Veiðimaðurinn - 01.06.2005, Blaðsíða 10
Frábœrt dœmi um HFF. Stór og breiður sjóndeildarhringur veiðimannsins endurspeglast í fluguboxinu. Hann leyfir sérgott úrval en veit sem er að allt
eru þetta líklegar púpur fyrir silung, eitthvað sem hefur gefið, á eftir að gefa, aðeins spuming um að geta sér til um rétta tímann.
Afflupfimiim skuluð þið þekkja þá
Ég er þeirrar skoðunnar að tvö hættulegustu orðin í
heiminum þegar fluguveiðar eru annars vegar séu: Ég veit.
Sá veiðimaður sem veit allt getur heldur ekki lært neitt
nýtt.
Stór hluti þess að stunda fluguveiðar er tíminn þegar
maður er alls ekki að veiða. Það er trúlegt að margir
veiðimenn eyði engum minni tíma í að hnýta flugur og raða
þeim fram og aftur í flugubox eða gamla vindlakassa eins
og í veiðina sjálfa. Þetta er vitaskuld bara ágiskun en fjarska
góð ágiskun, finnst mér.
Fluguboxið segir að mínu viti margt um veiðimanninn,
kannski óþægilega margt. Það er eins konar sálarspegill
eða opinn lófi sem spákona les úr alls konar möguleika,
hugsanlega hamingju, óvæntan happdrættisvinning eða von
um 22 punda lax í nánustu framtíð.
Bleik og búin á'ðí
Ég flutti í fyrra í handfarangri tvö eða þrjú flugubox
með laxaflugum fyrir frábæran fluguhnýtara sem hafði
selt þær veiðimanni fyrir norðan. Ég freistaðist til að skoða
boxin á leiðinni og verð að segja að frágangurinn var vel
yfir meðallagi. Það sem vakti ekki síður athygli mína var
hversu vel flugunum var raða upp, eftir litum og stærðum
og gerðum. Það er ekki alltaf þannig. Það kemur strax upp
í hugann fremur ókræsilegt svart plastbox sem ég sá í vetur
leið. Þegar það var opnað komu í ljós fjarskalega skýrar
andstæður. Hægra megin var slatti af laxaflugum, þokkalega
hnýttum meiraaðsegja. Ég fékk strax á tilfinninguna að
síðasta sumar hafi fært veiðimanninum nokkra gæfu,
næstum hárlaus Hairy Mary angaði af meðalstórum laxi en
útilokað að veiðimaðurinn hafi fengið fleiri sökum þess að
Mary elskan var næstum komin úr öllu. Vinstra megin lá
svo ein og yfirgefin silungafluga. Hún heitir svo svakalegu
nafni að varla er óhætt að skrifa það upp í svona virðulegu
veiðiblaði. Eg læt skammstöfununina nægja: IPB. Þetta er
kannski ekki alveg jafn kunnugleg skammstöfun og BSÍ
eða FBI en jafnvel Leyniþjónusta Bandaríkjanna gæti ekki
fengið botn í þann harmleik sem þessi fluga bjó yfir. Það var
eitthvað svo sorglegt að sjá kvikindið liggja frammá lappir
sínar, brostnar vonir í bleiku, og óvíst hvort þetta eintak
verði nokkru sinni sett á flot framar.
10 Veiðimaðurinn Júní 2005