Bændablaðið - 06.10.2022, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 06.10.2022, Blaðsíða 8
 KYNNINGAR Di re kt a Direkta leggur áherslu á heiðarleika, traust og þekkingu í störfum sínum. Þær stöllur hafa víðtæka reynslu af ýmsum sviðum lögfræðinnar, þó með sérstaka áherslu á eigna- og stjórnsýslurétt. Samanlögð starfsreynsla þeirra á sviði þinglýsinga og fasteignaskráningar spannar áratugi, en þær hafa starfað m.a. hjá Þjóðskrá Íslands og sýslumannsembættum og fleiri opinberum aðilum, auk þess að sinna stundakennslu í Háskóla Íslands og Endurmenntun Háskóla Íslands. Fyrir stofnun fyrirtækisins höfðu eigendur áttað sig á að það var þörf á markaðnum fyrir sérfræðinga sem sérhæfa sig í fasteignamálum. Það var áskorun að yfirgefa öruggan faðm ríkisins og stofna eigið fyrirtæki og við blöstu alls konar áskoranir, en ferlið var þroskandi og skemmtilegt og reksturinn hefur dafnað vel. Starfsmenn Direktu þekkja ferlana við fasteignaskráningu og tengd verkefni vel. Þetta eru oft mjög flókin mál sem fólk gefst upp á. Þá er gott að geta sótt í reynslubanka Direktu þar sem allir eigendurnir hafa sérþekkingu á þessu sviði. Dæmi um mál sem Direkta sinnir er lögfræðileg ráðgjöf varðandi skráningu lóða og jarða, nýskráningu og samruna fasteigna, þinglýsingar, fasteignamat, brunabótamat, landamerki, landskipti, stærðarskráningu og skipulag. Einnig annast Direkta margvíslega skjalagerð sem tengist ofangreindu, sem og gerð eignaskiptayfirlýsinga. Eitt af skemmtilegri verkefnum Direktu er að ferðast um sveitir landsins til að hitta viðskiptavini og samstarfsaðila. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á að vera í miklu sambandi við fólk á landsbyggðinni og er í viðskiptum um land allt, enda eru landamerki og skráning fasteigna síður en svo bundin við höfuðborgarsvæðið. Fyrirtækið veitir ráðgjöf vegna útskiptinga lóða úr jörðum auk aðstoðar við ýmsa skjalagerð sem því tengist. Oft er fólk komið á þann stað með mál sín að við blasa dómsmál, sem geta verið góð og þörf út af fyrir sig, en stundum er mögulegt að komast hjá þeim. Því taka lögfræðingar Direktu oft að sér sáttamiðlun, því þetta eru persónuleg tilfinningamál sem snúast ekki eingöngu um steinsteypu og peninga, heldur það sem fólki er kært og hjartans mál, eins og húsið sem það ólst upp í eða jörðina sem það á. Einnig geta komið upp mál sem varða heiti jarða, húsa og fasteigna, og eru sömuleiðis gríðarleg tilfinningamál. Því er þessi málaflokkur hvorki þurr né kuldalegur, heldur mannlegur og tilfinningaþrunginn, og er lögð áhersla á að hjálpa fólki. Viðskiptavinahópurinn er traustur og hefur vaxið og dafnað síðan fyrirtækið var stofnað í ársbyrjun 2016. Leiðarljós Direktu er að geta veitt vandaða, persónulega og lausnamiðaða þjónustu. Margir lenda í því að rekast á vegg og ná ekki að klára málin því formkröfur eru flóknar og stjórnsýslan þung. Því hefur Direkta frá upphafi lagt upp með að gera gagn og hjálpa þeim sem þangað leita að ljúka málum sínum. Direkta hefur líka sérþekkingu í þinglýsingum og hefur að undanförnu veitt ráðgjöf við nýtt verkefni ríkisins um rafrænar þinglýsingar, sem er mjög spennandi verkefni og mikið framfaraskref. En meðan þinglýsingar er ekki orðnar að fullu rafrænar þurfa margir aðstoð við að útbúa skjöl til þinglýsinga, svo allt fari í réttan farveg, því margs konar formskilyrði þarf að uppfylla sem ekki allir kunna skil á áður en farið er með skjöl í þinglýsingu til sýslumanns. Direkta vinnur því vítt og breitt innan þessa sviðs, auk þess að sinna ráðgjöf vegna erfðamála, svo sem gerð erfðaskráa og uppgjör á dánarbúum. Hjá Direkta ráða konur ríkjum og una hag sínum vel. Það var hvorki stefna né fyrirfram ákveðið að Direkta yrði kvennavinnustaður en það æxlaðist þannig í byrjun og gæti allt eins breyst í framtíðinni. Það er notalegt andrúmsloft á stofunni og alltaf góð og sérstök stemning þar sem konur eru saman. Mikið er lagt upp úr persónulegum samskiptum, mjúkum höndum farið um skjólstæðingana og hlýlega tekið á móti fólki. Direkta tekur einnig þátt í nýsköpunarverkefninu Eignamörk þar sem fólk getur fært inn eignamörk sjálft með þægilegum hætti. Það er gaman að færa út kvíarnar og spennandi að taka þátt í samstarfi með sérfræðingum og skapandi fólki. Það er því ljóst að framtíðin er björt og mörg spennandi verkefni fram undan. Direkta er í Bæjarhrauni 22 í Hafnarfirði. Sími 571 8600. Sjá nánari upplýsingar á direkta.is Direkta lögfræðiþjónusta var stofnuð í byrjun árs 2016 og er í dag í eigu lögfræðinganna Ástu Sólveigar Andrésdóttur, Önnu Siggu Ellerup og Bryndísar Bachmann. Hjá þeim starfar svo Sunneva Reynisdóttir, sem léttir undir með rekstur skrifstofunnar. Direkta lögfræðiþjónusta og ráðgjöf tók til starfa í upphafi árs 2016 og hefur frá upphafi sérhæft sig í fasteignarétti. Eigendur Direktu eru lögfræðingarnir Ásta Sólveig Andrésdóttir, Sigríður Anna Ellerup og Bryndís Bachmann.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.