Veiðimaðurinn - 01.06.2005, Side 15

Veiðimaðurinn - 01.06.2005, Side 15
Breyttir tímar í Blöndu. Nú er mikið veitt á flugu í þessu mikla fljóti. hafi slegið önglinum í fiskinn. Sá sem ekki brýndi og var með bitlausa króka festi ekki í fiski þessi örfáu augnablik sem spónninn og laxinn áttu leið saman. í gruggugu vatni hefur fiskurinn ekki annan fastan punkt en botninn og þess vegna varð að draga djúpt sem líka hafði það í för með sér að festur með tilheyrandi veiðarfæratjóni voru algengar í Blöndu. Ef ég dró í miðjum sjó allan daginn kom ég heim með alla spænina en pokinn var þá líka léttur. Misvitrir montrassar eru með munninn fullan af því hvað þessi eða hin tæknin hafi verið rosaleg. Þau stertimenni hafa aldrei sett í fisk í Blöndu og horft á eftir 70-80 metrum af 40 punda línu buna út af hjólinu á 10 sekúndum þrátt fyrir þunga bremsu. Ég hef veitt í mörgum ám á alls kyns agn og í æsku var ég fjögur sumur á Hólmavaði við Laxá í Aðaldal. Var þá oft aðstoðarmaður þeirra stórveiðifeðga Benedikts og Kristjáns sem voru fluguveiðisnillingar og sportveiðimenn á heimsmælikvarða en sá aldrei neitt þvílíkt og komu þó á land margir fiskar og stórir. Þegar mesti hlutinn af línunni var farinn af hjólinu hafði maður engin önnur ráð en hlaupa og hlaupa hratt þótt brautin væri fráleitt bein og slétt. Þá varð að gera allt í senn; fylgjast með fiskinum, forðast augljósar festur, stilla bremsuna og sjá fótum sínum forráð. Reyndist mér þetta oft fullmikið og fékk ég þá ýmsar skrokkskjóður og furða að aldrei hlaust beinbrot af en oft var ég með blóðbragð í munni eftir slíka spretti. í svona tröllslegum flaumi átti fiskur með spón í síðunni auðvitað miklu meiri möguleika en magatekinn maðkalax sem er raunar vonlaus ef hnútar og línur halda. Hitt varð þó æsilegast ef áin var á milli vita þannig að ég trúi að fiskurinn hafi orðið var við veiðarfærið sekúndu fyrr en þegar gruggið var mest. Þá hefur hann hrokkið undan og setti maður þá í stirtluna, urðu þá hlaupin hvað mest, laxinn hafði ekki jarðsamband með sporðinum og sá sjálfsagt eitthvað frá sér. En svo skrítið var það að oft þótti mér þeir endast skemur þegar þannig stóð í þeim og held helst að þar hafi valdið hræðsla þótt þekking mín á sálarlífi laxa sé takmörkuð. Þótt bæði Iax og veiðimaður lifðu þessar fyrstu fimmtán mínútur og 500 metra af sinni samveru var þó eftir að ná fiskinum á land en það var einnig sérhæfð aðgerð og vandasöm. Oft heyrðust þá háværar leiðbeiningar og fengust líka oft skyndinámskeið í íslensku þegar miður heppnaðist, sem vildi koma fyrir. Margar kátlegar sögur eru til af þessum síðasta þætti veiðinnar. Að sinni segi ég ekki fleira af samvistum mínum við Blöndu eða þeim góðu drengjum sem tróðu þar bakka með mér. Er þó af nógu að taka ef áhugi væri fyrir hendi. Hilmir Jóhannesson veiðimaður á Sauðárkróki. Júní 2005 Veiðimaðurinn 15

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.