Veiðimaðurinn - 01.06.2005, Blaðsíða 34

Veiðimaðurinn - 01.06.2005, Blaðsíða 34
í mörg ár veiddum við í Fljótum í Skagafirði, í Hópsvatni og Flókadalsvatni, í Flókadalsd, bæði í "stubbnnm" milli vatnanna og efri ánni. Ég hafði nokkrum sinnum komist í Fljótaá sem lengst af var á vegum Siglfirðinga en síðustu sumrin leigðum við sumarbústað hjá Pétri á Hraunum og veiddum afHraunamöl, í sjónum í sunnanátt, í Miklavatni þegar hann var á norðan og sitt á hvað í áttleysu. Fljótin eru fögur sveit og fiskisæl, oftast býst bleikjan til uppgöngu úr sjónum í ferskvatnið um Jónsmessu, þær stærstu fyrst, tveggja punda fiskarnir eru þá uppistaðan í aflanum. Haustbleikjan er aftur á móti smærri. Yfirleitt er Fljótaárbleikjan stærri en sú sem gengur í Flókadalsá. Staðbundinn urriði er í Hópsvatni og sjóbirtingur slæðist þangað inn og einnig í Miklavatn. Bæði vötnin eru farvegir laxa. Laxinn í vestara vatnakerfinu gengur upp í "stubbinn" milli Flókadalsvatns og Hópsvatns og er aðallega veiddur þar en ég hef þó fengið lax í báðum vötnunum. í Flókadalsvatni er staðbundinn urriði sem getur orðið rígvænn. Fljótaárlaxinn gengur upp úr Miklavatni. Á haustin er blátt af berjum í Stíflu, inni í Flókadal og úti á Almenningum. Steikt eða soðin bleikja með nýuppteknum kartöflum og bláberjaskyr með rjóma er dæmigerður kvöldverður í þessari sveit á þeim tíma. Við höfðum svo sem unað glöð við aflabrögð í Fljótunum, meira að segja stofnað Fljótavinafélagið sem vann að hagsmunamálum byggðarlagsins óbeint og í kyrrþey. En í veiðimanninum blundar alltaf þrá og von um meiri veiði og stærri fiska, sumir halda líka að grasið sé grænna hinum megin girðingarinnar. Við töldum að bleikjurnar væru stærri og fleiri handan fjallanna og mikluðum ekki fyrir okkur að leggja á brattann, klöngrast urð og klífa skriður. Það hvílir líka ákveðin dulúð yfir hinu óþekkta, eyðibyggðum sem geyma löngu liðna sögu um harða lífsbaráttu í óblíðri náttúru, voveiflega atburði; sjóslys, snjóflóð og feiknleg örlög. Slíkir yfirskyggðir staðir hafa ákveðið aðdráttarafl í huga nútímamannsins sem finnur sig knúinn til að líta þá eigin augum þótt hann þurfi að leggja töluvert á sig. Héðinsfjörður er einn þeirra huliðsheima sem enn eru eftir hér á landi og því verðmæti í sjálfu sér sem fellur í gildi verði hann tengdur alfaraleið þar sem umferðargnýr rýfur kyrrðina. Miklum sögum fer af Héðinsfjarðarbleikjunni sem veidd er í sjónum við sandinn, í vatninu og í Héðinsfjarðará. Hún gengur tiltölulega seint í ána en talin stærri en Fljótableikjan. Héðinsfjörður var fyrirheitna landið - en sá böggull fylgdi skammrifi að þangað varð ekki komist frá Siglufirði nema sjóleiðina fyrir Siglunes og Hestfjall eða yfir fjallgarðinn milli fjarðanna. Um tvö skörð var að ræða, Hólsskarð (630 m) upp úr Hólsdal og Hestskarð (593 m) úr Skútudal. Væri bátsferð valin þyrfti að treysta á gott sjólag svo að hægt væri að lenda á Víkursandi. Þar hefur margur vöknað við landtöku þegar teflt hefur verið í tvísýnu, jafnvel fengið votan koll. Yrði skarðaleiðin ofan á varð að gæta þess að leggja upp í einsýnu veðri því að erfitt væri ókunnugum að halda áttum og rata ef þoka skylli á. Eitt árið er við dvöldumst á Hraunum í byrjun ágúst hafði löngun mín að komast til Héðinsfjarðar magnast svo að eftir að hafa hlustað á veðurfréttir að kvöldi sagði ég við einn úr hópnum, sem ekki vílaði fyrir sér brattar brekkur, að ef vel horfði með veðurútlit í fyrramálið myndi ég vekja hann ekki seinna en klukkan fimm og við brunuðum út á Siglufjörð, inn í Hólsdal, hlypum skarðið yfir að Ámá, veiddum Fjarðarána niður að vatni og trítluðum svo Hestskarðið heim. Ég hefði tryggt okkur ódagsett veiðileyfi í Bókabúð Hannesar. Við tókum síðan til nesti og veiðitól að ógleymdum stinnum, dökkbrúnum Siglufjarðarmöðkum í dós. Ég reis úr rekkju klukkan hálffimm og gáði til veðurs. Hann var ekki alveg hreinn til vesturs, bakki yfir Skaga en stillilogn, glóbjart yfir austurfjöllunum, ekki skýhnoðri til hafs í norðri. "Það er nú eða aldrei," hugsaði ég með mér, vakti pilt og sagði að mál væri að leggja af stað. Klukkan tæplega sex var komið inn að malargryfjunum í Hólsdal, lengra náði vegurinn ekki. Við settum bíllyklana undir hjólkoppinn á vinstra framhjóli til þess að tryggt væri að þeir týndust ekki í ferðinni og hófum gönguna. Er upp á fjallið kom hafði morgunloftið þést svo að þokumistur birgði sýn. Einhver vinstri hneigð sagði til sín því að þegar rofaði til sáum við af fjallsbrúninni niður í fjörð sem við töldum í fyrstu að væri Héðinsfjörður en við nánari athugum gátum við ekki betur séð en að út vesturströnd hans Iægi vegur. Á þessum tíma datt engum í hug vegagerð í Héðinsfirði og því vissum við að ekki var allt með felldu. Um síðir áttuðum við okkur á því að fjörðurinn var Siglufjörður og vegurinn lá út í Strákagöng. Við réttum kúrsinn og von bráðar braust sólin fram úr þokunni og yfirgaf okkur ekki það sem eftir var dagsins. Eftir stutta göngu sá ofan í hinn rétta fjörð þar sem einu merkin um mannvist voru gamlar bæjarrústir í grænum túnskekli. Undir fjallshlíðinni hafði staðið bærinn Ámá sem fór í eyði árið 1927. Friður og ró ríkti yfir öllu. Hér uppi var ríki steinklöppu og sólskríkju en neðan úr brekkunum barst angurblítt lóukvak. 34 Veiðimaðurinn Júní 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.