Bændablaðið - 06.10.2022, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 06.10.2022, Blaðsíða 4
 KYNNINGAR El lin gs en BRP framleiðir fjölbreyttustu vörulínu heims í sínum flokki og er í fararbroddi þróunar og nýsköpunar. Nýtt og endurbætt BRP-Ellingsen BRP-Ellingsen, áður ferðatækjadeild Ellingsen, er nú sjálfstætt starfandi félag innan S4S samstæðunnar. Fyrr á þessu ári skildi BRP-Ellingsen við Ellingsen á Granda og flutti starfsemi sína í nýtt og glæsilegt húsnæði við Vínlandsleið 1 í Grafarholti. Þar er tækjaúrval BRP nú til sýnis í stórum sýningarsal og þjónustuverkstæði hefur verið stækkað fimmfalt. Ný umgjörð gerir fyrirtækinu kleift að bjóða breiðara úrval vara- og aukahluta, ásamt því að efla starfsemi þjónustuverkstæðis með það að markmiði að auka til muna þjónustustig við BRP eigendur um land allt. Auk þess að bæta þjónustustig á suð- vesturhorninu hefur BRP-Ellingsen breitt net samstarfsaðila víðs vegar um land sem sinna þjónustu við allar gerðir BRP tækja. BVA á Egilsstöðum er sölu- og þjónustuaðili BRP tækja á Austurlandi. Cobolt þjónustar BRP tæki á Norðurlandi, ásamt Kaupfélagi Skagfirðinga og BVB á Blönduósi. Á Hellu er svo hægt að sækja þjónustu hjá Bíla- og tækjaþjónustunni. Öflugt úrval atvinnutækja BRP-Ellingsen hefur margra ára reynslu sem einn helsti söluaðili léttra atvinnutækja á Íslandi. BRP býður fjölbreyttasta úrval fjórhjóla, sexhjóla, vinnubíla og vélsleða af öllum framleiðendum á sínum markaði og hefur rutt veginn fyrir tækninýjungum og nýsköpun í bransanum. Áhersla og forskot BRP liggur í hönnun og framleiðslu sem tryggir framúrskarandi gæði, lægri bilanatíðni og kostnaðarminni rekstur en almennt þekkist af sambærilegum tækjum. Atvinnutækin frá BRP hafa sannað sig sem ómissandi hluti af fjölbreyttri flóru tækja í alls kyns atvinnustarfsemi á Íslandi, svo sem landbúnaði, skógrækt, vegagerð, ferðaþjónustu, innviðauppbyggingu, rekstri skíðasvæða, björgunar- og löggæslustörfum og brunavörnum, svo fátt eitt sé nefnt. BRP-Ellingsen leggur mikla áherslu á rekstraröryggi sinna viðskiptavina, með því að viðhalda háu þjónustustigi og skilvirku aðgengi að öllum helstu íhlutum sem tryggja hnökralausan rekstur. BRP-Ellingsen, Vínlandsleið 1, 113 Reykjavík. S. 415 8500. Netfang: brp@ellingsen.is. Vefsíða: www.brp.is BRP-Ellingsen er umboðsaðili BRP á Íslandi. BRP er leiðandi á heimsvísu í framleiðslu og þróun léttra vélknúinna ferða- og vinnutækja. BRP samanstendur af Can-Am, Sea-Doo, Lynx, Ski-Doo, bátaframleiðendunum Alumicraft, Manitou og Telwater ásamt austurríska vélaframleiðandanum Rotax. Skútuvogur 9 | 104 Reykjavík | 515 1500 storkaup@storkaup.is | storkaup.is Nilfisk MC 5M-200/1050 XT verður á tilboði á Landbúnaðarsýningunni. Stórkaup er á bás B-11

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.