Verktækni - 2021, Side 30
Icelandic Journal of Engineering // Verktækni (2021) 27 1
Verkfræðingafélag Íslands // Association of Chartered Engineers in Iceland - https://www.ije.is 30
Mynd 8 Sigplötur í fargi á húsgrunni nr. 52-58.
Á Mynd 8 eru niðurstöður mælinga á þær sigplötur sem auðkenndar eru á Mynd 7, en mælingar
hófust sem fyrr segir um mitt ár 2016. Plöturnar hafa sigið mjög mismikið, frá um 30 mm plata 54,
sem er í SV horni lóðarinnar, upp í um 120 mm, sigplata nr. 51 í NA horninu. Hinar tvær
sigplöturnar; nr. 52 í SA-horni og nr. 53 um mitt hús nr. 54, hafa einnig sigið umtalsvert.
Mynd 9 Sigmælingar á fargi í grunnum nr. 52-58.
Ólíkt sigi á öðrum lóðum á svæðinu sigu mælipunktar í lóðinni mismikið, sjá Mynd 8. Út frá
þekkingu á aðstæðum við sigmælana, var áætlað hversu miklu heildarsigi mætti að óbreyttu búast
við á hverjum stað miðað við svipað álag. Sigferlarnir bentu enn fremur til að mismunasig þarna
yrði óviðunandi og að framhald sigs yrði þarna talsvert, hraðast fyrst, en síðar mundi hægja á því.
Með tímanum drægi úr hvoru tveggja sighraða og sigi.
Mesta sigið yrði í norðaustur horni lóðarinnar, minnkandi bæði til suðurs og vesturs.
Icelandic Journal of Engineering // Verktækni
Verkfræðing félag Íslands // Asso iation of Chartered Engineers in Iceland - https://www.ije.is
30
AÐRAR GREINAR2021- 27- (1)