Veiðimaðurinn - 01.11.1970, Page 15

Veiðimaðurinn - 01.11.1970, Page 15
173 laxar (155 — 99). Af þessum 173 löxum voru hins vegar 128 komnir á land, þann 20. júlí. Var þó Fossinn mikið stundaður eftir þetta, enda áin oft mjög ásetin, og flesta daga veitt með fimm stöngum, að minnsta kosti fyrir hádegi, verulegan hluta veiðitímans. I venjulegu veiðiári heldur lax áfram að veiðast mun lengur í Fossinum, og þá oft gjarnan nokkrir í senn, að morgni. Reyndar sýnir þróunin í Efri-Móhyl það sama. Þar veidd- ust nú 102 laxar (201 — 221), og úr honum komu aðeins um hundrað laxar í ádrætti, daginn eftir síðasta veiðidag. Hafa laxar þó venjulega legið þar, svo að hundruðum skiptir, á þeim tíma. Astæðan fyrir þessum mikla samdrætti í göngu í sumar er vafalítið flóðin. Má í því sambandi hafa eftirfarandi í huga. Flóðin urðu tvö ár í röð (snemma árs 1968 og 1969), og í hvort skipti voru fjórir árgangar náttúruklaks og seiða í ánni. Þar af urðu þrír árgangar fyrir báðum flóðunum. Með það í huga, að tæp fimm ár líða frá því, að hrogn taka að klekjast í botni og þar til Elliðaár- lax skilar sér úr sjó (1 ár í sjó), má gefa sér eftir- farandi: * 1968: I. Klak. Skilar sér 1972. II. Seiði. Skila sér 1971. III. Seiði. Skila sér 1970. IV. Seiði. Skila sér 1969. 1969: I. Klak. Skilar sér 1973. II. Seiði. Skila sér 1972. III. Seiði. Skila sér 1971. IV. Seiði. Skila sér 1970. Árgangurinn, sem átti að skila sér í ár (III. 1968 og IV. 1969), lenti því tvisvar í flóðunum. Sama er að segja um árgangana, sem eiga að skila sér 1971 og 1972. Þá hefur árgangurinn, sem á að skila sér 1973, verið á frumstigi í flóðunum 1969. Árgangurinn, sem skilaði sér í fyrra, var næst því að ganga í sjó, er hann varð fyrir flóðunum 1968 (stærst seiði), og því sennilega harðastur af sér. Þá ber að hafa í huga, að vorið 1968, eftir fyrri flóðin, var sleppt í ámar um 20.000 göngu- * Rannsóknir Árna Friðrikssonar, frá 1938—’39, sýndu, að langflest seiðanna í Elliðaánum ganga til sjávar, þegar þau eru þriggja ára. Margir telja umgengninni við ósinn ábótavant. Um teljarann munu liafa farið ljOO laxar í sumar. seiðum, en meginið af þeim hefði átt að skila sér 1969. Hliðstæðar ráðstafanir voru ekki gerðar 1969, og hafa ekki verið gerðar síðan. Virðist allt því benda til þess, að göngur næstu 2 ár verði ekki meiri en í ár, og göngur 1973 eru undir því komnar, hvernig hrognunum, sem voru að klekjast út 1969, reiddi af, verði ekki gert ræktunarátak. í þessu sambandi er og rétt að hafa í huga, að allt bendir til þess, að hrygningarstofninn, sem eftir varð í ánum í haust, sé í algeru lágmarki. Eftir veiðitíma í haust, var dregið á árnar til klaks, á öllu svæðinu frá Árbæjarstíflu niður að Fossi. Árangurinn varð tæpir tvö hundmð laxar, og var enginn lax eftir á því svæði. VEIÐIMAÐURINN 13

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.