Veiðimaðurinn - 01.11.1970, Síða 16

Veiðimaðurinn - 01.11.1970, Síða 16
Simastrengur. Þar er nú verið að rífa hesthúsin. Af þeim um 1400 löxum, sem gengu um teljar- ann, veiddust 616. Þá ættu að vera eítir 784. Hluti þeirra hefur vafalítið drepizt, eins og venja er, og 40—50 komu í ádráttinn. Má því telja, að allur hrygningarstofn ánna sé ekki yfir 700 laxar, eins og er, en það er um 300 löxum undir þvi lág- marki, sem talið er að þurfi til þess eins að við- halda stofninum. Hér virðist því aðgerða þörf, og án þeirra er vart við því að búast, að um veiðar í þeirri mynd, sem þekkzt hafa síðustu ár, verði að ræða, á næstunni. Fram hjá því verður ekki litið, í þessu spjalli, að margir hafa viljað kenna laxleysi í ánum, á liðnu sumri, því, að um stórstreymið, fyrst í júlí, hafi Elliðavogurinn verið moldarlitaður, vegna aksturs í uppfyllinguna. Þetta er rétt, vogurinn var moldarlitaður um þetta leyti. Hins vegar gekk meginið af laxinum einmitt fyrstu þrjár vikumar í júlí, en síðan hætti lax að ganga, svo að umtals- vert væri. Var þó vogurinn þá að mestu hreinn. Til samanburðar má geta, að lax hélt um þetta leyti enn áfram að ganga í nálægar ár, og stórar göngur áttu þá eftir að skila sér í Kollafjörð. Að sjálfsögðu er ekki hægt að skjóta fyrir það loku, að lax, sem átti að skila sér í Elliðaámar, hafi ekki gengið í aðrar ár, vegna moldarlits á vognum, og sérkennilegrar lögunar sjálfs Elliða- áróssins. Hins vegar er rétt að hafa í huga, að samdráttur í göngum hlýtur að vera tengdur flóð- unum; hér verður reynslan að skera úr um, hvort þeim einum er til að dreifa, eða moldarlitur og óslögun eiga líka sinn þátt; en bíðum næsta árs, er vogurinn verður vonandi hreinn. Víkjum þá að veiðinni í einstökum hyljum: Við Steininn . . .... 5 ( 12 — 19) Holan .... 10 ( 7 — 33) Jónshola .... .... 9(4— 6) Breiðan .... .... 31 ( 10 — 36) Fosskvörn . . . .... 25 ( 9 — 25) Fossinn .... .... 173 (155 — 99) Hornið .... . . . . 8(1 — 7) Neðri-Móhylur .... 18 ( 21 — 8) Móhylsstrengur . .... 1(8— 0) Efri-Móhvlur . . .... 102 (201 — 221) Krókur .... .... 5 ( 47 — 68) 14 VEIÐIMAÐURINN

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.