Bændablaðið - 06.10.2022, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 06.10.2022, Blaðsíða 12
 KYNNINGAR Gæði fyrir dýrin og þig! www.fodur.is www.fodur.is fodur@fodur.is FB Reykjavík Korngarðar 12 570 9800 FB Selfoss Austurvegur 64 a 570 9840 FB Hvolsvöllur Duftþaksbraut 1 570 9850 SENDUM UM ALLT LAND Hlökkum til að sjá ykkur á svæði Fóðurblöndunnar B-18 M at ís Markmið verkefnisins „Er grasið grænna hinum megin?“, sem hlaut nýverið styrk frá Matvælasjóði, er að hefja rannsóknir á þessu sviði á Íslandi og framkvæma grunnvinnu sem síðan er hægt að byggja á. Það er ekki hægt að yfirfæra niðurstöður frá Danmörku beint yfir á íslenskar aðstæður og því mikilvægt að framkvæma rannsóknir á þessu sviði hér. Prótein unnið úr grasi er hægt að nýta bæði sem fóður og fæði. Einnig hafa rannsóknir sýnt að hrat frá próteinvinnslu er nýtanlegt sem fóður. Í verkefninu verður sýnum af grasi safnað úr tilraunaræktun mismunandi yrkja og aflað þekkingar á próteininnihaldi og eiginleikum einangraðs próteins. Á Íslandi er til mikið af óræktuðu landi sem hægt væri að nýta í grasræktun til próteinvinnslu og auk þess hefur það jákvæð umhverfisáhrif að framleiða prótein hér á landi í stað þess að flytja það inn. Margrét Geirsdóttir, verkefnastjóri hjá Matís, leiðir verkefnið, en það er unnið í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands, Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Bændasamtök Íslands. Verkefnið er til eins árs og lýkur haustið 2023. Gæði og geymsluþol íslensks grænmetis Verkefnið Virðiskeðja grænmetis hófst hjá Matís árið 2021 með styrk frá Matvælasjóði. Verkefnið tók fyrir gæði og geymsluþol íslensks grænmetis, ásamt því að kanna ný tækifæri, til að mynda við nýtingu á hliðarafurðum. Verkefninu var stýrt af Ólafi Reykdal hjá Matís og lauk fyrir skemmstu. Niðurstöður hafa verið gefnar út í fjórum skýrslum sem hægt er að nálgast á vefsíðu Matís. Markmið verkefnisins var að bæta gæði, geymsluþol og minnka sóun í virðiskeðju íslensks grænmetis í þeim tilgangi að efla grænmetisgeirann á Íslandi með nýrri þekkingu og auka gæði framleiðslunnar. Meginviðfangsefni Verkefnisins voru geymsluþolsrannsóknir, athuganir á leiðum til að skapa verðmæti úr hliðarafurðum, og greining á leiðum til að draga úr rýrnun í virðiskeðjunni. Verkefnið gekk vonum framar og nú liggja fyrir nýjar hagnýtar upplýsingar sem nálgast má á vefsíðu Matís. Verkefnið hefur skilað aukinni þekkingu sem mun nýtast hagaðilum áfram. Auk þess hefur það leitt af sér tvö ný verkefni sem hafa hlotið styrk úr Matvælasjóði. Annars vegar verk- efni um áskoranir við pökkun grænmetis og hins vegar verkefni sem fjallar um verðmæti úr hliðarafurðum garðyrkju. Verkefnið Virðiskeðja grænmetis var unnið í samstarfi við Sölufélag garðyrkjumanna, deild garðyrkjubænda í Bændasamtökunum, Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, verslanakeðjuna Samkaup og fjölmarga garðyrkjubændur. Starfsstöðvar Matís eru á fimm stöðum hringinn í kringum landið. Aðalsímanúmerið er 422 5000. Netfang: matis@matis.is. Vefsíða: matis.is Mikil eftirspurn er eftir próteini á heimsvísu og fer hún stöðugt vaxandi. Það er því mikil þörf á að finna og nýta nýja próteingjafa. Einn mögulegur nýr próteingjafi er gras. Erlendis, sérstaklega í Danmörku, hafa verið framkvæmdar rannsóknir á sviði próteinvinnslu úr grasi með góðum árangri. Hér má sjá Ólaf Reykdal og Evu Margréti Jónudóttur frá Matís kynna niðurstöður verkefnis um Virðiskeðju grænmetis á Nýsköpunarvikunni 2022. Verkefni innan Matís hafa leitt af sér enn fleiri verkefni, t.d. um áskoranir við pökkun grænmetis og hins vegar verkefni sem fjallar um verðmæti úr hliðarafurðum garðyrkju.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.