Veiðimaðurinn - 01.06.2005, Blaðsíða 33

Veiðimaðurinn - 01.06.2005, Blaðsíða 33
Verðlaun vegna skila á merkjum úr lax- og silungsveiði Þann 18. maí síðastliðinn afhenti veiðimálastjóri verðlaun vegna skila á merkjum úr lax- og silungsveiði á árinu 2004 en verðlaunahafarnir voru dregnir úr hópi veiðimanna sem höfðu skilað inn til embættis veiðimálastjóra og Veiðimálastofnunar á því ári 598 örmerkjum og annars konar merkjum. Slík verðlaun hafa verið veitt árlega til margra ára og hafa þau eflaust glætt áhuga veiðimanna á að skila merkjum. Rafn Afreðsson teknr við fyrstu verðlaunum fyrir merkjaskil úr hendi veiðimálastjóra. Eftirtaldir veiðimenn hlutu verðlaunin að þessu sinni: 1. verðlaun, "Fenwick Iron Hawk" flugustöng, hlaut Rafn Alfreðsson, Þorláksgeisla 29, Reykjavík fyrir laxahrygnu veidda í Elliðaám 31. júlí 2004. 2. verðlaun, "Fenwick Night Hawk" fluguhjól, hlaut Skúli Kristinsson, Seli II Selfossi fyrir laxahæng veiddan í Eystri- Rangá 23. ágúst 2004. 3. verðlaun, "ABU Ambassadeur" kasthjól, hlaut Thomas Zahniser, Fífulind 1, Kópavogi fyrir laxahrygnu veidda í Elliðaám 16. ágúst 2004. 4. verðlaun, "ABU Conolon Speedlock" kaststöng, hlaut Jóhannes Hinriksson, Eyrarvegi 14, Selfossi fyrir laxahæng veiddan í Eystri-Rangá 1. ágúst 2004. 5. verðlaun, "Berkley Lightning” kaststöng, hlaut ísleifur Jónasson, Kálfholti, Ásahreppi fyrir laxahæng veiddan í Þjórsá 22. júlí 2004. Hér á landi er lax og silungur merktur með ýmiss konar merkjum. Helstu merkin eru örmerki, sem komið er fyrir í trjónu laxaseiða á gönguseiðastigi og slöngumerki sem sett eru undir bakugga á eldri laxi eða silungi. Notkun útvarpsmerkja og mælimerkja hefur farið vaxandi. Árvekni stangaveiðimanna og forsvarsmanna veiðifélaga er forsenda þess að fiskmerkingar nái tilætluðum árangri. Veiðimenn þurfa að grannskoða fiskinn sem þeir veiða með tilliti til útvortis merkinga, uggaklippinga og almenns ástands á uggum. Klipptur veiðiuggi er ætíð vísbending um örmerki í trjónu laxins en trosnaðir eða eyddir uggar geta verið vísbending um að fiskurinn hafi sloppið úr eldiskví þótt slíkt sé ekki einhlítt og þurfi staðfestingar við t.d. með hreisturlestri. ÁRSSKÝRSLA VEIÐIMÁLASTOFNUNAR FYRIR ÁRIÐ 2QM STANGAVEIÐIN METIN Á 8-9 MILLJARÐA Á ÁRI Kannanir sýna að þriðjurigur (slendinga, eða um 60 þiisund manns á aldrinum 18 - 75 ára, stundar stangaveiði. Þessu til viðbótar er talið að um fimm þúsund erlendir veiðiinenn komi til íslárids árlega. Þegar horft er til landsins alls er framboð stangardaga í laxvéíði urn 34 þúsund dagar árlega. Heildarfjöldi veiðidaga íslendinga er hins vegar liðiega 400 þúsurid á hverju ári. Það má því ljóst vera að silungsveiðin er mun stærri í sniðum reiknuð í fjölda veiðimanna og stangardaga. Þrátt fyrir þessar háu tölur kemur 1 Ijós að veiðidagar á mann eru færri á íslandi en á hinum Norðurlöndunum. OG VERÐMÆTIN... Óbein og afleidd efnahagsfeg áhrif stangaveiða eru 7.8 - 9.1 milljarðurkrónaáári, segir í ársskýrslu stofnunarinnar. Af jressari upphæð eru beinar tekjur til veiðiféiaga 1-1,2 milljarður króna. Þetta þýðir að hverjar þúsund krónur sem veiðimaður eyðir í veiðileyfi átt- til nífaldast þegar á heildina er litið. Þá er bent á í skýrslunni að á bílinu 1000 - 1200 störf verði beinlínis til vegna stangaveiði. Og áfram er haldið rneð áhugaverðar staðreyndir. Sýnt er frant á að um helmingur atvinnutekna í landbúnaði á Vesturlandi komi frá stangaveiði, Sigurður Guðjónsson hendir á í yfirlíti sínu um stárfsemi stofnunarinnar að Veiðimáíastofnun fékk á síðustu fjárlögum 49,2 milljónir króna. Þegar Sigurður er búinn að tala um umsvif stangaveiði á íslandi og draga fram verðmætin sem greinin skapar færir hann rök fyrir því að fjárframlagið sé ekki einasta lágt heldur verði að leita leiða til að treysta fjárhagsgrundvöll starfseminnar. STANGAVEIÐIN ÁRIÐ 2004 Aflinn 184,6 tonn Árið 2004 var eitt af stóm árunum í stangaveiði á íslandi. Tæplega 46 þúsund laxar veiddust á stöng í fyrra. Aukningin frá árinu áður er hvorki meiri rié minni en 34,4%. Þegar búið er draga: frá ríflega 7 þúsund laxa sem sleppt var aftur leggur heildaraflinn sig á 109 tonn. Urriðaveiðin var um 45 tonn eða tæplega 40 þúsund fiskar og bleikjuaflinn 30,6 tonn eða um 35 þúsund fiskar. 2004 var metár í urriðaveiði og kom fram aukning í öllum landshlutum. Veiðimálastofnun spáir áframhaldandi aukningu í urriða- og sjóbirtingsveiði. Bleikjuveiðin hefur haldist stöðug í um tíu ár og árið 2004 skar sig ekki úr þar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.