Veiðimaðurinn - 01.06.2005, Page 39
hugsaði ég um leið og ég renndi í
straumharðan fosshylinn. Þarna stóð
ég í dágóðan tíma og velti fyrir mér
umhverfinu en vaknaði svo upp við
að gripið var ruddalega í og enn sauð á
hljólinu þennan morgun.Eftir tíu mínútur
lá á bakkanum sjö punda hængur sem ég
mátti elta niður með fossgljúfrinu og gat
loks strandað á bergsyllu.
Þegar þarna var komið var mér öllum
lokið og satt best að segja fór ég að hugsa
hvort ég hefði sett Löduna hans föður míns
út af einhvers staðar á Holtavörðuheiðinni
og væri kominn til veiða hinum megin
móðunnar miklu.
Eftirmáli
Er í hús var komið sló þögn á viðstadda er
ég sveiflaði inn þriðja laxinum.
Höfðu helstu veiðistaðir árinnar verið
reyndir af veiðifélögunum, ekki branda
sést í hyljunum og satt best að segja var
öllum orða vant yfir heppni minni.
Skemmst er frá því að segja að sá tími sem
eftir lifði af þessari tveggja daga veiðiferð
á hjara veraldar leið hratt í góðra vina
hópi.
Það var því með bros á vör sem ég hélt
heim á leið og hrakfarir sumarsins áður
voru löngu fyrirgefnar.
Þó var eitt sem sat í mér.
Seinasta morguninn sá ég stakan stórlax
ofarlega í ánni, ekki ósvipaðan að stærð
og fjórtán punda hrygna sem ég landaði
úr Norðurá nokkrum dögum áður. Leiddi
ég ósjálfrátt hugann að því að þarna væri
laxamóðir í leit að sveinum sínum en
reyndi þó að velta ekki mikið fyrir mér
þeim möguleika.
Það var svo ekki fyrr en um haustið
að ég virkilega gerði mér grein fyrir því
hversu einstök veiði þetta hafði verið.
Þá fékk forsvarsmaður hópsins símtal
frá einhvejum umsjónarmanni sem vildi
fá staðfestingu á veiðinni. Upp úr dúrnum
kom að þetta voru einu laxarnir sem
veiddust úr Goðdalsá umrætt sumar og
það sem meira var, þennan morgun hafði
ég landað fleiri löxum úr ánni en höfðu
veiðst seinustu fjögur undangengin ár til
samans.
I ljósi þessa hugsa ég enn þann dag
í dag til Goðdalsár og um það hvort
ég hafi í fáfræði minni, einn bjartan
ágústmorgun, hreinlega haldið á brott
úr þessum hrikalega dal með laxastofn
árinnar í skottinu á Lödunni.
Haraldur Eiríksson
Höfundur ungur að árm
rmð þriðjung laxastpfr
'tiendi sér.
, W-