Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2022, Blaðsíða 34

Ægir - 01.09.2022, Blaðsíða 34
34 Fáum dettur líklega í hug nú á tím- um að bein tengsl hafi nokkurn tím- ann verið milli saltfisks, þrælasölu og bruggunar á rommi. Það er þó staðreynd. Kaupskip fyrri alda sigldu með saltaðan þorsk frá Ný- fundnalandi og Nýja Englandi niður í Karíbahaf, þar sem fiskurinn var helsta fæða þrælanna á plantekrum Englendinga og Frakka. Þar var meðal annars greitt fyrir fiskinn með rommi eða sykurmassa til bruggunar á þeim eðaldrykk. Sykr- inum var umbreytt í romm í Boston og víðar. Rommið var flutt til Afríku í skiptum fyrir þræla að hluta til. Þannig myndaðist hringrás byggð á saltfiski, þrælum og rommi. Þræla- sala er auðvitað löngu liðin tíð en rommið og saltfiskurinn lifa góðu lífi. Enn er til dæmis mikil eftir- spurn eftir þurrkuðum saltfiski á eyjum Karíbahafsins. Þetta má sjá í bókinni Ævisaga þorsksins eftir Mark Kurlanski, sem kom út á ís- lensku árið 1998. Hér er gluggað í viðburðaríka ævisögu þorsksins. Þúsundir þræla á hverju ári Frönsku nýlendurnar St. Domingue (Haiti), Martinique og Guadaloupe voru, ásamt hollensku nýlendunni Suriname, meðal bestu viðskiptavina Nýja-Englands. Hagkerfi þessara ný- lendna byggðist á risastórum plant- ekrum og þær frönsku skiluðu gífur- legum gróða. Eftir 1860 fluttu Frakkar að meðaltali 1.000 Afríkumenn á ári til St. Matinique. Á St. Dominge var þessi tala 8.000 á ári alla 18. öldina. Þótt margir þessara Afríkumanna kæmu í stað annarra, sem höfðu verið drepnir með þrældómi, fjölgaði ört í þessu þrælasamfélagi, sem nærðist á ódýrum saltfiski. Slæm aðstaða til fiskþurrkunar Fiskveiðar Frakka náðu ekki að anna þessari miklu eftirspurn. Meginkrafa Karíbamarkaðarins var sú að saltfisk- urinn væri harðþurrkaður svo hann þyldi hitabeltisloftslagið en Frakkar réðu ekki yfir nægu strandplássi til þurrkunar. Á átjándu öldi varð næst- um að engu það litla pláss sem Frakkar réðu yfir á Nýfundnalandi. Bretar höfðu komið upp bækistöðvum sínum á austurströndinni, á nesjunum nærri Miklumiðum. Frakkarnir stunduðu veiðarnar út frá suðurströndinni Pla- centia Bay sem hafði góðar hafnir og íslausar. Þar átti síldin líka leið um og sá flotanum fyrir beitu og í grenndinni var Caspéskaginn í Nýja-Frakklandi. Eftir orrustur við Breta árið 1713 féll- ust Frakkar á að yfirgefa þetta svæði og fá í staðinn aðgang að norður- strönd Nýfundnalands sem síðan hef- ur gengið undir nafninu Franska ströndin. Þetta svæði lá hvergi að frönsku landi og var ekki heldur í ná- lægð við fiskimiðin, svo að þar var ekki nægileg aðstaða til fiskþurrkunar. Eftir næstu styrjöld versnaði staða Frakka enn. Nýja-Frakkland tapaðist á 20 mínútum Sjö ára stríðið sem í Bandaríkjunum gengur undir nafninu Stríðið við Frakka og indíána, var fyrsti ófriður- inn sem háður var um allan heim. Rétt Þorskur, þrælar og romm  Saltfiskþurrkun á Nýfundnalandi undir lok nítjándu aldar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.