Verktækni - 2021, Blaðsíða 27

Verktækni - 2021, Blaðsíða 27
 Icelandic Journal of Engineering // Verktækni Verkfræðingafélag Íslands // Association of Chartered Engineers in Iceland - https://www.ije.is 27 Lóðin Naustavör 52-58 er næstvestasta lóðin í Bryggjuhverfinu á norðanverðu Kársnesi. Mynd 3 sýnir vestari hluta Naustavararsvæðisins. Mynd 4 Lóðir við Naustavör, hús nr. 52-58 eru auðkennd bleik á lit. Samkvæmt borunum eru botnlög á svæðinu almennt 4-5 m þykk, einkum fremur fíngert set, mis- skeljaríkur fínsandur og sylti. Reyndar er þetta ekki einhlítt, því lausu botnlögin í N52-58 lóðinni eru sums staðar allmiklu þykkri auk þess sem þeim hallar miklu meira til NA en almennt er þarna. Björgun hf hóf að fylla á svæðið upp úr síðustu aldamótum. Fyllingarefnið var að mestu eða öllu leyti fíngerð, á köflum skeljarík, sendin möl úr námum þeim sem fyrirtækið nýtti þá í sjó. Mölinni fylgdi nokkuð af fínsandi og sylti, sem skildist mjög frá þegar efninu var dælt á land. Fíngerðasti efnishlutinn flaut vestur eftir fyllingunni eftir að hún náði upp úr sjó. Fleytið settist til ýmist vestarlega á henni eða rann í sjó fram. Vegna þessa eru líkur á einhverri lagskiptingu í fyllingunni og undirliggjandi botnlögum. Við upphaf framkvæmda á svæðinu var ströndin 150 m sunnar í Fossvogi en nú er. Boranir Þegar einsýnt þótti að frekari ráðstafana væri þörf til þess að komast hjá skaðlegu mismunasigi húsanna að Naustavör 52-58 var afráðið að kanna lausu botnlögin í grunninum frekar. Fyrirtæki Árna Kópssonar var fengið til þess að bora sex rannsóknarholur sem ná niður í gegnum lausu botnlögin. Sýni voru tekin í borholunum og jarðlagaskipting í þeim greind með 0,5 m nákvæmni eða svo. Vatnshæðarmælar voru settir í holurnar til þess að fylgjast eftir atvikum með vatnsþrýstingsbreytingum við þjöppun lausu botnlaganna. Rannsóknir þessar leiddu í ljós að milli fyllingar og klappar og/eða jökulruðnings eru misþykk, fremur laus, misskeljarík fínsands- og syltarlög, svo sem og við mátti búast skv. niðurstöðum sigmælinga. Að öðru jöfnu veldur slík lagskipting hvoru tveggja; auknum sighraða og styrk. Botnlögin eru þykkust í NA-horni grunnsins og þynnast þaðan til suðvesturs að því marki, að suðvestast í lóðinni eru þau, ef einhver þá óveruleg. AÐRAR GREINAR 2021- 27- (1)

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.