslenska þjóð. Framkvæmdin Kolefnisbrúin er í eigu Landssamtaka skógarbænda og Bændasamtaka Íslands. Í samráði við bændur undirbýr Kolefnisbrúin ferlið við að kom upp skógi í þeim megintilgangi að binda kolefni sem verður vottað eftir aðferðafræði Skógarkolefnis. Fyrst er land metið með tilliti til mögulegrar bindingar. Það þýðir að gerð yrði áætlun fyrir svæðið. Í áætluninni kemur meðal annars fram hvaða trjátegund hentar í hvaða landgerð og hversu vel þær munu vaxa. Landið yrði svo gróðursett. Nokkrum árum síðar er vöxtur ungu trjánna skoðaður og mældur. Ef allt gengur samkvæmt áætlun má votta mælingarnar og selja það kolefni sem bundið er í trjábolunum. Ein kolefniseining er skilgreind sem eitt tonn af kolefni í föstu formi. Líkt og peningur er hver útgefin kolefniseining eins og ávísun á bundið kolefni í tilteknum skógi. Framtíðin Skógrækt hefur sannað sig á Íslandi. Þeir vaxa jafn vel og skógar á sömu breiddargráðu hjá nágrannaþjóðum okkar. Skógarauðlindin býður fjölbreyttan ávöxt. Segja má að skógur sé forsenda sjálfbærs lands því land með skógi gefur stöðugt og meira af sér en land án hans. Hér er átt við að skógur gefur skjól fyrir aðrar lífverur; bæði í skógarbotni sem og í nágrenni við hann. Í skjóli trjáa má betur rækta. Kolefnisbrúin á sér þá sýn að bændur framtíðarinnar rækti matvöru í skjóli skóga og búi þannig betur undir öryggi fæðu á Íslandi. Timburiðnaður mun einnig dafna og munu sveitir landsins njóta góðs af því í formi búsældarlegs landslags og fjölbreyttrar byggðar á ársgrundvelli um land allt. Nú þegar hafa Íslendingar fengið nasaþef af framtíðinni í formi viðarvinnslu, beitarskóga og annarra afurða úr skóginum. Básinn á Landbúnaðarsýningunni Á bás Kolefnisbrúarinnar verður fólk sem þekkir vel inn á kolefnisbindingu og þá möguleika sem eru í boði fyrir bændur. Þar verða einnig aðrar afurðir skógarins í öndvegi. Um land allt eru skógarbændur farnir að nota skóga sína og afurðir þeirra. Á básnum með Kolefnisbrúnni verða nokkrir þeirra þar sem þeir kynna sína starfsemi. Félag trérennismiða Félag trérennismiða á Íslandi er 27 ára. Félagsmenn eru 240. Tilgangur félagsins er að vera vettvangur fyrir hagleiksmenn sem nýta sér rennibekkinn við sköpun sína. Efniviðurinn er hvers konar tré, oft viður sem aðrir hafa hent og ekki talið nýtilegt. Trémunir eru heimilisprýði og Íslendingar þyrftu að vera duglegri við að nota mataráhöld eins og salatskálar, súpuskálar, meðdiska o.fl. Það er svo loftslagsvænt. Kaffispjallið er einn mikilvægasti þáttur félagsstarfsins. Maður er manns gaman. Skógarafurðir ehf. Skógarafurðir ehf. vinnur timbur eingöngu úr innlendum við. Fyrirtækið var stofnað 2014. Í dag er tækjakostur einn sá glæsilegasti á landinu enda hefur eftirspurn á íslensku timbri vaxið jafnt og þétt yfir árin. Fyrirtækið kappkostar við að útfæra alls konar sérlausnir fyrir viðskiptavini. Utanhússklæðningar, innahússpanell og parket eru orðin klassísk söluvara og gildir það um ösp, greni og lerki. Allt tilfallandi nýtilegt timbur er notað til kyndingar. Ilmur Ilmur hefur verið brautryðjandi í framleiðslu viðarperlna á Íslandi. Viðarperlur hafa verið notaðar um allan heim til upphitunar húsa. Viðarperlur henta vel hérlendis, sér í lagi á köldum svæðum þar sem jarðvarma nýtur ekki við og einnig þar sem rafmagnsöryggi er ógnað vegna veðurhams. Ilmur framleiðir einnig lífkol úr íslenskum við og girðingastaura. Margt er í burðarliðnum. Köngull Könglar er nýsköpunarverkefni sem hefur það að meginmarkmiði að nýta með sjálfbærum hætti íslenskar jurtir og skógarafurðir í gerð einstakra drykkja og lystaukandi afurða. Eitt af markmiðum verkefnisins er að þeir sem smakka Könglavörur upplifi eitthvað nýtt í íslenskri matarupplifun og það hvetji Íslendinga til að nýta náttúruna meir. Verkefnið eflir nýsköpun í matarhandverki, eykur nýtingu á íslenskum jurtum og skógarafurðum, stuðlar að sjálfbærni og eykur úrval íslenskra afurða. Hraundís Hraundís er fyrirtæki sem framleiðir hágæða ilmkjarnaolíur úr náttúru Íslands og þá aðallega úr barrtrjám. Framleiðslan fer fram í Borgarfirði og eru allar plönturnar handtíndar á svæðum sem hafa lífræna vottun frá Tún. Ilmolíur eru eimaðar úr plöntuhlutum, svo sem blómum, blöðum, rótum, fræjum, nálum, börk eða öll plantan notuð. 100°C heit gufa er leidd í gegnum plöntuna og við það losnar olían. Hraundís Guðmundsdóttir eigandi er ilmolíufræðingur frá Arizona og skógfræðingur frá LbhÍ. ORB ORB vinnur að gerð smáforrits í síma sem aðstoðar við úttekt skóga. Forritið er hugsað sem grunnur að þeirri upplýsingaöflun sem koma skal við úttektir og vottun skóga. Þannig getur skógarbóndinn sjálfur mælt skóga sína og látið votta. Forritið byggir á gervigreind sem les aðstæður í skógum, svo sem rúmmál trjáa, þéttleika og trjágerðir. Kolefnisbrúin Borgartúni 25, 4. hæð - 105 Reykjavík. www. kolefnisbru.is Kolefnisforði jarðarinnar er í ójafnvægi. Kolefnismagn í andrúmslofti nú á tímum er mun meira en var fyrir 100 árum. Þetta kemur til vegna brennslu á jarðefnaeldsneyti (olíu). Til að ná sams konar jafnvægi og var fyrir öld þarf annars vegar að stöðva olíunotkun úr iðrum jarðar og hins vegar að ná að binda það umfram magn sem nú er komið út í andrúmsloftið, aftur í fast form. Hluti af starfsfólki og stjórn Bændasamtakanna. Frá vinstri: Sverrir Falur Björnsson, Guðrún Birna Brynjarsdóttir, Björn Halldórsson, Gunnar Þorgeirsson, Þuríður Lillý Sigurðardóttir, Halla Eiríksdóttir, Höskuldur Sæmundsson, Reynir Þór Jónsson og Jón Örn Ólafsson. Herdís Magna Gunnarsdóttir og Vigdís Häsler standa fyrir aftan.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.