Bændablaðið - 06.10.2022, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 06.10.2022, Blaðsíða 16
 KYNNINGAR Au to m at ic Frá stofnun fyrirtækisins Automatic ehf. árið 2008 hefur verið lögð mikil áhersla á að þjónusta bændur með síur, olíur, rafgeyma, hreinsiefni og fleira sem þeir kunna að þurfa í landbúnaðarstörfum. Lárus Beck Björgvinsson markaðsstjóri segir að mesta úrval landsins af síum sé að finna í Automatic. „Á þessum næstum 15 árum höfum við sífellt verið að auka við úrvalið. Íslenskur landbúnaður er okkur mjög kær og gerum við því mjög vel við bændur sem eru í viðskiptum hjá okkur með því að bjóða þeim upp á gæðavörur á frábæru verði,“ segir Lárus. Komdu við í bás B-25 og sjáðu hvað Automatic ehf. hefur upp á að bjóða. Automatic, Smiðjuvegi 42, rauð gata, 200 Kóp. / Stakkahrauni 1, 220 Hafn. Vefsíða: www.automatic.is Hi ld ar dæ tu r Fyrirtækið Hildardætur flytur inn vinnufatnað fyrir konur frá norska merkinu Flor. Á bak við fyrirtækið standa systurnar Vaka og Tinna sem hafa fylgst með þróun fatnaðarins frá upphafi, þar sem sú síðarnefnda bjó áður í Voss í Noregi. Hugmyndin að vinnufatamerkinu kviknaði árið 2011 þegar Kristin Lemme, stofnandi Flor, var í kjól við girðingavinnu á fjölskyldubúgarðinum í Voss. Hún fór að velta því fyrir sér hvers vegna skilgreiningin á vinnufötum væri svona einsleit. Af hverju þyrftu þau endilega að vera svona, stór, þung og óþægileg? Það væri ekkert að því að vinna í kjól svo lengi sem hann mætti verða skítugur. Hugmyndin þróaðist áfram og árið 2016 fékk hún til liðs við sig fatahönnuð og fyrsta fatalína Flor leit dagsins ljós árið 2018. Síðan þá hefur merkið stækkað og Flor vill ekki bara selja vinnuföt heldur einnig að ýta undir ánægju í starfi. Kristin og hennar fólk hafa kynnt fötin víðs vegar um Noreg, sem eru fjölbreytt, allt frá þægilegum ullarbolum til vatnsfráhrindandi vinnusamfestinga. Hildardætur hafa reynt fötin á eigin skinni við íslenskar aðstæður síðustu árin þar sem önnur er bóndi og hin leikskólakennari. Þeirra markmið er að fötin verði aðgengileg á Íslandi enda vita þær að þau henta vel fyrir konur sem vinna í störfum sem krefjast útiveru og hreyfingar. Í gegnum fatalínuna heiðrar Flor hina vinnandi konu og tryggir starfsgleði og vellíðan, hvort sem hún er á fjöllum, í leikskólanum, í fjósinu eða með hamar í hönd. Hildardætur og Kristin munu standa vaktina á Landbúnaðar- sýningunni, þar sem fötin verða á sérstöku kynningarverði, á meðan birgðir endast. Frekari upplýsingar má fá á póstfanginu vakasig@gmail.com Hildardætur kynna slitsterk og þægileg vinnuföt fyrir konur frá Flor, því að þeim finnst konur eiga skilið góð og klæðileg vinnuföt sem þeim líður vel í. Mynd / Flor / Hunnalvatn Media Ka lk sa lt Kalksalt ehf. er lítið fjölskyldufyrirtæki sem framleiðir saltbætiefni fyrir kindur, kýr og hesta. Fyrirtækið er í eigu Sæbjargar Gísladóttur og Eyvindar Ásvaldssonar en saman vinna þau í verksmiðjunni með börnum sínum. Fyrirtækið er staðsett á Flateyri en sendir vöruna til bænda og dreifingaraðila um allt land. Saltið kemur frá fiskverkunum en því var jafnan hent þangað til Sæbjörg og Eyvindur fóru að nýta það. Til að halda kolefnissporinu í lágmarki er saltið sótt í fiskverkanir á Vestfjörðum. Bændur þekkja vel gæðin sem felast í salti sem hefur komist í návígi við fisk. Saltið dregur í sig prótein, vítamín og snefilefni frá fisknum sem hefur svo góð áhrif á kýr, kindur og hesta. Sérstaða kalksalts felst í þessu góða salti sem ekkert af innfluttu vörunum getur skákað. Kalkþörungarnir sem varan dregur nafn sitt af, koma frá Kalkþörungaverksmiðjunni á Bíldudal. Kalk hefur góð áhrif á meltingu jórturdýra en einnig á vöxt beina, tanna, ullar og felds. Kúabændur sem nota kalksalt hafa einnig talað um að frumutala hafi lækkað og fita og prótein hækkað hjá kúnum eftir að þeir fóru að gefa kalksalt. Sæbjörg og Eyvindur eru sífellt að leita leiða til að bæta vöruúrvalið og koma til móts við óskir og þarfir bænda. Vöruúrval Kalksalts ehf. telur nú sex tegundir, en það er kalksalt í 25 kg fötum og 7,5 kg steinum, kalksalt með hvítlauk í 25 kg fötum og 7,5 kg steinum, hestasteinar sem eru tæp 2 kíló og núna síðast 7,5 kg lýsissteinn. Þess má geta að föturnar eru sérstaklega sterkar og henta vel til brynninga þegar skepnurnar hafa lokið við kalksaltið í þeim. Lýsissteinninn var þróaður eftir að ósk um vöru af því tagi barst frá gamalreyndum bónda í Önundarfirði. Sá hafði gefið fóðurlýsi í mörg ár en vildi gjarnan sleppa við að hella því yfir heyið og fá það frekar saman við kalksaltið. Sumarið 2022 var nýtt til að þróa steininn og umbúðir utan um hann og Sæbjörg og Eyvindur eru nú mætt á Landbúnaðarsýninguna 2022 í Laugardalshöll til að kynna þessa nýju vöru fyrir bændum. www.kalksalt.is kalksalt@kalksalt.is Uppl. í síma 848-2085 D u rab ility at w o rk sin ce 1975

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.