Ægir

Volume

Ægir - 01.09.2022, Page 14

Ægir - 01.09.2022, Page 14
14 „Við sem erum búnir að vera lengi í sjávarútvegi vitum að það koma hæðir og lægðir í okkar rekstri. Það eru breytingar í lífkerfinu og í afla- brögðum sem sjávarútvegurinn hef- ur alltaf þurft að laga sig að. Sveifl- ur eru í ytra umverfi eins og við höfum fengið að finna fyrir á síð- ustu misserum með covid og stríði í Austur-Evrópu. Hvað varðar laga- legt umhverfi sjávarútvegsins þá sér maður ekki fram á neina gjör- byltingu. Þegar menn skoða málin út frá því sem best kemur sér fyrir þjóðina held ég að ekki sé von á neinum kollsteypum. Þá væri óvar- lega farið," segir Gunnþór B. Ingva- son, forstjóri Síldarvinnslunnar í Ægisviðtali. Með kaupum á Vísi í Grindavík segir Gunnþór að Síldarvinnslan sé að koma sér vel fyrir í bolfiski. „Veiðar og vinnsla á bolfiski munu vega þyngra í rekstri okkar. Hér áður fyrr námu bol- fiskheimildir Síldarvinnslunnar um 25% af aflaheimildum félagsins. Nú er bolfiskurinn kominn yfir 50% þannig að félagið stendur á fleiri stoðum en áður og meiri dreifing á áhættu í af- komu félagsins,“ segir segir Gunnþór. Á ekki von á neinum kollsteypum Gunnþór B. Ingvason, forstjóra Síldarvinnslunnar, í Ægisviðtali Ægisviðtalið  Beitir NK að veiðum. Mynd: Helgi Freyr Ólason.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.