Veiðimaðurinn - 01.06.2005, Side 37

Veiðimaðurinn - 01.06.2005, Side 37
... það var tekið þungt og ákveðið Ég get ekki stillt mig um að segja sögu af óvæntum drætti þegar ég var fyrir allmörgum árum á bleikjuveiðum í Miklavatni fyrir miðri Hraunamöl. Ég var að venju með sex feta silungastöng, 0,25 mm línu og um það bil sjö gramma heimagerðan, sifurlitan spón af gerðinni Janny Spies, trúverðuga eftirlíkingu af sand- eða trönusíli. Smávík gengur inn í Mölina þar sem ég var staddur. Ég hafði kastað með tíu skrefa millibili er ég gekk vestur rifið og það voru aðeins komnar tvær bleikjur í veiðitöskuna. Allt í einu var tekið þungt og ákveðið en það voru ekki einkenni bleikjunnar sem yfirleitt brjálaðist um leið og hún fann að hún réði ekki lengur ferðinni. í vatninu fékkst stundum stöku sjóbirtingur en hann hefði einnig verið örari í hreyfingum en þessi fiskur og eflaust stokkið hátt í loft upp. Ekki leið á löngu þar tii staðfesting fékkst á því hver þarna var á ferðinni. Boltalax bylti sér í vatnsskorpunni og tók síðan strikið að mér fannst langt út á vatn. ískyggilega lítið girni var orðið eftir á hjólspólunni, við lá að mér féllust hendur. Þessunr fiski næ ég aldrei, hugsaði ég með mér, hvílíkur fáviti að vera ekki að minnsta kosti með sterkara girni! En laxinn hægði ferðina og með stöðugu átaki tókst mér smám saman að lempa hann til mín en í hvert skipti sem hann kom inn á grynningarnar við landið ærðist hann og æddi út. Þannig tókumst við á langa stund. Ég hélt stönginni hátt tii að koma í veg fyrir að girnið særðist af grjóti í botninum og tók á fiskinum eins og ég þorði. Að athuguðu máli taldi ég vænlegast að stýra laxinum inn í víkina þar sem var aðdýpra og reyna að þreyta hann þar. En litla stöngin var ekki ætluð fyrir stóran og þróttmikinn lax; enn sáust ekki þreytumerki á fiskinum. Tíminn leið. Þegar liðnir voru þrír stundarfjórðungar frá því að laxinn tók virtist sem honum leiddist þófið, hann rauk af stað en áttaskynið var eitthvað ruglað því að í stað þess að synda út úr víkinni stefndi hann þvert yfir hana og hljóp þar á land. Þar lá hann grafkyrr í fjöruborðinu en ég stóð handan víkurinnar. Nú voru góð ráð dýr. Ég þorði ekki að láta fiskinn finna fyrir minnsta átaki af ótta við að hann spriklaði sig aftur út í vatnið, vildi heldur ekki gefa of mikinn slaka svo að ekki losnaði úr honum stæði öngullinn tæpt. Tiplandi á tánurn hljóp ég eins hratt en varlega og mér var unnt fyrir víkina, vatt línuna jafnt og þétt inn á hjólið og viti menn, laxinn hreyfði sig ekki. Það var eins og hann hefði játað sig sigraðan, biði þess að ég gripi um sporðinn á honum og bæri hann á þurrt. Þrettán punda lax tekinn á litla silungastöng og grannt girni. Hrikaleg spenna! Júní 2005 Veiðimaðurinn 37

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.