Verktækni - 2021, Side 15

Verktækni - 2021, Side 15
 Icelandic Journal of Engineering // Verktækni Verkfræðingafélag Íslands // Association of Chartered Engineers in Iceland - https://www.ije.is 15 Mynd 1 – Ratsjármynd sem sýnir þáttahópana 7 og hvernig myndrænt má sjá einkunnir sem fást með aðferðinni. Umræða Aðferðafræðin sem hér var kynnt veitir ekki ítarlegt mat á frammistöðu heldur gefur hún vísbendingar – hún er einhvers konar hitamælir á frammistöðuna. Við heimildarýnina fundust nokkrar aðferðir sem nota má til að meta frammistöðu teyma og er gaman að setja aðferðafræðina sem kynnt var hér í samhengi við nokkrar þeirra. Til að byrja með er heimspekileg nálgun (Soltanzadeh & Mooney, 2016). Aðferðafræðin sem kynnt er hér er blanda af kerfisbundinni nálgun þar sem heildin er skoðuð og stigveldi. Heildstæða nálgunin tekur á umbreytingarferlinu frá ílagi, umbreytingu yfir í frálag en stigveldisnálgunin í eðli sínu brýtur kerfið niður í viðráðanlega búta sem hægt er að meta og draga saman í lokin. Grundvallarmælikerfið (Rouse et al., 1992) í aðferðafræðinni sem kynnt er í þessari grein er í flokknum munnleg / skrifleg skýrsla en ekki reynslu (e. empirical)- eða greiningarlíkan (e. analytical modelling). Aðferðin miðar að því að finna vandamálasvæði og viðtöl henta mjög vel til að fá skjóta innsýn. Sama gildir um grundvallarsviðin sem aðferðin fjallar um. Það eru þrjú meginsvið, nýmyndun gilds hugtaks (e. the synthesis of a valid concept) stjórnun auðlinda og innri starfsemi teymis (Keefe, Glancey, & Cloud, 2007) og fjallar PAINTER um þau öll. Aðferðin beinist að því að greina hvort markmið viðskipta og hönnunar séu þekkt og notuð við framkvæmd verkefnisins (Dong et al., 2004). Og svo hvort þessi markmið séu í takt við innri starfsemi teymisvinnunnar. Aðferðin tekur bæði tillit til ytri og innri frammistöðu teymisins (Zhang & Zhang, 2015). Aðferðin fjallar þó ekki um ítarlegri þætti eins og mæliaðferðir (Andersson, Rankin, & Diptee, 2017), mælingarvandamál (Mendibil & Macbryde, 2005) eða hvernig 0 0,1 0,2 0,3 0,4 0,5 0,6 0,7 0,8 0,9 1 Innri virkni liðs Samskipti Liðsmeðlimir Verk Liðsstjórnun Liðsskipulag Liðsumhverfi RITRÝNDAR FRÆÐIGREINAR 2021- 27- (1)

x

Verktækni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.