Verktækni - 2021, Side 13
Icelandic Journal of Engineering // Verktækni
Verkfræðingafélag Íslands // Association of Chartered Engineers in Iceland - https://www.ije.is 13
o.s.frv..) og vitræna getu (e. cognitive ability) sem er almenn andleg geta sem felur í sér
rökhugsun, lausn vandamála, skipulagningu, óhlutbundna hugsun, skilning á flókinni hugmynd
og að læra af reynslu.
Verk (e. task)
Umfang (e. scope) er rétt val og samsvörun verka við hæfni liðsmanna, samþætting auðlinda og
árangur teymisins. Vinnuálag (e. workload) er skilgreind út frá tveimur þáttum: tímapressu og
eftirspurn eftir auðlindum. Samhengi verka og skjala (e. task coherence) er hversu vel skjöl
samræmast við hönnunarverkefni. Flækjustig verka (e. complexity of task) er samansafn hvers
konar eiginleika verka er hefa áhrif á frammistöðu verks. Verk einkennum (e. task characteristics)
er hægt að skipta í sex hópa: markmið, inntak, ferli, framleiðsla, tími og framsetning. Hver hópur
hefur nokkra þætti sem hafa jákvæð (+) eða neikvæð (-) áhrif á flækjustig (sjá alla þætti í Tafla 1).
Gagnvirkni verka (e. task interdependence) vísar til þess að hve miklu leyti liðsmenn þurfa
upplýsingar, efni og stuðning hver frá öðrum til að geta sinnt verkum sínum.
Samskipti (e. communication)
Innri samskipti (e. internal communication) eru samskiptin innan teymisins. Tengist tíðni
samskipta, verkfærum sem eru veitt til að hjálpa til við samskipti, eðli samskipta og hversu mikil
samskipti eru. Misræmi í samskiptum (e. miscommunications) fjallar um ekki gagnleg samskipti
og misskilning. Misræmi getur verið allt frá því hvernig yfirfærsla merkingar er í eðli sínu gölluð,
minniháttar misskilningur, talinn (e. presumed) persónulegri annmarkar, mismunandi tilvísanir
í markmið, munur á hópa- / menningarlegu viðmiði (e. group/cultural norm) í máli og
samskiptum, hugmyndafræðilegur rammi tals upp í félags-menningarlegt valdamisvægi (e.
socio-cultural power imbalances). Ytri samskipti (e. external communication) vísar til samskipta
utan teymisins, til skipuheildarinnar eða viðskiptavina.
Tillagan er að nota viðtöl við kennara og liðsmenn til að fá yfirsýn yfir stöðuna. Þættirnir 43 sem
áður voru skilgreindir (sjá Tafla 2) eru leiðbeinandi við framkvæmd viðtalsins. Við mat á þáttum er
nauðsynlegt að hafa skilgreiningarnar við höndina. Þar sem ramminn er ekki hannaður til að vera
mjög nákvæmur er nóg að meta hvern þátt á einfaldan þriggja stiga tölukvarða; núll fyrir að þáttur
virkar ekki fullnægjandi, einn fyrir fullnægjandi frammistöðu og tveir fyrir góða frammistöðu. Tafla
3 sýnir dæmi um niðurstöður úr mati þar sem stuðst er við þess konar einkunnakvarða, sjá ítarlegri
umfjöllun í Unnthorsson og Oddsson (2020).
Tafla 3 – Dæmi um niðurstöður einkunnagjafar fyrir alla 43 frammistöðuþættina
og heildarstig hvers þáttarhóps.
Li
ðs
st
jó
rn
un
Liðssamhæfing 2
Li
ðs
sk
ip
ul
ag
Liðseiginleikar 2
Ákvörðunartaka 0 Liðssamsetning 2
Liðsíhugun 0 Skipulagðir ferlar 1
Liðsendurgjöf 0 Upplýsingageymsla 1
Liðsstjórnunarferli 1 Starfsemi á mörgum tímalínum 0
Markvirkni liðs 0 Samstaðsetning 2
Markmið / sýn 0 Þátttökutími í liði 0
Árangursendurgjöf 0 Samtals (hámark 14) 8
Samtals (hámark 16) 3
Li
ðs
m
eð
lim
ir
Fyrirbyggjandi félagsmótunarhegðun 2
Li
ðs
um
h
ve
rf
i Skipuheildarígræðsla 0 Hvatning 2
Nægar auðlindir 1 Verkhæfni 0
Tilvist trausts 1 Mannleg hæfni 1
RITRÝNDAR FRÆÐIGREINAR 2021- 27- (1)