Veiðimaðurinn - 01.06.2005, Side 32

Veiðimaðurinn - 01.06.2005, Side 32
Vœn bleikja var búin að vaka tvisvar og var því idauðafœrí. eitt að breyta um lit virðist oft skipta öllu máli. Stærðin skiptir líka máli. Mér er minnisstætt þegar ég var að veiða í Laxá í Mývatnssveit með frönskum snillingi sem helst vildi bara veiða á þurrflugu. Þar sem hann kastaði upp fyrir sig á spegil sá hann vaka fisk sem tók eftir örfá köst svarta Black Gnat númer 14. Takan var groddaleg; fiskurinn tók harkalega og með buslugangi og flugan festist ekki í honum. Fransmaðurinn var ekki í nokkrum vafa um hvað hann ætti að gera. Hann setti undir minni flugu sömu tegundar, númer 18. Hann var svo sannfærður um að ráðið væri að minnka fluguna að hann reyndi ekki eitt einasta kast þess í milli. Á meðan hann var að hnýta fluguna á tauminn útskýrði hann fyrir mér að þegar flugurnar væru of stórar réðist fiskurinn frekar á þær með látum í stað þess að súpa þær snyrtilega af yfirborðinu. í þessum töluðu orðum kastaði hann aftur, hitti beint á réttan stað og fiskurinn tók svo snyrtilega að það var eins og hann væri að kyssa fluguna undir yfirborðinu. Yfirborð vatnsins sprakk og upp stökk fallegur, silfraður og spikfeitur 3ja punda urriði. Eftir þetta hef ég ekki verið feiminn við að minnka flugurnar. Þurrfluguveiðin er aðferð sem hefur heillað mig æ meir. Aðrar aðferðir hafa smátt og smátt fengið að víkja hjá mér þegar staðið er á árbakkanum. Ekki vegna meiri afla heldur vegna þess hversu vel hún hefur sýnt mér fram á að ég á enn margt ólært í fræðunum. Einar Guðmann

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.