Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2022, Síða 34

Ægir - 01.09.2022, Síða 34
34 Fáum dettur líklega í hug nú á tím- um að bein tengsl hafi nokkurn tím- ann verið milli saltfisks, þrælasölu og bruggunar á rommi. Það er þó staðreynd. Kaupskip fyrri alda sigldu með saltaðan þorsk frá Ný- fundnalandi og Nýja Englandi niður í Karíbahaf, þar sem fiskurinn var helsta fæða þrælanna á plantekrum Englendinga og Frakka. Þar var meðal annars greitt fyrir fiskinn með rommi eða sykurmassa til bruggunar á þeim eðaldrykk. Sykr- inum var umbreytt í romm í Boston og víðar. Rommið var flutt til Afríku í skiptum fyrir þræla að hluta til. Þannig myndaðist hringrás byggð á saltfiski, þrælum og rommi. Þræla- sala er auðvitað löngu liðin tíð en rommið og saltfiskurinn lifa góðu lífi. Enn er til dæmis mikil eftir- spurn eftir þurrkuðum saltfiski á eyjum Karíbahafsins. Þetta má sjá í bókinni Ævisaga þorsksins eftir Mark Kurlanski, sem kom út á ís- lensku árið 1998. Hér er gluggað í viðburðaríka ævisögu þorsksins. Þúsundir þræla á hverju ári Frönsku nýlendurnar St. Domingue (Haiti), Martinique og Guadaloupe voru, ásamt hollensku nýlendunni Suriname, meðal bestu viðskiptavina Nýja-Englands. Hagkerfi þessara ný- lendna byggðist á risastórum plant- ekrum og þær frönsku skiluðu gífur- legum gróða. Eftir 1860 fluttu Frakkar að meðaltali 1.000 Afríkumenn á ári til St. Matinique. Á St. Dominge var þessi tala 8.000 á ári alla 18. öldina. Þótt margir þessara Afríkumanna kæmu í stað annarra, sem höfðu verið drepnir með þrældómi, fjölgaði ört í þessu þrælasamfélagi, sem nærðist á ódýrum saltfiski. Slæm aðstaða til fiskþurrkunar Fiskveiðar Frakka náðu ekki að anna þessari miklu eftirspurn. Meginkrafa Karíbamarkaðarins var sú að saltfisk- urinn væri harðþurrkaður svo hann þyldi hitabeltisloftslagið en Frakkar réðu ekki yfir nægu strandplássi til þurrkunar. Á átjándu öldi varð næst- um að engu það litla pláss sem Frakkar réðu yfir á Nýfundnalandi. Bretar höfðu komið upp bækistöðvum sínum á austurströndinni, á nesjunum nærri Miklumiðum. Frakkarnir stunduðu veiðarnar út frá suðurströndinni Pla- centia Bay sem hafði góðar hafnir og íslausar. Þar átti síldin líka leið um og sá flotanum fyrir beitu og í grenndinni var Caspéskaginn í Nýja-Frakklandi. Eftir orrustur við Breta árið 1713 féll- ust Frakkar á að yfirgefa þetta svæði og fá í staðinn aðgang að norður- strönd Nýfundnalands sem síðan hef- ur gengið undir nafninu Franska ströndin. Þetta svæði lá hvergi að frönsku landi og var ekki heldur í ná- lægð við fiskimiðin, svo að þar var ekki nægileg aðstaða til fiskþurrkunar. Eftir næstu styrjöld versnaði staða Frakka enn. Nýja-Frakkland tapaðist á 20 mínútum Sjö ára stríðið sem í Bandaríkjunum gengur undir nafninu Stríðið við Frakka og indíána, var fyrsti ófriður- inn sem háður var um allan heim. Rétt Þorskur, þrælar og romm  Saltfiskþurrkun á Nýfundnalandi undir lok nítjándu aldar.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.