Verktækni - 2021, Blaðsíða 11
Icelandic Journal of Engineering // Verktækni
Verkfræðingafélag Íslands // Association of Chartered Engineers in Iceland - https://www.ije.is 11
Tafla 1 – Þættir er hafa áhrif á flækjustig verka (e. Complexity contributory factors).
Einkenna hópur Áhrif á flækjustig: (+) eykur og (-) minnkar flækjustig
Markmið/frálag Skýrleiki (-), Magn (+), Árekstrar (+), Varakerfi (-), breytingar (+)
Ílag Skýrleiki (-), Magn (U-laga), margbreytileiki (+), ónákvæmni (+), hraði breytinga
(+), Varakerfi (-), Árekstrar (+), Vanskipulögð aðstoð (+), Misræmi (-), Ekki
vanabundnir atburðir (+)
Ferli Skýrleiki (-), Fjöldi leiða (+), fjöldi aðgerða (+), Endurtekning (-), Vitsmunalegt
álag af aðgerð (+), Líkamlegt álag af aðgerð (+)
Tími Samtímakeyrsla (+), Þrýstingur (+)
Framsetning Uppsetning (veltur á verktegund), Misleitni (+), Samhæfni (-)
Frammistöðumælirinn
Markmið þessarar greinar er að koma með matsramma sem auðveldar mat á frammistöðu
teymisvinnu í verkfræðikennslu og er ætlað að bera kennsl á vandamálasvæði. Höfundar tóku
saman alla þætti sem taldir eru hafa áhrif á frammistöðu liða og skilgreindu safn þátta sem eru
mikilvægastir í samhengi við verkfræðivinnu. Samantekt af öllum þáttum og skilgreiningu á þeim
má sjá í Tafla 2. Til að fá yfirlit yfir frammistöðu liðs þarf að meta alla þessa 43 þætti.
Tafla 2 – Samantekt og skilgreining á öllum 42 þáttum í 7 hópum.
Liðsstjórnun (e. team management)
Liðssamhæfing (e. team coordination) er hversu vel teymi vinnur saman og hvernig liðsmeðlimir
hugsanlega víkja frá leikreglum, eins og þegar sumir vilja ekki vinna með öðrum eða fara út fyrir
verksvið sitt (e. go off on tangents). Ákvörðunartaka (e. decision making) er hvernig liðið tekur
ákvarðanir. Þessar ákvarðanir munu hafa misvísandi markmið, eru teknar í breytilegu umhverfi,
krefjast forystu, eru ígræddar í skipuheild og oft í fjölmennum teymum. Liðsíhugun (e. team
reflexivity) er hvernig meðlimir velta sameiginlega fyrir sér markmiðum, aðferðum og ferlum
liðs. Liðsendurgjöf (e. team feedback) er miðlun upplýsinga sem veittar eru af utanaðkomandi
aðila varðandi aðgerðir, atburði, ferla eða hegðun í samhengi við verklok eða teymisvinnu.
Liðsstjórnunarferli (e. team management processes) eru um að koma á fót, miðla og skilja
markmið liðsins sem sameiginlega dagskrá liðsins sem og að koma á rekstrarhópsskipulagi sem
gerir kleift að auðvelda þverfagleg samskipti (e. cross-functional inter-relationships). Þessir ferlar
þurfa að takast á við mál eins og: félagslega leti, gagnkvæman tilgang, sérstök markmið, skilvirkni
teymis (e. team self-efficiency) og átök. Markvirkni liðs (e. team effectiveness) er mat á árangri
ferlanna (e. outcomes of the processes). Markmið & sýn (e. mission & vision) er að leggja fram
skýr markmið og stöðuga sýn fyrir verkefnið. Skýr markmið snúast um það að hve miklu leyti
meðlimir telja markmið liðs síns mikilvæg, skilja markmið liðs síns og afleiðingar árangurs liðs.
Árangursendurgjöf (e. performance feedback) er að nota endurgjöf sem fékkst til að útskýra
hvers vegna árangur náðist (eða skortur á slíkum), gefa dæmi um aðferðir sem geta skýrt þetta,
velta fyrir sér hvort aðrir möguleikar séu til staðar til að bæta árangur og að lokum að setja sér
markmið og þróa áætlanir fyrir næsta verkefni.
Liðsumhverfi (e. team environment)
Skipuheildarígræðsla (e. organizational embedding) er hvernig samtökin nota teymi til að leysa
vandamál, bæta ferla og virkja starfsmenn í teymisvinnu. Nægar auðlindir (e. sufficient
resources) snýst um það hvort skipuheildin úthluti fullnægjandi auðlindum til að hjálpa liðinu að
starfa og ná markmiðum sínum. Tilvist trausts (e. existence of trust) milli skipuheildar og liðs.
Árangursmælingarkerfi (e. system for performance) bæði til að mæla og meta árangur
RITRÝNDAR FRÆÐIGREINAR 2021- 27- (1)