Veiðimaðurinn - 01.11.1970, Page 50

Veiðimaðurinn - 01.11.1970, Page 50
 Húsnœði SVFR er í suðausturhorni hússins við Háaleitísbraut 68. Félagsheimili Innréttingar hefur Helgi Hallgrímsson teiknað, en smíði þeirra annast Húsgagnastofa Þórs og Eiríks. Merkur áfangi hefur náðst í sögu Stangaveiði- félags Reykjavíkur, en félagið hefur nú fest kaup á rúmgóðu húsnæði við Háaleitisbraut 68. Verður skrifstofa félagsins þar til húsa fram- vegis, svo og fundarherbergi stjórnar, en að auki salur, sem hentar vel til hvers konar félagsstarf- semi, enda er ætlunin með húsakaupunum öðru fremur að koma upp félagsheimili. Er félagsheimilið verður tekið í notkun, síðar á þessu hausti, hefur rætzt gamall draumur fé- lagsmanna um að eignast húsnæði yfir starfsemi sína, bæði þá, sem fram hefur farið í leiguskrif- stofu, svo og aðra starfsemi, víðs vegar um bæinn. Ættu húskaupin því að geta orðið félagsstarfsem- inni í heild mikil lyftistöng. Á framhaldsaðalfundi félagsins á liðnum vetri, var gerð samþykkt, þar sem skorað var á stjóm SVFR að vinna að því að koma upp eigin hús- næði félagsins. Stjórnin gekkst síðan fyrir útboði, og var það tilboð, sem barst í húseignina við Háaleitisbraut 68, talið hentugast, bæði með til- liti til skilmála og sjálfs húsnæðisins. Var málið síðan lagt undir dóm almenns félags- fundar, þar sem það hlaut samþykki. Axel Aspelund, jormaður SVFR, skoðar framkvæmdir. — Fundarherbergi stjómar er í baksýn. 48 VEIÐIMAÐURINN

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.