Veiðimaðurinn - 01.06.2005, Blaðsíða 14

Veiðimaðurinn - 01.06.2005, Blaðsíða 14
utll (V GullölcL Blönduveiða var síðasti fjórðungur tuttugustu aldar. Stangaveiðifélög á Siglufirði, Sauðárkróki og Blönduósi höfðu þá með ána að gera og skipti hvert félag sínum dögum við mikla eftirvœntingu veiðimanna. Dœmi voru um að menn mœttu í útdrdttinn í alsparifötum! Skoðanir mínar eru oft litaðar af stundarhagsmunum en ekki af því hvað hollast er þjóðarhag - svona billega er ég innréttaður og við það verður að sitja þótt mér fullkomnara fólki finnist lítið til koma. Ég var á móti Blönduvirkjun því augljóst var að laxveiðin yrði með öðrum hætti eftir virkjun. Það þótti mér afleitt. Blöndusumarið byrjaði þegar dögum var deilt á félagana í Stangaveiðifélagi Sauðárkróks einhvern tíma eftir áramót. Tuttugu til þrjátíu veiðimenn mættu á fundinn með heiðríka, bjartsýna gleðivon í farteskinu en þar var dregið um hvaða daga mætti mæta á bakka. Þetta voru sannir gleðifundir, allir samhuga um gott gengi, góða félaga, gott veður og gott verð á laxi. Gagnstætt öðrum samkomum, sem fullar eru af fögrum loforðum en enda í brostnum vonum, stóðust allar mínar væntingar af þessum fundum - jafnvel meira en það. Síðan var það biðin og spenningurinn sem ég undi við fram í júníbyrjun að veiðitímabilið hófst. Þá fóru menn æði oft í "heimsókn" ef einhverjir góðir kunningjar áttu dag. Það var ævinlega jafn uppörvandi og glæddi vonirnar því ef vel veiddist var auðséð að sumarið yrði gott en fengist lítið var það ávísun á að laxinn væri seint á ferðinni og við sem áttum daga síðar á sumrinu myndum vissulega lenda í stórveiði; semsagt gott. Nóttina fyrir fyrsta Blöndudag á hverri vertíð svaf ég alltaf lítið og þessi augnablik sem mér hurfu vökuvonirnar tóku við æsileg óráðshlaup, svínbognar stangir og grenjandi veiðihjól svo að ég vaknaði kófsveittur og snöktandi af spenningi. Hvíldin var því lítil en hver þarf að sofa þegar leiðin liggur í Blöndu? Ekki ég, það er fullvíst. Alltaf fékk ég sömu tilfinningu þegar ég kom á bakkann. Ekki er létt að lýsa henni en helst með því að segja að ég var vonlítill, hikandi og hræddur. Á sama tíma leið mér eins og sigurvegara í maraþonhlaupi. Blanda tók mig alltaf sömu heljartökum. Horfandi á þennan kolmórauða flaum fann ég vel hvað ég var smár og réð litlu um daginn sem var að byrja. Þegar jökulvatnið sullaðist um stígvélin var augljóst að þarna fengi ég ekki fisk nema áin væri í góðu skapi - þá kom fyrir að hún gaf mér á krókinn. í Blöndu gat ég aldrei húkkað fisk. Ekki er einfalt að húkka fisk en það gerist þannig að veiðimaðurinn kemur öngli sínum í fiskinn án þess að agnið sé étið. Önnur aðferð við húkk er virðuleg og heitir að sjónrenna. Þá er sætt lagi og agninu rennt upp í fiskinn þegar hann andar. Þá festist öngullinn í kjaftinum en það telja ýmsir löglegt og skiptir í því sambandi engu hvort fiskurinn vill éta það eða er bara að geispa, sem oftast er líklegra. Báðar þessar aðferðir byggjast á því að laxinn sjáist. Það gerðist aldrei í Blöndu nema þegar hann stökk og aldrei var ég svo bjartsýnn að ég reyndi að kasta spæni í hann á lofti - til þess þarf meiri snilling en ég er. Annars er þetta sjálfsagt meira rifrildi um málfræði en veiðiaðferðir. Það sem ég vil koma á framfæri er það að í Blöndu gat enginn veitt með þeim aðferðum sem notaðar eru annars staðar. Þetta var svo gjörólíkt að sá sem þar veiddi varð að byrja á að gleyma öllum öðrum aðferðum og tileinka sér það sem dugði á þessari furðulegu veiðislóð. Þetta á við um spónaveiðina. Víst hef ég fengið þarna marga laxa á maðk, devon og túpur en það er þegar áin er nokkuð tær svo agnið sést í eins eða tveggja feta fjarlægð. Maðkveiði í Blöndu er auðveld því fiskurinn tekur mjög greitt, trúlega er það í genunum. Seiðin verða að vera fljót að éta þegar fóðrið ber að þeim í jökulvatninu. Þetta situr í fullorðna fiskinum og því tekur hann eins og koli. En þessi pistill fjallar um spónaveiðina. Ýmsir sjálfskipaðir stangaveiðifræðingar hafa talað um hana af heimskulegri lítilsvirðingu, sem mér leiðist. Enga trú hef ég á því að þeirri skoðun verði breytt og liggur raunar í léttu rúmi. Hitt skulda ég Blöndu fyrir allar þær stundir sem ég naut stórkostlegrar veiðigleði á bökkunum þar að ég reyni að koma á blað einhverjum minningum frá þessum horfnu sælustundum. Trú mín er sú að aldrei hafi mér tekist að veiða fisk þarna en aftur á móti fékk ég oft fisk ef ég sýndi ýtrustu einbeitingu. Því held ég að Blanda hafi beinlínis verðlaunað mig með afla. Misjafnlega bjuggu menn sér í hendur veiðitækin og kemur þar til sérviska hvers og eins en þó má segja að Blöndugræjurnar voru of stórkarlalegar fyrir flestar aðrar ár. Þessi pistill er um mínar sérviskur og einkahugleiðingar sem vissulega eru síst altækar. Veiðisvæðið neðan Ennisflúða er merkilegt að því leyti að oftast voru allir veiðimenn öllum sýnilegir og oftar en ekki stóðu þeir tveir sem saman voru á bakka hlið við hlið og þótt kapp væri í mönnum man ég aldrei annað en allir hjálpuðu öllum af fremsta megni og hvergi hef ég veitt þar sem betri félagsandi hefur ríkt - var líka oft nauðsyn ef lukkast átti að landa, það skildu allir. Nákvæmlega klukkan sjö var byrjað og eins eftir hvíldina klukkan eitt. Útaf því var óréttlátt að breyta, fyrstu köstin gáfu ótrúlega oft fisk því þá var hann á líklegustu stöðunum en hrökk úr þeim þegar farið var að draga oftar. Laxinn er eins og við, hann unir sér best í logni þar sem lítið þarf fyrir lífinu að hafa. Blanda hafði samt sérstöðu að þessu leyti. Aðrar ár breytast lítið á daglegum veiðitíma, í henni aftur á móti gat vatnið hækkað eða lækkað umtalsvert og þá skipti fiskurinn um legustaði og veiðimenn breyttu líka tækni sinni, sökkuðu öðruvísi, köstuðu og drógu á annan hátt. Mér gekk best ef ég gat dregið nógu hratt og nógu djúpt þvert á bestu legusvæði. Ég held að snúningurinn á spæninum 14 Veiðimaðurinn Júní 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.