Veiðimaðurinn - 01.06.2005, Blaðsíða 21

Veiðimaðurinn - 01.06.2005, Blaðsíða 21
Dr. Jónas skrifar Litaðar gáru- og örtúpur Ein alskemmtilegasta laxveiði sem þekkist er að veiða á gárutúpu. Ég gleymi því ekki hvað ég reyndi lengi að fá fyrsta laxinn á gárutúpu. Ég hafði heyrt af mönnum með þessar túpur í nokkurn tíma og reyndi þær en ekkert gekk. Svo var það einn morgun á Bryggjunum í Norðurá í byrjun júlí að ég setti Langá Fancy gárutúpu undir og kastaði. Þá var ég reyndar búinn að kasta öðrum flugum án árangurs. Árni Steinsson veiðifélagi minn sat uppi í brekku og fylgdist með. Ég starði á túpuna þegar hún skautaði á hylnum. Þeir sem til þekkja vita að þarna er afar breiður hylur og oft liggur lax úti um allt. Allt í einu lyftist áin upp rétt við túpuna og Árni kallaði, "sástu þetta?" Ég kallaði á móti, "á ég að gera eitthvað?" En ekkert gerðist annað en að ég byrjaði að skjálfa í hnjáliðunum. Aftur kastaði ég og eftirvæntingin var mikil. Aftur kom ólga og nú stríðari og stærri og fiskur tók í fluguna. Af gömlum vana tók ég á móti og hann var á. En það hefði ég betur látið ógert því ég missti hann eftir snarpa viðureign. Fram að þessum tíma hafði ég í laxveiði með flugum og túpum varla séð tökurnar heldur bara orðið var við tog. Nú varð ekki aftur snúið. Ég reyndi aftur í sömu ferð og fékk annan lax á sömu túpu í Myrkhyl. Sá kom upp úr og tók. Síðan hef ég veitt fleiri laxa með þessari aðferð og hef því fengið tækifæri til að prófa ýmsar útfærslur. Ég hef komist að því að nauðsynlegt er að vera með beitta króka á gárutúpunum og hefur mér líkað best við Kamasan nr. 14 í stærri túpur og VMC með víðum bug í þær minni. En nú hafa gerst tíðindi í heimi gárutúpa. Eins og flestir vita kom Mikael Frödin hingað til lands um árið í boði Veiðihornsins. Hann kynnti hnýtingar á keilutúpum sem ég svo aðlagaði íslenskum aðstæðum og hefur Frances keilan sem ég hnýtti slegið í gegn og einnig eru afar vinsælar Black and Blue, Green Butt og fleiri. Allar þessar túpur voru hnýttar á glært túpuefni. Nú hefur Mikael Frödin bætt um betur og búið til litað túpuefni. Mér þykir það afar fallegt og veiðilegt. í framhaldi af því hef ég hannað gárutúpur úr þessu efni. Eins og áður hefur komið fram endurhanna ég gjarnan gamlar flugur með nýju efni. Eins og myndirnar sýna eru þetta Green Highlander (hnýtt úr flúorgrænu túpuefni), Green Butt með flúorgrænu, Black Sheep með svörtum legg, Black and Yellow með flúorgulum búk og Green Butt með flúorgrænum legg. Að lokum fannst mér við hæfi að hnýta hina frægu, skosku flugu Alley's Shrimp með appelsínugulum legg. Enn ein nýjung sem ég nota í þessum túpum er að nú set ég silfraðar tvíkrækjur í þessar túpur, öngla sem eru með útstætt agnhald. Þessir krókar voru hannaðir af Hugh gamla Falkus sem er frægur enskur veiðimaður. Hann hannaði þá með það í huga að þeir héldu fiskinum betur. Það hefur tekist vel því maður missir síður fiska af þessum krókum en öðrum tvíkrækjum. Auk þess eru tvíkrækjurnar léttari en þríkrækjur sem veldur því að túpan gárar betur. Að lokum fylgir með ein Green Butt gáruörtúpa og einnig örtúpa sem er hnýtt úr sama flúorgræna túpuefninu. í túpuna er notaður VMC þríkrókur nr. 14 og 16 sem gengur upp í túpuna. Að lokum hvet ég alla þá sem veiða á gárutúpur að hafa eitt í huga þegar laxinn tekur. Bíðið bara róleg þangað til þið sjáið fiskinn taka og flugulínan er lögð af stað á eftir fiskinum - þá fyrst má lyfta stönginni og taka á móti. Meö von um gleðilegt veiðisumar, Dr. Jónas JÚIÚ2005 Veiðimaðurinn 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.