Verktækni - 2021, Page 33

Verktækni - 2021, Page 33
 Icelandic Journal of Engineering // Verktækni Verkfræðingafélag Íslands // Association of Chartered Engineers in Iceland - https://www.ije.is 33 Erfitt er að mæla einhlítt árangur þjöppunarvinnunnar en þó má nálgast hann með því t.d. að meta breytingu holrýmdar í lausu botnlögunum, og þá miðað við að sig í grunninum við framkvæmdina sé eingöngu vegna þess að lausu lögin þjappist saman og holrýmd í þeim minnki þar með. Sé sem dæmi miðað við ástand þar sem þykkt lausra botnlaga hafi verið 2 m fyrir þjöppun og þau þjappast saman um 0,5 m fæst holrýmd n ákvörðuð út frá eftirfarandi líkingu: n = 1 – ( γ / (1 + w) γs) Hér er: n holrýmd í lausu botnlögunum (tölugildi) γ (meðal)rúmþyngd í lausu botnlögunum hér: 15 kN/m3, w (meðal)rakastig í lausa botnlögunum (tölugildi), hér: 70 % γs (meðal)kornarúmþyngd í lausu botnlögunum, hér: 28,0 kN/m3 Holrýmd fyrir djúpþjöppun: Með því að setja tölugildi þessara efnisþátta inn í líkinguna fæst að holrýmd í lausu botnlögunum sé 68,5 %. Holrýmd eftir djúpþjöppun: Miðað við að botnlögin á tilteknum stað í grunninum hafi verið 2 m þykk og þjöppast saman í 1,5 m. Þá reiknast holrýmd eftir þjöppun, án tillits til rakabreytinga, 58 % og meðalrúmþyngd þar eftir þjöppun 20 kN/m3. Reikningsleg holrýmd hefur samkvæmt því minnkað um 10 % við aðgerðirnar. Á þessum niðurstöðum eru þó m.a. þeir annmarkar að við vitum að vatn þrýstist eitthvað út úr botnlögunum við þjöppunina svo rakastig eftir hana er í reynd nokkru lægra en það sem hér er notað og holrýmd eftir þjöppun því líklega nær 55 %. Útreikningarnir sýna að okkar mati trúlegar niðurstöður og benda til þess að botnlögin hafi þjappast að því marki að sig í þeim undan húsinu verði takmarkað. Árangur þjöppunar í N52-58 grunni – hönnun undirstaðna Áhrif þjöppunar með tveimur titurvölturum á mismunandi tíðni á yfirborði grunnsins hefur væntanlega náð niður í gegnum fyllinguna og hún því býsna vel þjöppuð í heild. Á hinn bóginn náðist ekki á þann hátt að þjappa lausu botnlögin alls staðar í grunninum jafnmikið, sbr. kaflann hér á undan. Lausu botnlögin eru samkvæmt borununum breytileg að þykkt, sjá jarðlagasnið, mest allt að 8 m. Að því er tekur til áhrifa af djúpþjöppuninni er rétt að nefna að þegar reynt var að endurreka titurstaurinn á svæði sem áður hafði verið þjappað reyndist mjög erfitt að koma staurnum niður í gegnum þjappaða lagið. Til góða kemur að álagið frá húsinu dreifist með aukinni dýpt og þess gætir því hlutfallslega minna þeim mun neðar sem er í grunninum. Lögð var áhersla á að við hönnun undirstaðna yrði tekið tillit til aðstæðna með því að ganga svo frá steyptu undirstöðunni að platan og neðsti hluti veggja yrði stíf heild, sem yfirfæri álag og jafni það sem best út. AÐRAR GREINAR 2021- 27- (1)

x

Verktækni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.