Bændablaðið - 06.10.2022, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 06.10.2022, Blaðsíða 10
Mikilvægt er að hafa góða yfirsýn og markmið um hvert skuli stefna í búrekstrinum hvort sem búin eru stór eða smá. Það auðveldar allan daglegan rekstur, möguleg ættliðaskipti og sölu. RML er leiðandi í ráðgjöf og miðlun í þekkingu í landbúnaði. Við höfum í okkar röðum fjölbreyttan hóp starfsmanna með mikla þekkingu á starfsumhverfi bænda og landbúnaðar. Starfsemi okkar nær til landsins alls og starfsstöðvarnar eru 12 talsins. Það er í samræmi við eitt af grunngildum RML, sem er að allir bændur eigi kost á faglegri og óháðri ráðgjöf án tillits til búsetu. Helsta markmið ráðgjafarinnar er að stuðla að virðisauka og bættum búrekstri, bændum og samfélaginu öllu til heilla. Jarðrækt og fóðuröflun Ráðgjöf RML byggir á viðamikilli þekkingu og gagnadrifnum greiningum. Við aðstoðum bændur t.a.m. við að finna rétta áburðinn, bjóðum upp á hey- og jarðvegssýnatöku auk þess að ráðleggja við hvers kyns jarðvinnslu Meðal annarra verkefna á þessu sviði má nefna: • skipulag endurræktunar • jarðvinnslu, val á tækjum og jarðvinnslutækni • áburðargjöf og áburðaráætlun • val á tegundum og yrkjum til notkunar í kornrækt, túnrækt, grænfóðurrækt eða orkujurtaræktun • aðstoð við skráningu í jörð.is • greiningu á fóðuröflunarkostnaði garðyrkju Sjálfbærni og grænar áherslur Loftslagsbreytingar eru eitt stærsta úrlausnarefni samtímans og þar leikur landbúnaðurinn lykilhlutverk. RML veitir ýmiss konar leiðsögn um landnýtingu, meðal annars varðandi nýtingu á landi til beitar eða val á landi til mismunandi ræktunar. Ráðgjöf í landnýtingu getur einnig falist í að skilgreina nýtingarmöguleika heilla bújarða. Þá aðstoðar RML og veitir ráðgjöf um endurheimt vistkerfa. Meðal loftslagsverkefna sem RML er aðili að er Loftslagsvænn landbúnaður sem er samstarfsverkefni stjórnvalda, RML, Skógræktarinnar og Landgræðslunnar í samstarfi við tugi bænda um land allt. RML leiðir verkefnið Landbúnaður og náttúruvernd í samstarfi við bændur og stjórnvöld. Markmið og tilgangur þess verkefnis er að kanna möguleika á samþættingu landbúnaðar og náttúruverndar. Bútækni, rekstur og framkvæmdir RML veitir margvíslegan stuðning við hina ýmsu þætti búrekstrarins svo bændur geti fengið sem mest út úr starfsemi sinni. Aðkoma RML getur verið margvísleg, allt eftir óskum viðskiptavinarins. Lagt er mat á núverandi stöðu og og veitt leiðsögn við hvers kyns stórar ákvarðanir allt frá framkvæmdum og hönnun nýrra bygginga til rekstrar- og nýsköpunarráðgjafar. Auk þess veitum við heildstæða eftirfylgni með verkefnum sem koma á okkar borð. Meðal verkefna geta verið: • Rekstrargreining og kostnaðaráætlun • Kostnaðarmat og styrkumsókn • Verkáætlun og tilboðsgerð • Samið við söluaðila og verktaka • Eftirfylgni með framkvæmdum • Úttekt á framkvæmdum Hjá okkur færðu heildstæða og þverfaglega aðstoð fyrir þann búskap sem þú stundar. Frá árinu 2016 hefur starfsfólk RML unnið að verkefnum tengdum afkomu bænda, fyrst í sauðfjárrækt en nú einnig í mjólkurframleiðslu og nautakjötseldi og sambærilegt verkefni í garðyrkju er að hefjast. Verkefnin byggja á bókhaldsgögnum bænda og gefa því góða mynd af stöðu einstakra búa en einnig verður til rekstrargrunnur sem nýtist við afkomuvöktun og hagsmunagæslu fyrir viðkomandi búgrein. Verkefnin hafa margsannað gildi sitt varðandi upplýsingagjöf vegna stöðu einstakra greina en ekki síður til þess að bæta rekstrarvitund bænda. Verkefnin hafa verið rekin af RML með styrk frá þróunarsjóðum viðkomandi greina fyrir utan sauðfjárræktina en á síðasta ári var gert samkomulag um rekstur verkefnisins til þriggja ára við matvælaráðueytið. Sífellt er leitað eftir því að fá fleirri bændur til þess að taka þátt. Áhugasamir bændur eru hvattir til þátttöku og hægt er að hafa samband við RML eða skrá sig á rml@rml.is Ættliðaskipti – nýliðun Ráðunautar RML hafa mikla reynslu í að leiðbeina nýliðum við kaup á jörð og að hefja búskap. Einnig vegna ættliðaskipta. Á vef RML, www.rml.is, má sjá góðar leiðbeiningar varðandi það að hefja búskap og þau fyrstu skref sem þarf að stíga. Ráðgjöfina má finna undir heitinu Búseta í sveit. Þjónusta sem er í boði í tengslum við nýliðun/ættliðaskipti: • Rekstrar- og viðskiptaáætlun • Samningagerð • Aðstoð við umóknir Það borgar sig að spá í spilin Starfsmenn RML sérhæfa sig í öllu sem snýr að fóðrun, hirðingu, skýrsluhaldi fyrir kynbótastarf búgreinanna, kynbótastarfi og aðbúnaði búfjár. RML hefur umsjón með kynbótastarfi búgreinanna og þróun og þjónustu við skýrsluhaldsforrit. Hluti ræktunarstarfsins felst í því að dæma búfé. Við sjáum um • kúaskoðanir • lambadóma • hrossadóma. Helstu forrit sem RML vinnur með og aðstoðar bændur í eru: • Dk búbót – bókhald • Fjárvís – skýrsluhald í sauðfjárrækt • Huppa – skýrsluhald í nautgriparækt • Heiðrún – skýrsluhald í geitfjárrækt • WorldFengur – skýrsluhald í hrossarækt • Jörð – landupplýsingar og skýrsluhald í jarðrækt Af hverju að leita ráða hjá RML? • Þegar taka þarf stórar ákvarðanir í búrekstrinum. • Ef það eru tækifæri til að auka og bæta gæði afurða. • Ef bæta má fóðrun og heilsufar búfjár. • Þegar skoða á möguleika á ræktun og landnýtingu. • Áttu jarðnæði og vilt fá hugmyndir varðandi nýtingu? • Langar þig að hefja búskap eða breyta um búskaparform ? • Viltu bæta reksturinn eða byggja nýtt? • RML veitir opinberum aðilum ráðgjöf varðandi landnýtingu, loftslagsmál og fleira tengt landbúnaði. Komið og heilsið upp á okkur í bás B 14 á landbúnaðarsýningunni og fræðist um starfsemi RML. Hlökkum til að sjá ykkur! Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins sími 516 5000, rml@rml.is, www.rml.is Rá ðg ja fa rm ið st öð la nd bú na ða rin s Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) býður bændum og öðrum upp á fjölbreytta ráðgjöf og þjónustu. RML var stofnað 2013 og hefur frá fyrsta degi sinnt víðtækri landbúnaðarráðgjöf um land allt. Ráðgjöf okkar er sniðin að þörfum landbúnaðarins hverju sinni og við kappkostum að koma til móts við þarfir þeirra sem leita til okkar. RML veitir ýmiss konar leiðsögn um landnýtingu, meðal annars varðandi nýtingu á landi til beitar eða val á landi til mismunandi ræktunar. Ráðunautar RML hafa mikla reynslu í að leiðbeina nýliðum við kaup á jörð og að hefja búskap. Verkefni RML tengd afkomu bænda hafa margsannað gildi sitt varðandi upplýsingagjöf vegna stöðu einstakra greina en ekki síður til þess að bæta rekstrarvitund bænda. KYNNINGAR RML veitir marg- víslegan stuðning við hina ýmsu þætti bú - rekstrarins svo bændur geti fengið sem mest út úr starfsemi sinni ...“

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.