Veiðimaðurinn - 01.11.1970, Blaðsíða 15

Veiðimaðurinn - 01.11.1970, Blaðsíða 15
173 laxar (155 — 99). Af þessum 173 löxum voru hins vegar 128 komnir á land, þann 20. júlí. Var þó Fossinn mikið stundaður eftir þetta, enda áin oft mjög ásetin, og flesta daga veitt með fimm stöngum, að minnsta kosti fyrir hádegi, verulegan hluta veiðitímans. I venjulegu veiðiári heldur lax áfram að veiðast mun lengur í Fossinum, og þá oft gjarnan nokkrir í senn, að morgni. Reyndar sýnir þróunin í Efri-Móhyl það sama. Þar veidd- ust nú 102 laxar (201 — 221), og úr honum komu aðeins um hundrað laxar í ádrætti, daginn eftir síðasta veiðidag. Hafa laxar þó venjulega legið þar, svo að hundruðum skiptir, á þeim tíma. Astæðan fyrir þessum mikla samdrætti í göngu í sumar er vafalítið flóðin. Má í því sambandi hafa eftirfarandi í huga. Flóðin urðu tvö ár í röð (snemma árs 1968 og 1969), og í hvort skipti voru fjórir árgangar náttúruklaks og seiða í ánni. Þar af urðu þrír árgangar fyrir báðum flóðunum. Með það í huga, að tæp fimm ár líða frá því, að hrogn taka að klekjast í botni og þar til Elliðaár- lax skilar sér úr sjó (1 ár í sjó), má gefa sér eftir- farandi: * 1968: I. Klak. Skilar sér 1972. II. Seiði. Skila sér 1971. III. Seiði. Skila sér 1970. IV. Seiði. Skila sér 1969. 1969: I. Klak. Skilar sér 1973. II. Seiði. Skila sér 1972. III. Seiði. Skila sér 1971. IV. Seiði. Skila sér 1970. Árgangurinn, sem átti að skila sér í ár (III. 1968 og IV. 1969), lenti því tvisvar í flóðunum. Sama er að segja um árgangana, sem eiga að skila sér 1971 og 1972. Þá hefur árgangurinn, sem á að skila sér 1973, verið á frumstigi í flóðunum 1969. Árgangurinn, sem skilaði sér í fyrra, var næst því að ganga í sjó, er hann varð fyrir flóðunum 1968 (stærst seiði), og því sennilega harðastur af sér. Þá ber að hafa í huga, að vorið 1968, eftir fyrri flóðin, var sleppt í ámar um 20.000 göngu- * Rannsóknir Árna Friðrikssonar, frá 1938—’39, sýndu, að langflest seiðanna í Elliðaánum ganga til sjávar, þegar þau eru þriggja ára. Margir telja umgengninni við ósinn ábótavant. Um teljarann munu liafa farið ljOO laxar í sumar. seiðum, en meginið af þeim hefði átt að skila sér 1969. Hliðstæðar ráðstafanir voru ekki gerðar 1969, og hafa ekki verið gerðar síðan. Virðist allt því benda til þess, að göngur næstu 2 ár verði ekki meiri en í ár, og göngur 1973 eru undir því komnar, hvernig hrognunum, sem voru að klekjast út 1969, reiddi af, verði ekki gert ræktunarátak. í þessu sambandi er og rétt að hafa í huga, að allt bendir til þess, að hrygningarstofninn, sem eftir varð í ánum í haust, sé í algeru lágmarki. Eftir veiðitíma í haust, var dregið á árnar til klaks, á öllu svæðinu frá Árbæjarstíflu niður að Fossi. Árangurinn varð tæpir tvö hundmð laxar, og var enginn lax eftir á því svæði. VEIÐIMAÐURINN 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.