Bændablaðið - 06.10.2022, Blaðsíða 15

Bændablaðið - 06.10.2022, Blaðsíða 15
MÆLINGAR HAFNAR Á LOSUN METANS FRÁ NAUTGRIPUM Metanlosun íslenskra búfjártegunda hefur verið áætluð í losunarbókhaldi Íslands til Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandsins. Út frá þeim útreikningum er talið að meðal íslensk mjólkurkýr losi um 94 kg af metangasi á ári sem gerir 2,4 tonn í CO2 ígildum. Þessar áætlanir byggja á stöðluðum aðferðum IPCC og taka ekki tillit til sérstakra landfræðilegra aðstæðna (ANR, 2020). Því er um að ræða almenna staðla sem gefa ekki nákvæma mynd af losun íslenskra nautgripa. Landbúnaðarháskóli Íslands og umhverfis- og auðlindaráðuneytið gerðu með sér samning sem tryggðu kaup og upp- setning á Greenfeed metanmælingar- búnaði sem mælir metanlosun frá búfé. GreenFeed búnaðurinn samanstendur af fóðurtrogi, staðsetningarskynjurum, kjarnfóðurskammtara, loftdælubúnaði og gasmælum. Kjarnfóður er notað til að lokka gripi í fóðurtrogið og á meðan þeir éta fóðrið er loft frá fóðurtroginu dregið að gasmælunum. Á þann hátt er hægt að mæla metan og koltvísýring frá andardrætti kúnna. Tækið skynjar staðsetningu gripsins í troginu sem eykur nákvæmni mælingana. Hver mæling tekur stuttan tíma (3-7 mín) en þær eru framkvæmdar nokkrum sinnum á dag yfir nokkurra vikna tímabil. Tækið er færanlegt og hægt að nota það við ýmsar aðstæður. Markmið rannsóknarinnar er að fá beinar mælingar yfir losun metans og koltvísýrings frá iðragerjun íslenskra nautgripa. Gert er ráð fyrir að tilraunin fari einnig fram á tveim öðrum búum. HVAÐ LOSAR JARÐVEGUR MIKIÐ KOLEFNI? Mikilvægt er að auka þekkingu á losun gróðurhúsalofttegunda frá landnotkun og bindingu kolefnis úr andrúmslofti á Íslandi svo hægt sé að bæta þau gögn sem liggja til grundvallar losunarbókhaldi Íslands, sem skilað er inn til Evrópusambandsins og Loftlagssamnings Sameinuðu þjóð- anna. Óvissa hefur ríkt um losunartölur frá landnotkun á alþjóðavísu, en með auknum rannsóknum má bæta þessar tölur og ná fram nákvæmari gögnum fyrir losunarstuðla. Efling rannsókna í loftslagsmálum og landbúnaði mun veita okkur betri skilning á raunverulegri losun gróðurhúsa- lofttegunda vegna landnýtingar og búfjárhalds á Íslandi og stuðla að því að landbúnaðurinn leiki lykilhlutverk þegar kemur að skulbindingum Íslands um að landið verði kolefnishlutlaust árið 2040. Landbúnaðarháskólinn hlaut styrk til kaupa á sérhæfðum færanlegum gas- greini til mælinga á metani. Tækið, sem heitir LI-7810 CH4/ CO2/ H2O Trace Gas Analyzer, mun nýtast vel við ýmsar langtímarannsóknir sem nú þegar eru í gangi við skólann, eins og áhrif hlýnunar jarðvegs á hálendi Íslands sem og í votlendisrannsóknum. Tækið gerir rannsakendum kleift að fram- kvæma fullkomnari kolefnisflæðismæl- ingar víðs vegar um Ísland, meðal annars langtímaáhrif hlýnunar á mismun andi tegundir óraskaðra vistkerfa. FÆÐUÖRYGGI Á árunum 2020-2022 hefur LbhÍ unnið tvö verkefni fyrir stjórnvöld varðandi fæðuöryggi Íslendinga. Fyrst skýrslu um stöðu fæðuöryggis á Íslandi sem birt var í febrúar 2021. Þar var gerð grein fyrir stöðu helstu þátta fæðuöryggis á Íslandi, með áherslu á að greina stöðu og þróun í sjálfsaflahlutfalli landsins í helstu fæðu- flokkum. Í skýrslunni kemur m.a. fram að hlutdeild innlendrar framleiðslu af markaði hefur minnkað frá árinu 2009, bæði fyrir plöntu- og dýraafurðir. Innlend framleiðsla á grænmeti var um 56% af markaðnum árið 2009 en um 43% árið 2019. Innlent kjöt var um 98% árið 2009 en var komið niður í 90% árið 2019, en 96% af eggjum og 99% af mjólkurvörum er framleitt innanlands. Í kjölfar þessarar skýrslu var skólanum svo falið að vinna tillögu að fæðuöryggis- stefnu fyrir Ísland. Tillögunum var skilað til matvælaráðuneytisins í maí 2022. Framsetning tillagnanna gerir ráð fyrir að sjálf fæðuöryggistefnan verði mótuð með formlegri hætti samhliða stefnumótun stjórnvalda á sviði matvælaframleiðslu sem nú stendur yfir í matvælaráðuneyti og í forsætisráðuneyti vegna neyðarbirgða. GETUR KORNRÆKT ORÐIÐ AÐ ATVINNU- GREIN? Stafshópur á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands vinnur nú að aðgerðaráætlun til eflingar kornræktar fyrir Mat- vælaráðuneytið. Verkefnið er umfangs- mikið en það má segja að höfuðáhersla þess sé fýsileikagreining um stofnun kornsamlags á Íslandi að erlendri fyrir- mynd. Stofnun slíks samlags hefði að markmiði að auka viðskipti með korn og tryggja bændum kaupendur af því korni sem þeir framleiða. Þá er einnig lögð mikil áhersla á eflingu plöntukynbóta í verkefninu, en gríðarlegar framfarir eiga sér nú stað í þeim efnum erlendis með tilkomu erfðamengjaúrvals og hátæknivæddra plöntukynbótamiðstöðva sem kynbóta- fræðingar telja að geta margfaldað erfðaframfarir í plöntum, bæði í tíma og nákvæmni. Starfshópurinn mun jafnframt hafa það að markmiði að skilgreina lágmarksbirgðir kornvöru í landinu, aðlaga stuðnings- og tryggingakerfi jarðræktar að því sem þekkist erlendis, og móta frumtillögur um eflingu bútækni og skjólbeltaræktunar og varna gegn ágangi fugla. Verkefnaskil eru áætluð 1. mars. TILRAUNIR SUMARSINS UPPSKORNAR Sérfræðingar jarðræktarmiðstöðvar hófu að þreskja föstudaginn 24. september. Tekin var byggyrkjatilraun sem staðsett er á melnum á Hvanneyri. Það er gott að taka fyrstu tilraun haustsins heima á Hvanneyri, því það er alltaf eitthvað sem fer úrskeiðis eða eitthvað sem þarf að rifja upp með vélarnar. Sem var aldeilis raunin á föstudaginn. Heilt yfir gekk ágætlega, tók lengri tíma en við áætluðum en allt gekk vel á endanum. Kornið leit heilt yfir vel út, en yrkin voru vissulega misþroskuð við skurð en það gefur okkur líka niðurstöður yfir hvaða yrki eru fljótþroska. Með yrkjatilraunirnar okkar tökum við heildaruppskeru úr hverjum reit, tökum sýni sem við þurrkum og tökum þurref- nishlutfall og svo mælum við rúmþyngd og þúsundkornavigt. Að auki tökum við ýmsar mælingar á reitunum, svosem legu, brot, hæð, NDVI mælingu. Síðasta vikan í september var notuð til að klára sem mest og nýta þurrkinn. Þá var tekinn vetrarhveiti og vetrarrúgur á Hvann- eyri. Hópurinn skipti liði og var einn fyrir norðan að taka byggyrkjatilraunir í Skagafirði og Eyjafirði. En þar hafði mikið fallið úr axinu og það lagst og brotnað eftir ofsaveður dagana á undan. Hinn hópurinn var við störf á Hvanneyri og tók byggyrkjatilraun á mýrarstykki þar. Norðurlands hópurinn tók gömlu þreskivélina en sú nýja fær að vera á Hvanneyri. Tilraunirnar fyrir norðan geta gefið okkur svör yfir hvaða yrki stóðu sig best í rokinu. SJÁLFBÆRNI FÆÐUÖRYGGI LANDNÝTING Mikilvægi menntunar og rannsókna í landbúnaði - Hvar liggja tækifærin? BRÖNDÓTT KÝR Á HVANNEYRARBÚINU KÍKIR HÉR YFIR BÁSINN. F:V: HELGI EYLEIFUR ÞORVALDSSON BRAUTARSTJÓRI BÚFRÆÐI, HRANNAR SMÁRI HILMARSSON TILRAUNASTJÓRI OG EGILL GAUTASON AÐJÚNKT KYNNA SÉR AÐSTÆÐUR ÞAR Í NOREGI. AX AF VETRARHVEITI FERÐA GASGREINIR SEM ER EINN SÁ NÁKVÆMASTI Á MARKAÐNUM. ÞRESKING Í KELDUDAL Í SKAGAFIRÐI ÞRESKT Á MELNUM Á HVANNEYRI LANDBÚNAÐARHÁSKÓLI ÍSLANDS LBHI.IS

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.