Fjarðarfréttir - 04.05.2022, Blaðsíða 20

Fjarðarfréttir - 04.05.2022, Blaðsíða 20
20 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2022 HELSTU STEFNUMÁL a. Börn sem náð hafa 12 mánaða aldri fái leikskólavist. b. Ungt fólk hafi kost á því að kaupa ódýrt húsnæði. c. Bæta almennings­ og hjólreiða­ sam göngur innanbæjar og í tengingu við nágrannasveitarfélögin. BÆJARSTJÓRAEFNI Ef þessi möguleiki kæmi upp myndi ég af sjálfsögðu ekki skorast undan því. Ég myndi leggja mikinn metnað í það að standa mig vel sem bæjarstjóri. Hins vegar höfum við verið á þeirri skoðun að farsælast sé að ráða faglegan bæjar­ stjóra. STYÐUR FLOKKURINN „SAMSTÖÐUPÓLITÍK“? Okkar óskastaða er sú að það væri enginn meiri­ og minnihluti. Teljum að með þannig fyrirkomulagi myndi árangur af starfi bæjarfulltrúa verða mun meiri en í dag. Því miður fer allt of mikill tími og orka í óþarfa karp og bókanir sem skipta á endanum engu máli. STÓRSKIPAHÖFN Í LANDI ÓTTASTAÐA? Við teljum að það eigi að skoða þennan möguleika í fullri alvöru. Hins vegar finnst mér spennandi kostur að íbúðabyggð þróist suður með strandlengjunni í fjarlægri framtíð. GÖNG UNDIR SETBERGSHAMARINN Nei, við teljum þann valkost ekki koma til greina. Samkvæmt upplýs ing­ um frá Vegagerðinni liggja jarðfræði­ rannsóknir ekki fyrir. Líklega er um að ræða gisið hraunlag og þar með erfiðara við að eiga en ef um berg væri að ræða. Göngin þyrftu að vera um 1 km að lengd og myndu kosta lauslega áætlað um 22,4 milljarða króna með tengingum sem er dýrasta lausnin. Gatan í stokk virðist vera besti kosturinn en forsenda þess er að Álftanesvegurinn og/eða ofanbyggðarvegur verði að veruleika. TIL KJÓSENDA: Bæjarlistinn er óháð framboð sem lætur ekki stjórnast af hagsmunaöflum. Bæjarlistann skipar kröftugt fólk með víðtæka reynslu og þekkingu sem hefur brennandi áhuga á að vinna sem best að framfaramálum í Hafnarfirði. Við von­ um, kjósandi góður, að við eigum sam­ leið með þér. Að þú treystir okkur til að vinna fyrir þig og aðra Hafn firðinga. Bæjarlistinn Sigurður Pétur Sigmundsson oddviti Bæjarlistans HELSTU STEFNUMÁL a. Halda áfram þeirri kröftugu upp­ byggingu fjölbreytts húsnæðis líkt og hafin er í Hamranesi og á þéttingarreitum víðsvegar um bæinn. b. Halda áfram að þróa og nútíma­ væða þjónustu við íbúa og styðja vel við bakið á fjölskyldufólki, t.d. með því að halda áfram á þeirri vegferð að skóla­ máltíðir í grunnskólum verði að fullu gjaldfrjálsar. c. Fullgilda samning Sameinuðu þjóð­ anna um réttindi fatlaðs fólks og hafa hann að leiðarljósi í öllu starfi með fötluðu fólki. BÆJARSTJÓRAEFNI Ég er oddviti flokksins hér í Hafnar firði. Við þurfum auðvitað að sjá hver niður­ staða kosninganna verður og mun um vinna með þá niðurstöðu í þessu máli eins og öðrum í samvinnu við aðra flokka. STYÐUR FLOKKURINN „SAMSTÖÐUPÓLITÍK“? Ég hef unnið vel með öllum flokkum sem formaður fjölskylduráðs á kjör­ tímabilinu. Við í Framsókn erum miðju­ og samvinnuflokkur og munum leggja mikið upp úr samvinnu og sam­ starfi í bæjarstjórn. STÓRSKIPAHÖFN Í LANDI ÓTTASTAÐA? Í gildandi aðalskipulagi er búið að taka frá land fyrir slíka höfn og við styðjum uppbyggingu stórskipahafnar í landi Óttastaða. GÖNG UNDIR SETBERGSHAMARINN Ekki hægt að svara þessari spurningu já eða nei án frekari skýringa. Það er ljóst að þetta er kafli sem þarf að leysa og því ánægjulegt að í samgönguáætlun sé gert ráð fyrir 13,1 milljörðum króna í vegakafla Lækjargata ­ Álftanesvegur. Nú er ákveðin vinna farin að stað þar sem mismundi kostir eru kannaðir. Þetta er einn þeirra, en við þurfum að jafnframt að skoða aðra kosti til að fá bestu niðurstöðuna í málið hratt og vel. TIL KJÓSENDA: Kæri Hafnfirðingur. Kosningarnar snúast um það hverjum þú treystir til að fara með stjórn bæjarins. Við í Fram­ sókn erum tilbúin í það verkefni og höfum á að skipa öflugu fólki sem vill vinna vel fyrir bæinn. Við ætlum að gera góðan bæ enn betri, komdu með okkur í þá vegferð. Framsókn Valdimar Víðisson oddviti Framsóknar HELSTU STEFNUMÁL Píratar vilja efla gagnsæi, íbúalýðræði og borgararéttindi. Þetta viljum við gera með öflugum hverfisráðum og með því að efla samráðsvettvanginn Betri Hafnarfjörð. Með stofnun embættis umboðsmanns bæjarbúa tryggjum við að íbúar hafi málsvara í málum sínum gagnvart bænum. Píratar eru með samþættar áherslur í aðgengis­, jafnréttis­ og fjölmenningar­ mál um sem snúast um að virða mann­ réttindi og tryggja mannlega reisn íbúa í Hafnarfirði. Þetta viljum við gera meðal annars með því að vinna aðgerðastefnu gegn kynjaðri mismunun og með því að koma á fjármálastefnu sem taki tillit til fjölbreytileika íbúa. Fatlað fólk þarf að njóta sama aðgengis og aðrir bæjarbúar og upplýsingar þurfa að vera að ­ gengilegar á helstu tungumálum. Að lokum vilja Píratar vinna markvisst að fjölskylduvænum Hafnarfirði. Þetta viljum við gera með því að styðja við frekari styttingu vinnuvikunnar, brúa bil milli fæðingarorlofs og leikskóla og auka sveigjanleika í vistunartíma á leikskólum. Við viljum stórauka fræðslu barna um réttindi sín og málefni sem þau varðar, auk þess að bjóða upp á sveigjanlegri frístundastyrk. Við viljum innleiða hringrásarhagkerfi og stórefla uppsetningu heima og hraðhleðslu stöðva, vernda græn útivistarsvæði og varðveita sérstöðu Hafnarfjarðar með því að styðja við fjölbreytni í hönnun og listum. BÆJARSTJÓRAEFNI Píratar vilja faglega ráðinn og utanað­ komandi bæjarstjóra. Ef niðurstaðan er flokks pólitískur bæjarstjóri þá er sú staða ævinlega samningsatriði. STYÐUR FLOKKURINN „SAMSTÖÐUPÓLITÍK“? Eins og staðan er núna í bæjarmálum er slíkt samstarf ólíklegt, þar sem yfirlýst markmið núverandi minnihluta er að „gefa Sjálfstæðisflokknum frí“. Fordæmi fyrir slíku samstarfi eru þó þekkt og Píratar myndu vissulega taka þátt í því ef til kæmi. Píratar vinna að góðum málum hvaðan sem þau koma. STÓRSKIPAHÖFN Í LANDI ÓTTASTAÐA? Afar litlar upplýsingar virðast liggja fyrir um þessa hugmynd. Í ljósi þess hvernig farið hefur um sumar hafnar­ framkvæmdir í nágrannasveitar félög­ um, svo sem í Helguvík er ljóst að það þarf langt um meiri upplýsingar um þetta mál svo að hægt sé að taka um það upplýsta ákvörðun. GÖNG UNDIR SETBERGSHAMARINN Píratar vilja stuðla að fram tíðar­ skipulagi sem styður við fjölbreytta ferðamáta. Ef jarðfræðilegar aðstæður á svæðinu eru nægilega hagstæðar virðist þessi kostur afar álitlegur, sér í lagi vegna þess að væntanlega er truflun á umferð á framkvæmdatíma minni en við aðra framlagða kosti. TIL KJÓSENDA: Ég hvet fólk til að standa vörð um lýðræðið með því að mæta á kjörstað eða kjósa utankjörstaðar og jafnframt að ígrunda vel atkvæði sitt, því engin ástæða er til að láta gamlan vana ráða ferðinni. Píratar eru nútímavæddur flokkur með innihaldsríka stefnu og framúrskarandi fólk. Við erum tilbúin. Píratar Haraldur Rafn Ingvason oddviti Pírata

x

Fjarðarfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.